Archive

for October, 2010

ALMENNT

229kr á dag eða 83.585kr á ári

Nú hefur Stöð2 verið með auglýsingaherferð í gangi sem snýst um það hvað þú getur gert fyrir 229kr á dag. Hægt að kaupa sér ís og fara í keilu í 10 mínútur og alls konar hresst. Ágæt auglýsingaherferð þar sem 229kr er ekki nein fjárhæð. En um leið og þú ferð að reikna þá er þetta aðeins stærri tala. 83.585kr á ári. Hvað myndir þú gera við 83.585kr á ári?

Posted on 19. October 2010 by Árni Torfason Read More
LJÓSMYNDUN

Flashlaust Airwaves

Það hefur verið mikið tíska hjá íslenskum tónleikaljósmyndurum að nota second curtain flash þegar tónleikar eru myndaðir. Sumar svoleiðir myndir geta alveg verið sæmilegar ef þetta er vel gert en hins vegar eftir að hafa horft á sömu ljósmyndarana taka nákvæmlega eins flashmyndir ár eftir ár eftir ár þá er hreinlega komið nóg. Lang flottustu tónleikamyndir sem ég hef séð eru svo sannarlega ekki teknar með flashi. Það eru margir held ég að nota flash til að fara einföldu leiðina. Þruma vélinni upp í loft, taka mynd, hreyfa myndavélina, endurtaka þetta stanslaust í 10-20mínútur á meðan hljómsveitin spilar. Og halda að þetta sé svaka flott og fínt og ekki verra að þeim sem finnst þetta flott eru duglegir að peppa þessa ljósmyndara upp og fyrir vikið halda ljósmyndararnir áfram að taka þessar sömu myndir.

Dæmi um second curtain flash mynd.

Ég skora hér með á ljósmyndara sem eru að mynda á Airwaves hátíðinni að skilja flashið sitt eftir heima. Þetta verður líklegast erfitt ef þið eruð vön að nota flash en útkoman verður miklu betri. Ef einhver tekur áskoruninni og prufar þetta þá væri gaman að sjá myndir frá viðkomandi. Ekki væri verra að sjá myndir frá því í fyrra sem allt var tekið með flashi og svo í ár sem flashið var heima.

Ábyggilega svona helmingurinn af ykkur sem les þetta finnst ég vera fífl að segja þetta og þið bara haldið áfram að flasha og satt að segja er mér nákvæmlega sama.

Svo er ekki galið að reyna að mynda eitthvað annað heldur en bara böndin. Fullt af góðum römmum sem leynast þarna úti. Hérna eru nokkrar frá Airwaves í fyrra.

Hreyfðar myndir eru ekki endilega slæmar myndir.

Stúlka í rauðum skóm í Hafnarhúsinu.

Skuggahljómsveit í Hafnarhúsinu.

Tekin inn um glugga á Fríkirkjunni.

Posted on 14. October 2010 by Árni Torfason Read More
NETIÐ

Twitter vs. Facebook

Það er svo langt síðan ég twittaði, 81 dagur til að hafa það nákvæmt, að ég er eiginlega búinn að gleyma muninum á twitter og facebook. Man eftir að ég skrifaði ákveðna hluti á twitter og ákveðna hluti á facebook. En fyrir mitt litla líf man ég ekki nákvæmlega hvernig ég hafði þetta.

Það væri gaman að vita hvort þið eruð að nota bæði twitter og facebook og þá hvernig þið notið það mismunandi.

Posted on 14. October 2010 by Árni Torfason Read More
1 2 3