Archive

for October, 2010

ÍÞRÓTTIR

Nani skorar gegn Tottenham?

Það eru margir að tala um markið sem Nani skoraði gegn Tottenham í gær. Atvikið var c.a. svona. Það kemur sending inn í teig, Nani fellur við og vill fá vítaspyrnu. Boltinn fer í hendina á Nani. Gomes, markmaður Tottenham, tekur boltann upp. Kastar honum góða 3-4 metra framar heldur en Nani fékk boltann í höndina á sér. Hann heldur að það sé aukaspyrna. Nani stendur upp bandbrjálaður yfir að hafa ekki fengið vítaspyrnu. Hleypur að boltanum. Lítur á dómarann. Dómarinn ypptir bara öxlum. Nani skýtur og skorar.

Í fyrsta lagi á þetta eina mark örugglega ekki eftir að skipta það miklu máli þó svo að miðlar landsins tali um að Nani hafi tryggt United sigur með þessu marki. Staðreyndir er sú að staðan var 1-0 fyrir Manchester og 5 mínútur eftir. Líkurnar að Tottenham væri að fara að skora voru ekkert svakalegar en vissulega einhverjar.

Að mínu mati er markið fullkomlega löglegt. Mjög einfalt satt að segja. Dómarinn dæmir ekki vítaspyrnu þar sem hinn fallgjarni Nani á það ekki skilið fyrir leikaraskap síðustu ára. Uppsafnað hjá honum blessuðum. Boltinn fer vissulega í höndina á Nani en dómarinn ákveður réttilega að beyta hagnaðarreglunni. Gomes er með boltann og Tottenham getur skellt sér í hraða sókn á meðan Nani liggur og grætur í grasinu. Gomes hins vegar kastar boltanum 3-4m frá þar sem hendin átti sér stað. Að sjálfsögðu tekur Nani bara boltann og skorar. Hefði aldrei átt að líta á dómarann heldur bara taka boltann og skora þar sem að aldrei flautaði dómarinn. Mér sýnist það vera Scholes sem er með hlutina algjörlega á hreinu. Hann virðist spyrja dómarann hvort hann hafi flautað. Bendir á boltann. Hann síðan tekur á rás að marki um það leiti sem Nani spyrnir boltanum í markið.

Ef þið eruð með aðrar skoðanir á þessu marki þá væri gaman að heyra þær. Einnig ef einhver er með reglurnar 100% á hreinu þá væri ég til í að vita hvað dómarinn hefur leyfi til. Gæti hann t.d. dæmt svokallaðan rugling. Af því að Gomes ruglaðist og hélt að það væri aukaspyrna? Og vinsamlegast svara þessari seinni spurningu ef þið eruð með reglurnar á hreinu ekki að þið haldið að þið séuð með þær á hreinu.

Posted on 31. October 2010 by Árni Torfason Read More
HÖNNUN NETIÐ

visir.is

Fór í gegnum visir.is og henti út óþarfanum og eftir stóð c.a. 1/6 af síðunni. Vantar auðvitað eitthvað af dóti þarna inn sem þeir eru ekki með á síðunni hjá sér.

Kem kannski með nánari útlistun á þessum nýja vef þeirra ef ég nenni að koma mér í gegnum hann. Ætla að leyfa honum að “reyna” að venjast í nokkrar vikur áður en ég bauna yfir hann. En í fljótu bragði er þetta alveg skelfilegt.

Posted on 26. October 2010 by Árni Torfason Read More
ÍÞRÓTTIR

Wayne Ferguson og samsæriskenningarnar

Það hlakkaði í mörgum andstæðingum Manchester United þegar upp komu sögusagnir að Wayne Rooney væri á förum frá félaginu. Byrjaði á fréttaflutningi að Ferguson og Rooney hefðu rifist eftir að Rooney sagði að hann hefði ekki verið meiddur á ökla en Ferguson sagði að hann væri meiddur á ökla. Strax og þetta kom upp var ég með kenningu að Ferguson og Rooney hefðu ákveðið þetta í sameiningu til að færa athyglina frá Rooney og vændiskonunni yfir á rifrildi á milli þeirra tveggja. Miðað við öll plottin sem Ferguson hefur plottað í gegnum árin þá fannst mér þetta ekki galin hugmynd. Fréttir fóru síðan að berast af því að Rooney vildi frá félaginu því hann væri ekki ánægður með stefnu félagsins. Ég kom með þá kenningu að mögulega væri þetta annað plott á milli hans og Ferguson að fá aukið fjármagn til að kaupa leikmenn. Rooney segist vilja fara nema að stór leikmaður verði keyptur í janúar. Liðseigendur vilja auðvitað ekki missa Rooney þar sem hann er stórt nafn og halar inn fullt á búningasölu. Eigendur samþykkja þá að halda honum og kaupa í janúar.

Mögulega er þetta raunin þar sem Rooney skrifaði undir 5 ára samning við United.

Einhverjir eru með kenningu um að þeir hafi gert samning við Rooney til að fá gott verð fyrir hann í janúarglugganum. Við sjáum hvað setur. Eruð þið með einhverjar kenningar?

Posted on 22. October 2010 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Varúð. Mús.

Þessi litla mús reyndi að skella sér inn til okkar í hádeginu. Fann greinilega lyktina af pönnukökunum sem ég bakaði ekki. Grunar að músin búi undir pallinum við hliðina á okkur og núna þegar það er farið að verða kaldara úti þá ákvað hún að reyna að komast inn. Hún er held ég ekki að gera sér grein fyrir því að það býr köttur hérna. Hneta var límd við gluggann og fylgdist með henni. Er ekki viss um að músin hafi áttað sig á þessu. Mögulega var hún að þykjast vera dauð því hún var alveg grafkyrr.

Tilgangur með þessum skrifum er sá að passið ykkur að mýs komist ekki inn til ykkar í kuldanum. Er að pæla að kaupa svona hátíðnrafmagnsmúsafælu.

Posted on 19. October 2010 by Árni Torfason Read More
1 2 3