Archive

for January, 2010

ALMENNT LJÓSMYNDUN

Miro, fyrirlestur og Nintendo.

Flott þegar það líður mánuður á milli skrifa hérna. En svona er þetta nú bara. Það hefur ýmislegt gerst hjá mér frá því 18.desember. Hérna kemur kannski það helsta.

Fyrirlestur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.
Við Billi héldum fyrirlestur um gerð ljósmyndafrásagna í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í samvinnu við safnið og Blaðaljósmyndarafélagið. Max Houghton, ristjóri Foto8 tímaritsins, hélt fyrirlestur á undan okkur. Huga að um 100 manns hafi mætt sem er ansi góð mæting. Það er verið að vinna úr upptökum af þessum tveimur fyrirlestrum og kanna hvort það sé hægt að henda þessu á netið fyrir þá sem ekki komust. Þ.e.a.s. ef það er áhugi fyrir því. Við kynntum líka á fyrirlestrinum vefinn Miro.skara.is sem er ætlaður til að kynna ljósmyndafrásagnir fyrir íslenskum fjölmiðlum og hversu vel virkar að nota svona frásagnir í blöðin. Við erum alveg á því að þetta er það sem fólk vill. Fyrirkomulagið á þessum vef verður þannig að ljósmyndarar senda okkur myndir og síðan fáum við gest í ritstjórn í hverjum mánuði og út kemur eitt nettímarit í hverjum mánuði.

miro-issue01

Myndir Ársins og World Press Photo
Tók saman nokkrar myndir bæði fyrir Myndir Ársins og World Press Photo. Myndir Ársins opnar 6.mars 2010 og úrslit verða kunn í World Press Photo einhvern tíman í febrúar held ég.

Nintendo
Fundum í geymslu gömlu Nintendo tölvuna hennar Auðar. Erum með nokkra leiki og þar á meðal Super Mario Bros sem hefur mest verið spilaður. Núna er verið að reyna að grafa upp hvort einhver eigi Super Mario Bros 3.

Posted on 18. January 2010 by Árni Torfason Read More