Archive

for October, 2009

LJÓSMYNDUN

ICELAND AIRWAVES bækur til sölu

Bókin mín með myndum frá Iceland Airwaves hátíðinni frá 2002-2006 verðu til sölu yfir Airwaves í Eymundsson bæði í Austurstræti og Skólavörðustíg. Og mögulega í Mál og Menningu á Laugaveginum. Mæli með að þið grípið ykkur eintak. Hún mun kosta skít á kanil eins og maðurinn sagði. Held að hún verði á um 700kr.

ICELAND AIRWAVES photographs by Árni Torfason

Posted on 14. October 2009 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Destroy this Mad Brute vs. VOGUE

Er að setja upp bók sem ber heitið Bíósaga Bandaríkjanna. Jónas Knútsson tók saman kvikmyndasögu Bandaríkjanna frá 1900-2000. Við erum að tala um hátt í 8 ár í vinnslu og þar af einhver 6 ár í Bandaríkjunum. Þetta verður virkilega áhugaverð lesning fyrir bíógrúskara og hina líka. Það er ein mynd í bókinni sem sýnir Amerískt áróðursplakat fyrir fyrri heimstyrjöldina. Á myndinni er api sem á að vera þýskur api. Hann heldur á kylfu sem stendur á “kultur” og gengur á ameríska jörð haldandi á hálf nakinni konu sem á mögulega að tákna “frelsið”. Virkilega flott plakat þarna á ferðinni og mögulega virkað eins og vindurinn á unga pilta sem vildu lúskra á brjáluðum Þjóðverjum. Þetta plakat minnti mig á mynd sem prýddi forsíðu VOGUE á sínum tíma þar sem var að finna LeBron James körfuboltakappa og ofurmódelið Giselle Bündchen.

lebron_as_brute2

Posted on 7. October 2009 by Árni Torfason Read More
ÍÞRÓTTIR LJÓSMYNDUN

Gunnar Nelson með gull og silfur á Pan Jiu-Jitsu No-Gi Championship í New York

Gunnar Nelson heldur áfram að gera frekar góða hluti í Jiu-Jitsu heiminum. Hann lenti núna um helgina síðustu í fyrsta sæti í sínum flokki og öðru sæti í opnum flokki á Pan Jiu-Jitsu No-Gi Championship í New York. Í úrslitum í opnum flokki lenti hann á móti Rafael Sapo sem er æfingarfélagi hans í Renzo Gracie Academy í New York. Þannig að það var kastað upp á hvor fengi gullið. Veit ekki afhverju það er. Vildi að gamni deila með ykkur tveimur myndum af þeim félögum að glíma á æfingu sem ég tók í desember í fyrra. Þetta var virkilega jöfn glíma og hefði getað dottið hvoru megin. Þannig að kannski var hlutkesti ekkert svo galin hugmynd þó svo að ég sé viss um að Gunnar hefði haft hann.

GUNNAR AND RAFAEL

GUNNAR AND RAFAEL

Posted on 6. October 2009 by Árni Torfason Read More
ÍÞRÓTTIR LJÓSMYNDUN

Gunnar Nelson kominn með Svarta Beltið

Það hlaut að koma að því að Gunnar Nelson yrði svartbeltingur. Gunni lenti í fjórða sæti í opnum flokki á ADCC 2009 í Barcelona og eftir það ákvað Renzo Gracie sem er víst afar strangur á beltagjöf að veita honum svarta beltið. Miðað við árangurinn sem hann er að ná í greininni er ekki spurning að hann á þetta skilið.

Það er ekki einfalt að ná svona langt í íþrótt sem þessari. Mikil og erfið vinna sem hefur farið fram hjá Gunnari. Eins og einhverjir vita þá fór ég til New York í Desember 2008 til að fylgjast með daglegu lífi og æfingum hjá Gunnari. Getið séð afraksturinn af þeirri ferð hérna.

_21O6946

Posted on 1. October 2009 by Árni Torfason Read More