Archive

for November, 2009

ALMENNT

Visir.is lætur blekkjast eða eru fyndnir

Var bent á frétt á visir.is af einum af heitustu lögfræðingum landsins. Frétt segir frá að það sé kominn trailer úr kvikmyndinni Bjarnfreðarson sem skartar hinum velkunna Georg úr Fangavaktinni, Dagvaktinni og Næturvaktinni. Þarna hefur einhver klár aðili gabbað visir.is eða þá að visir.is er að reyna að gabba þjóðina. Held því miður að visir.is sé með kúkinn í buxunum þarna. Þessa umræddu stiklu tengla þeir á síðunni og er hana að finna hér. Sannleikurinn er að þetta er ekki stikla fyrir bíómyndina heldur gamall netbrandari þar sem þú getur smellt mynd af þér og látið líta út fyrir að þú sér einhver þjóðhetja í Svíþjóð. Samanber hérna þá setti ég mynd af mér til að sýna hvernig þetta virkar. Screenshot af greininni hérna fyrir neðan.

visir-bjarnfredarson

visir-arni

Það leið ekki á löngu þangað til að visir.is áttaði sig á að þeir höfðu verið gabbaðir því að núna er Þessi grein því miður ekki lengur í birtingu. Hérna er hins vegar trailer frá Sagafilm.

Posted on 26. November 2009 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Maður myrtur með skrúfjárni – myndir

Ég held að það muni ekki líða langt þangað til að við fáum svona fyrirsagnir á visir.is. Og þegar klikkað er á fréttina þá koma ekkert myndir af neinum að myrða annan með skrúfjárni heldur bara mögulega myndir af skrúfjárni í stúdíói eða verið að flytja mann í dómsal. Það er alltaf að færast í aukana að fyrirsagnirnar á visir.is séu hreinlega að ljúga að okkur. T.d. sá ég eina fyrirsögn sem stóð “Notar sérstakan klósettpappír – myndir”. Mér til mikillar gleði voru engar myndir af Mariuh Carrey að skeina sér en fréttin fjallaði um Mariuh Carey og kröfur hennar fyrir viðtal sem var tekið við hana á GMTV sjónvarpsstöðinni. Svo í lokin stendur “Svo má geta þess að Mariah hafði með sér eigin klósettpappír.” Rétt fyrirsögn gæti því verið “Miklar kröfur Mariuh Carey” og þá sleppa “-myndir” endingunni. Eða þá “Mariah Carey með sólgleraugu að kvöldi til fyrir framan svartan bíl – myndir”.

Önnur frétt sem ég rak augun í sem verður án efa tekin út áður en dagurinn er á enda ber fyrirsögnina “Hvaða hórutal er þetta? – myndir“. Myndirnar við fréttina tengjast svo sannarlega engum hórum eða ég ætla rétt að vona ekki því að þarna eru myndir af Ben Affleck, dóttur hans, Violet, og þremur blöðrum. Ef þið smellir á linkinn hérna fyrir ofan og lesið fréttina þá meikar hún líka lítið sens. Þar stendur í aðeins styttri orðum en fréttin er: “Myndirnar eru af Ben Affleck, Violet dóttur hans og þremur blöðrum. Ben Affleck segir að hann muni hringja í Matt Damon ef hann vaknar við hliðina á dauðri hóru. Ben hefur verið fjarri fjölskyldunni í Boston að leika í kvikmynd.”

Ef ég eignast einhvern tíman barn og visir.is mun birta svona myndagrein þar sem gefur til kynna að barnið mitt sé hóra þá hugsa ég að ég yrði ekki mjög sáttur. Hvað með þig?

Posted on 25. November 2009 by Árni Torfason Read More
HÖNNUN

11 bækur fyrir jólin

Það er búið að vera nóg að gera hjá mér síðustu mánuðina að henda upp bókum fyrir Sögur útgáfu. Byrjaði á ljósmyndabók og svo túristabók. Þetta eru bækurnar The Selection og Top 10 Reykjavík and Iceland. The Selection eða Úrvalið er afbragðskemmtileg ljósmyndabók þar sem Einar Falur Ingófsson valdi 13 bestu ljósmyndara Íslandssögunnar frá upphafi. Fyrsta bókin af þessu tagi til að koma út hérna á fróninu held ég alveg örugglega. Top 10 Reykjavík er túristabók þar sem Dr. Gunni leiðir okkur í sannleikann um meira og minna allt sem er hægt að gera og ekki gera í Reykjavík og Ísland. Skemmtileg bók og ekki bara fyrir útlendinga. Svo kom smá pása hjá mér fyrir jólatörnina. Í þeirri törn setti ég upp bækurnar Síbería, eftir Fritz Má Jörgensson, Paradísarborgin, eftir Óttar M. Norðfjörð, Síðustu dagar móður minnar, eftir Sölva Björn Sigurðsson, Vormenn Íslands, eftir Mikael Torfason, Magnús Eiríksson Reyndu Aftur, eftir Tómas Hermannsson, Jónas Kristjánsson Frjáls og Óháður, eftir Jónas Kristjánsson, Svínið Pétur, eftir Guðmund Steingrímsson, Jón Ólafur með dauðann á hælunum, eftir kikku, og svo Bíósaga Bandaríkjanna, eftir Jónas Knútsson.

biosaga-bandarikjanna_FINAL

Flestar þessara bóka eru komnar í dreyfingu eða eru að detta í dreyfingu á allra næstu dögum. Er hrikalega spenntur að fá Bíósögu Bandaríkjana (mynd fyrir ofan) í hendurnar. Í þeirri bók er að finna um 360 síður og hver einasta síða er frábrugðin þeirri næstu. Þannig að á hverri einustu síðu er eitthvað sem kemur lesandanum á óvart. Ég gluggaði í textann þegar ég var að setja upp bókina og held að þetta eigi eftir að verða frábær lesning. Ef við miðum við Bókatíðindi 2009 sem duttu í lúgur í dag eða gær þá setti ég upp 1,4% af jólabókunum í ár.

Posted on 18. November 2009 by Árni Torfason Read More
LJÓSMYNDUN

JINKA ZONAL HOSPITAL

Stuttu eftir áramót fór ég í ferð til Jinka sem er bær í Eþíópíu. Fylgdist þar sem störfum á spítalanum sem ber ábyrgð á svæði sem inniheldur hálfa milljón manns. Myndasaga frá mér birtist í Sunnudagsmogganum í dag þar sem tekin voru viðtöl við feðgana Sverri Ólafsson og Jóhannes Ólafsson. Þetta var merkileg lífsreynsla að fara þarna út og það er alveg frábært starf sem fer fram á þessum spítala. Þið getið séð fleiri myndir með því að fara inn á www.torfason.is.

2009-11-14-all-92

2009-11-14-all-94

Posted on 14. November 2009 by Árni Torfason Read More
ÍÞRÓTTIR LJÓSMYNDUN

Gunnar Nelson Íslandsmeistari í BJJ

Vaknaði klukkan 8:30 í gærmorgun á sunnudegi sem er auðvitað ekki sem á að gera. Þurfti að skafa í þokkabót. Myndaði hann Gunnar Nelson frá morgni til kvölds þar sem hann tók þátt í Íslandsmeistaramótinu í Brazilian Jiu-Jitsu. Þetta er annað árið sem mótið er haldið og var fjölgun keppenda ansi góð. Reyndar fækkaði aðeins í hópnum vegna veikinda… eða hræðslu við Gunnar Nelson. Það sáust ansi góðir taktar á þessu móti og fullt af fólki mætti til að horfa á. Eina sem vantaði fannst mér var veitingasala sem þeir hefðu stórgrætt á þar sem að eina sem hægt er að kaupa í Þróttaraheimilinu er kók í sjálfsala. Og eins og sannur Íslendingur þá átti ég ekki klink. Nóg af mér. Það var ekki við öðru að búast en að Gunnar myndi rúlla þessu upp sem hann og gerði. Hann vann flokkinn sinn (-81kg) sem og opna flokkinn örugglega. Fékk ekki stig á sig í öllum viðureignunum. Mun klára að ganga frá þessum myndadegi mögulega í vikunni og setja inn á torfason.is. Það er reyndar meira væntanlegt á torfason.is. Sagan mín frá Eþíópíu er nokkurn vegin klár þannig að hún kemur bráðlega líka.

GUNNAR NELSON

Hérna er videosamantekt frá mótinu sem er líka að finna inn á bardagi.is.

Posted on 9. November 2009 by Árni Torfason Read More
1 2