Archive

for September, 2010

TÖLVUR TÆKNI

Drobo getur klikkað

Eins og Drobo getur verið sniðugt fyrirbæri þá verður maður að passa sig vel að vita hvað maður er að gera. Ég er með 2x drobo-a hérna hjá mér. Einn nota ég fyrir backup fyrir óunnar myndir frá síðustu 10 árum eða svo. Síðan er ég með einn sem ég nota fyrir það sem ég er að gera akkúrat núna. Sem sagt 2010 og svo fylgir með 2009. Síðan tek ég reglulega backup af öllu saman á 2x utanáliggjandi diska. Þannig að ég á óunnar myndir alltaf á 3x stöðum.

Á sínum tíma þegar ég var að setja upp droboinn minn keypti ég mér bara 3x500gb diska til að byrja með. Droboinn var formataður þannig að hann á að þola 2TB af gögnum. Samkvæmt drobo.com þá segir að þegar droboinn fer yfir þessi 2TB þá á hann að búa til nýtt partition. Þannig að á einum drobo gætu verið 2 partition. Ég ákvað að treysta þessu án þess að treysta þessu almennilega og smellti á FORMAT sem droboinn vildi endilega gera. Í staðin fyrir að formata þetta nýja partition þá formatði hún allan diskinn og þá gat ég breytt honum þannig að hann höndli 16TB. Sem allir ættu að gera strax í upphafi.

Ég á sem betur fer backup af öllu sem var á þessum disk en ef þú treystir drobo algjörlega þá geturðu lent í veseni. Þannig að passaðu þig.

Posted on 7. September 2010 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Setan upp eða niður?

Frá því að fyrsta postúlínskálin mætti inn á heimili almennings þá virðist allt snúast um það að karlar skilji eftir setuna uppi. Við skulum byrja á því að skilgreina hvað það þýðir að skilja setuna eftir uppi. Klósettlokun skiptist í opið/setan uppi, opið/setan niðri og síðan alveg lokað. Það sem er verið að ætlast til af karlmönnum er að skilja eftir klósettið tilbúið með setuna niðri þannig að kvenmenn sem ætla að skella sér á kamarinn geti moonwalkað inn á klósettið og skellt sér á setuna án þess að hugsa.

Ég hef aldrei skilið þetta dæmi. Afhverju á að skilja eftir setuna niðri ef það eru kannski 50/50 líkur á því að næsti sem ætlar á klósettið er karlmaður og ætlar að pissa. Ættu þá konur að skilja eftir setuna uppi fyrir okkur karlmennina þegar þær ljúka sér af. Líkurnar eru meiri að einhver setjist á klósettið þar sem að karla og konur gera nr. 2 sitjandi. Konur pissa, flestar, sitjandi en karlmenn standa. Eru konur hræddar um að detta ofan í klósettið ef setan er uppi?

Lausn mín á þessu máli er afskaplega einföld og hreinleg í þokkabót. Hver sá sem notar klósettið lokar því alveg áður en hann sturtar niður. Með því eru ekki bakteríur að þjóta upp úr klósettinu þegar þú sturtar niður. Sérstaklega ef þú geymir tannburstann þinn temmilega nærri klósettinu þá geturðu alveg eins geymt hann á setunni eins og að sturta niður með opið klósett. Síðan opnar fólk bara klósettið eins og hentar í hvert skipti. Með þessu er þetta vandmál úr sögunni. Punktur.

Posted on 6. September 2010 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Búðarreglur

Eftir að ég flutti úr foreldrahúsum í mína eigin íbúð þá breytist ýmislegt. T.d. fer maður að versla sjálfur í stórmörkuðum á borð við Bónus. Á síðustu árum hef ég tekið eftir ýmsum ósiðum hjá fólki sem mætti svo sannarlega tuska til. Það mætti sem sagt tuska fólkið aðeins til. Það liggur við að það þyrfti að vera með svokallað innkaupaskírteini. 2 vikna námskeið sem endaði með prófi hvort þú megir versla sjálfur.

  1. Karfan er fyrir! Þegar fólk er komið á kassann og það er verið að afgreiða þá áttu vinsamlegast að drulla körfunni þinni frá svo að næsti maður geti komið sér í stöðu til að dæla matnum sínum í poka. Sumir eru einstaklega slæmir og eru ennþá með kerruna fyrir þegar afgreiðslufólkið er byrjað að afgreiða næsta kúnna.
  2. Vertu tilbúin/n með peningana! Fólk getur verið all svakalega að hugsa um sjálfan sig og virðist vera eitt í heiminum. Um leið og það er komið að þér þá áttu að taka upp kortið þitt og vera með það tilbúið. Ekki að byrja að gramsa í töskunni þinni að veskinu og svo kortinu í veskinu þegar afgreiðslufólkið segir þér hvað hlutirnir kosta. Sumir eru einstaklega slæmir og klára að setja draslið sitt í poka áður en það fer í að leita að kortinu.
  3. Ekki borga með seðlum! Nýjasta nýtt er að það er hægt að vera með kreditkort og debetkort. Seðlar eru bara fyrir eiturlyfjasala en ekki bjúgukaupandi bónusfólk. Tekur allt of langan tíma að finna til seðla og fá til baka. Sumir eru einstaklega slæmir og eru að telja klink upp úr veskinu sínu. Rauða spjaldið á þá.

Er eitthvað fleira sem ykkur dettur í hug sem mætti vera í reglunum um búðarkaup?

Posted on 5. September 2010 by Árni Torfason Read More
ANDROID

Appbrain

Fyrir ykkur sem eruð að keyra android á símanum ykkar mæli ég eindregið með www.appbrain.com. Þú loggar þig inn á appbrain.com og nærð í annars vegar Appbrain forritið í símanum þínum og hins vegar Fast Web installer. Síðan geturðu browsað appbrain.com og leitað að forritum og smellt þar á install og forritin skella sér á símann þinn. Appbrain heldur síðan utan um hvaða forrit þú ert búin/n að installa og þú getur náð í þau öll ef þú skiptir um síma. Einnig geturðu leitað að vinum þínum á appbrain og séð hvaða forrit þeir eru að nota. Með appbrain geturðu einni fært forrit yfir á SD kortið þitt ef þú ert að keyra Froyo 2.2.

AppBrain forritið geturðu náð í hér með því að skanna strikamerkið.

Fast Web Installer geturðu náð í hér með því að skanna strikamerkið.

Posted on 5. September 2010 by Árni Torfason Read More
1 2 3