Archive

for September, 2010

ALMENNT

209

Það eru 209 dagar síðan ég bloggaði síðast. Það er nær því að vera ár heldur en ekki ár. Ef ég gæti og fyndi verðlaunin sem ég fékk fyrir besti einstaklingsvefurinn á sínum tíma þá myndi ég skila þeim. Félagi minn Sigurjón er kominn á fullt skrið í bloggheiminum aftur og var það að hluta til ástæðan að ég ákvað að rífa mig upp af rassinum og læða inn nokkrum orðum. Eins og einhverjir vita ákvað ég að fjölga mannkyninu á síðasta ári og afraksturinn leit dagsins ljós 5.apríl 2010. Elísa mætti á svæðið organdi eins og hamstur.

Ég ætla ekki að fara að rifja upp allt sem hefur drifið á mína daga síðan ég bloggaði síðast enda líklegast hef ég ekki minni til þess. Held það sé best bara að byrja frá þessum punkti og halda áfram.

Posted on 2. September 2010 by Árni Torfason Read More
1 2 3