Archive

for April, 2013

elisa-3-ara
ALMENNT

Elísa 3 ára

Dóttir mín hún Elísa er 3 ára í dag. Eftir að hafa gætt sér á nokkrum pökkum í morgunsárið var haldið af stað í leikskólann í Míu-kjól með Scooby-Doo, Shaggy og Fred.

Ég er viss um að það var í gær.

Ég er viss um að það var í gær.

Posted on 5. April 2013 by Árni Torfason Read More
SPRELL

Aprílgabbið

Eftir aðeins 4 tíma svefn í nótt ákvað ég að skella í eins og eitt aprílgabb sem ég vil meina að hafi tekist ansi vel. Ég er í “hóp” á facebook sem nefnist “Ég er íbúi í Grafarholti” þar sem fólk ræðir ýmislegt sem er að gerast í hverfinu sem ég bý í. Um klukkan 9 í morgun skellti ég í status þar sem ég tilkynnti að við hérna á Kristnibraut 99-101 værum að losa okkur við hjól úr hjólageymslunni sem enginn kannaðist við.

Statusinn frá því í morgun.

Statusinn frá því í morgun.

Það leið ekki á löngu þangað til að fyrsti hafði bitið á agnið. Fór að spyrja út í hvernig hjól þetta væru og svo framvegis. Ég passaði mig að hafa þetta ekki of góð hjól. Talaði þau frekar niður heldur en hitt til að gera þetta trúanlegt.

Fólk beit á agnið.

Fólk beit á agnið.

Ég hafði svo komið fyrir miðum á hurðunum niðri í anddyri bæði 99 og 101 megin þar sem stóð að um aprílgabb væri að ræða og þakkaði komuna. Ég hef ekki nákvæma tölu á því hvort einhverjir mættu á svæðið. Ein nágrannakonan mín beit hins vegar á agnið og bankaði upp á og spurði hvort að bláa hjólið væri farið. Svo tilkynnti ég að þetta hefði verið aprílgabb seinna um daginn og sem betur fer þá hafa Grafhyltingar húmor og tóku þessu vel.

Grafhyltingar tóku þessu vel.

Grafhyltingar tóku þessu vel.

Posted on 1. April 2013 by Árni Torfason Read More
SnapChat
APP SNJALLSÍMAR

Snapchat er ekki bara fyrir klámmyndir

Ég er búinn að heyra fólk tala um Snapchat í ansi langan tíma. Vissi svona nokkurn vegin hvernig þetta virkaði en fór aldrei neitt lengra en það að vita bara af þessu. Skellti mér svo að ná mér í þetta um daginn. Eini sem ég vissi að var með aðgang var félagi minn og strætó158notandinn Sigurjón Guðjónsson. Það sem ég hafði heyrt af Snapchat var að fólk var að senda myndir af kynfærum, búið að teikna kynfæri á sig, kúknum sínum, eða búið að teikna kúk á sig. Ég vildi meina að það mætti nota Snapchat í öðrum tilgangi sem ég held reyndar að margir geri. Ekki það ef fólk vill senda kynfæramyndir á milli sín þá er mér nokkuð sama. Ég hafði allavega lítinn áhuga á því.

Eftir að hafa notað þetta í nokkrar vikur núna þá er ég virkilega hrifinn. Þetta virkar sem sagt þannig fyrir þá sem ekki vita hvernig þetta virkar að þú sendir á milli myndir eða video. Hægt er að bæta við texta á myndirnar og jafnvel teikna á þær með alls konar litum. Þú síðan velur hvað móttakandinn má horfa á skilaboðin í langan tíma. Eftir það hverfa skilaboðin og eru tröllum gefin. Reyndar virðist fólk vera með einhverja leið til að taka screenshot af því sem þeim er sent. Og áður en maður sendir skilaboðin þá getur maður vistað sín skilaboð. Hvort sem um er að ræða ljósmynd eða myndband.

Móttakandinn fær svo skilaboð í símann um að nýtt Snapchat sé mætt á svæðið. Þú síðan smellir á skilaboðin og heldur “puttanum inni” á skjánum og færð þá það margar sekúndur sem sendandinn vildi að þú fengir til að skoða myndina eða video-ið.

Ef fólk hefur áhuga á að senda mér Snapchat þá er notandanafnið mitt: arnitorfason. Hver veit nema að þið fáið tímalaus snilld til baka frá mér.

Ég tók að gamni nokkur screenshot af snapchöttum sem ég sendi Sigurjóni til að geta birt með þessari grein. Vonandi fyrirgefur Sigurjón mér það að ég sé að sýna fleirum þá einstöku snilld sem snapchöttin frá mér eru.

Dóttir mín var að leika sér og stillti þessu ljóni og bamba svona skemmtilega upp. Ég bæti við "Sniff". Svona eins og að ljónið væri búið að læðast og væri að finna lyktina af bráðinni áður en hann fær sér að borða. Fannst þetta fyndið og vonandi SG líka.

Dóttir mín var að leika sér og stillti þessu ljóni og bamba svona skemmtilega upp. Ég bæti við “Sniff”. Svona eins og að ljónið væri búið að læðast og væri að finna lyktina af bráðinni áður en hann fær sér að borða. Fannst þetta fyndið og vonandi SG líka.

Var að taka myndir á ársfundi Landsvirkjunar sem forsetinn mætti á. Þetta er sá frægasti sem ég hef sent með Snapchat.

Var að taka myndir á ársfundi Landsvirkjunar sem forsetinn mætti á. Þetta er sá frægasti sem ég hef sent með Snapchat.

Sendi þennan orðabrandara til að prufa hvort það væri fyndið að senda kúk á milli í Snapchat. Þetta er ekki minn kúkur.

Sendi þennan orðabrandara til að prufa hvort það væri fyndið að senda kúk á milli í Snapchat. Þetta er ekki minn kúkur.

 

Posted on 1. April 2013 by Árni Torfason Read More