Archive

for February, 2010

KVIKMYNDIR

AVATAR í 3dí

Jæja ákvað loksins að skella mér á Avatar í 3D. Aldrei séð fullorðið fólk troða sér jafn mikið inn í bíó síðan ég sá Lion King. Þar sem ég nota gleraugu gerði ég ráð fyrir að ég þyrfti að fara með linsur sem ég og gerði. Ég er svo óreyndur að hafa linsur að í síðasta bardagaatriðinu nuddaði ég aðra linsuna úr auganu á mér þannig að þrívíddin var ekkert alveg nógu hress þarna síðustu metrana. Svo prufaði ég nokkru seinna 3D gleraugu ofan á venjuleg gleraugu og það virtist alveg ganga. Þannig að ég prufa það kannski næst.

avatar-movie-poster

Ég var búinn að heyra að þetta væri geðveikt og rosalegt og fólk væri að drepa sig því að þetta væri svo flott. Var líka búinn að heyra að myndin væri ekkert frábær þannig að ég bjóst ekki við neinu frábæru svo sem hvað söguna varðar. Sagan fannst mér bara ágæt. Ágætis vona B-skemmtun sem er ekkert að. En þrívíddin fannst mér alls ekki hress. Stundum var þetta rosalega flott og fínt en yfirleitt var ekkert í fókus, sérstaklega þegar það hreyfðist eitthvað á skjánum. Og það er doldið að gerast í kvikmyndum. Svo fannst mér líka t.d. þegar eitthvað gerðist í litlu rými að fólkið sem var fyrir aftan það sem var í fókus allt of nálægt. Eins og það væri verið að nota 400mm linsu á stað sem það er augljóslega ekki hægt. Skelfilegast fannst mér samt að vera með texta á myndinni. Hann var alltaf í fókus en það meikar ekki sens að vera með eitthvað tvennt í fókus. Sem sagt bæði einhverja persónu í bakgrunni og svo textann í forgrunni.

Herra Kamerún hefði nú alveg mátt eyða eins og 3 árum til viðbótar og gera þetta almennilega.

Posted on 5. February 2010 by Árni Torfason Read More