Archive

for October, 2010

ALMENNT

Jólabókageðveikin

Undanfarin ár hef ég verið að setja upp bækur fyrir Sögur útgáfu sem þýðir að það kemur alltaf tími þegar nær dregur jólum sem allar jólabækurnar detta í umbrot á c.a. sama tíma þannig að ég sit við tölvuna frá morgni til kvölds í nokkrar vikur. Sjitt hvað þetta var löng setning. Svona tímabil er einmitt í gangi núna og stóra verkefnið er án efa matreiðslubók með kokkalandsliðinu þar sem eldaðir eru réttir úr einungis 4 hráefnum. Ekki alltaf sömu hráefnin samt. Hrikalega skemmtileg bók sem á eftir að seljast í bílförmum. Verst að ég er ekki á prósentum. Það verkefni er að klárast. Vonanst til að hún fari í prentun á morgun eða þriðjudag. Þá er aðeins léttara á mér. En líklegast nokkrar í viðbót sem þarf að klára en ekkert jafn flókið og mikil vinna á bakvið eins og kokkalandsliðið. Það fóru 15 dagar í myndatökur fyrir bókina. Ekki alveg dagar frá morgni til kvölds en samt langir dagar. Ég er orðinn hrikalega spenntur að sjá eintak sem ætti vonandi að verða í lok mánaðar ef allt gengur eftir.

Svo mun aðeins róast hjá mér í nóvember og desember þar sem Auður fer að vinna 50% í október, nóvember og síðan 100% í desember. Þannig að ég er að detta í 50% fæðingarorlof. Mun leyfa ykkur að fylgjast með hvað ég og Elísa gerum af okkur á meðan móðirin er í vinnunni. Spila Super Mario bros, borða fjarstýringar, fljúga smá, toga í kisuskott og svo framvegis.

Þangað til næst. Farið ykkur á voða.

Posted on 10. October 2010 by Árni Torfason Read More
1 2 3