Archive

for January, 2011

ALMENNT

Markmið fyrir árið 2011

Er ekki vinsælt að fólk setji sér einhver markmið fyrir árið. Það er alltaf vinsælt að ætla að koma sér í eitthvað form. Losa sig við aukakílóin. Fara í ræktina 2x á dag og borða bara gulrætur með sellerí. Ég ætla ekki að mæta í einn einasta líkamsræktartíma á árinu. Ég ætla hins vegar að spila fótbolta einu sinni í viku og þess á milli ætla ég mögulega að bregða mér út að hlaupa og stunda léttar æfingar hérna heima. Planið er svo sannarlega að minnka við mig í kókdrykkjunni sem hefur verið mikil undanfarin ár. Tók kaldan kalkún á þetta í smá stund á árinu 2010 sem var ágætis hugmynd. Tek annan svoleiðis pakka kannski í febrúar og sé hvernig það gengur.

Annað markmið er að fjölga myndunum mínum á istockphoto.com um helming. Úr 200 í 400 myndir. Sjáum hvernig það gengur. Einnig er ég með nokkrar hugmyndir af myndasögum sem verða vonandi að veruleika. Einnig var ég með hugmynd að reyna að taka eina mynd á mánuði sem ég er almennilega sáttur með. Það hefur lítið verið tekið af myndum nema þá af dóttir minni eftir að hún fæddist í apríl 2010. Sem er reyndar ekki svo slæmt.

En augljósasta og fyrsta og mikilvægasta markmið 2011 er að vinna Sigurjón í Fantasy Premier League. Hann hefur á mig 45 stig sem ég vonast til að saxa á jafnt og þétt á næstu vikum. Spennandi tímar framundan.

Hver eru þín markmið á árinu?

Posted on 4. January 2011 by Árni Torfason Read More