Archive

for September, 2010

KVIKMYNDIR TÆKNI

filma.is

Heyrði lítið annað í útvarpinu í dag heldur en auglýsingar fyrir filma.is. Filma.is er vefsíða þar sem þú getur leigt bíómyndir og þætti og horft í tölvunni þinni. Sumar myndir/þætti leigirðu og getur þá horft á 24 tímum. Annað efni geturðu átt og þar af leiðandi horft á aftur og aftur á filma.is. Ég er búinn að skoða þetta svona í fljótu bragði og þetta eru kostir og gallar sem ég finn.

Kostir:

 • Vefurinn lítur vel út sem þýðir að maður treystir honum og gæti sérð fyrir sér að leigja efni þarna.
 • Ágætis úrval af myndum.
 • Nokkrar frímyndir þannig að hægt er að sjá hvernig þetta virkar.
 • Flott að geta kveikt og slökkt á texta við myndirnar.
 • Hægt að velja um að spila frá byrjun eða halda áfram frá þeim stað sem maður hætti síðast.
 • Frekar góð gæði á myndunum sem og hljóð.
 • Það er í vinnslu að gera tengingu við Boxee, XBMC, Plex og fleira.
 • Það er hægt að sjá sýnishorn úr myndunum.

Gallar:

 • Textinn við myndirnar er frekar smár.
 • Vantar að það sé eitthvað preload í gangi þar sem að myndin sem ég prufaði að horfa á höktir örlítið. Stór galli þar á ferðinni. Mögulega tengist það því að margir eru að horfa á frímyndina. Veit ekki alveg hvernig kerfið virkar hjá þeim.
 • Það mætti alveg bjóða upp á afslátt ef þú kaupir t.d. allar seríurnar af KLOVN. Ef þú gerir það þá kostar það þig um 14.000kr sem er frekar mikið.
 • Ég væri til í að sjá verð á þætti 150kr en ekki 300kr. Jafnvel lægra fyrir eldri þætti.
 • Svo væri gaman að sjá þætti sem eru í gangi í sjónvarpinu núna. Ég væri kannski til í að borga 300kr fyrir þátt sem var sýndur í gær í sjónvarpinu.

Mæli með að þið skellið ykkur inn á filma.is og kannið málið. Endilega kommentið hérna fyrir neðan hvað ykkur finnst um kostina og gallana. Og einnig hvað ykkur finnst um filma.is. Ég er ekki frá því að þetta sé flott framtak hjá þeim og virkilega gott skref í rétta átt.

Posted on 19. September 2010 by Árni Torfason Read More
1 2 3