Archive

for November, 2009

ALMENNT

Bensínfélögin eru ennþá að plata okkur

Það er ótrúlegt hvað maður lætur plata sig og djöfull er ég að taka þátt í því. 30.október síðastliðinn fékk ég sms í símann minn þar sem tilkynnt var um -5 kr afslátt á ÓB stöðvunum. Það er ÓB stöð hérna rétt hjá mér þannig að ég tek yfirleitt bensín hjá þeim. Er með svona fínan dælulykil sem gefur mér -2 kr í afslátt þannig að 30.október fékk ég -3 kr aukaafslátt. Ég tók góða 67,6 lítra og borgaði 181,20kr á líterinn (var að taka dísel). Samtals var upphæðin 12.249kr. Ég ók í burtu glaður í hjarta að hafa sparað mér nokkrar krónur. Reyndar var ég í svona 10-15 mínútur að fylla bílinn þar sem dælan dældi skelfilega hægt. Það væri gaman að sjá tölurnar yfir dælingu þennan -5 króna afsláttardag. Ábyggilega rosalega margir sem hugsuðu eins og ég og tóku bensín eða olíu. En hvað gerist svo nokkrum dögum eftir þennan -5kr afsláttardag. Jú bensínverðið og olíuverðið lækkar. -5 kr daginn kostaði dísellíterinn án afsláttar 186,20kr. En í dag kostar líterinn á sömu bensínstöð 182,60kr. Þannig ef við tökum verðið með-5kr afslætti 30.október þá fáum við 181,20kr en í dag með -2kr afslætti kostar líterinn 180,60.

Það lítur út fyrir það að bensínfélögin eru að bjóða afslátt á bensínverði rétt áður en fyrirhuguð lækkun er áætluð til að lúra viðskiptavini til að kaupa bensín á massavís.

Posted on 5. November 2009 by Árni Torfason Read More
1 2