Archive

for September, 2009

LJÓSMYNDUN

Eins forsíða á Mogganum og Fréttablaðinu

Það gerist nú ekki oft þó svo það gerist einstaka sinnum að bæði Morgunblaðið og Fréttablaðið eru með mynd á forsíðunni hjá sér sem eru nánast eins. Það gerðist í dag, daginn eftir 12-0 sigur Íslands á Eistneska kvennalandsliðinu. Myndirnar getið þið séð hérna fyrir neðan. Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu.

moggi-frettabladid2Kristinn Ingvarsson á myndina hjá Morgunblaðinu en Vilhelm Gunnarsson mynd Fréttablaðsins.

Posted on 18. September 2009 by Árni Torfason Read More
ÍÞRÓTTIR YOUTUBE

Adebayor traðkar á Van Persie

Var aldrei búinn að sjá atvikið þegar Adebayor traðkaði á Van Persie. Var í smá stund að finna þetta á netinu en fann að lokum. Nú er búið að dæma Adebayor í þriggja leikja bann fyrir bæði þetta og að hlaupa til Arsenal áhorfenda þegar hann skoraði. Ég segi nú bara ekki annað en hann hefði nú mátt fá lengra bann en þrjá leiki fyrir þetta brot á Van Persie. Augljós ásetningur þarna á ferðinni. Maður sér það best frá fyrsta sjónarhorninu að fóturinn er ekki bara að lenda á jörðinni heldur er hann að sparka honum niður.

Posted on 17. September 2009 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Eggvopnið í fyrsta skipti á mynd

Nú heyrir maður orðið eggvopn og les í ótal fréttum hérna á fróninu. Nokkur dæmi:

“Hvorugt hefur lagt fram kæru, en lögreglunni ber að rannsaka málið þar sem eggvopni var beitt.”

Hinn handtekni beitti eggvopni og var þolandinn fluttur á heilsugæslustöðina í…

“… og ógna og lemja með eggvopnum.

Nú hafa margir spurt sig væntanlega hvernig svona eggvopn lítur út. Mig grunaði fyrst að þetta væri eitthvað í líkingu við hníf… en þá hefði væntanlega bara verið einfaldast fyrir fréttafólkið að segja hnífur. Það væri svona eins og það væri að vera fjalla um kött en kalla köttinn klóartáslumjúkdýr. Þannig að niðurstaðan var að þetta væri ekki hnífur eða í líkingu við það. Ég grennslaðist fyrir og komst að þeirri niðurstöðu að eggvopn væri einskonar svipa með risastóru eggi á endanum.

eggvopn

Posted on 10. September 2009 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Spara með Myntu úti í garði

Ef þið eruð á þeim buxunum að nota myntu í matinn ykkar eða þá gerið mohító eins og enginn sé morgundagurinn þá getur verið gott að spara smá í myntukaupum því að mynta er sæmilega dýr eins og annað ferskt krydd. Planið er þetta.

1. Þið kaupið ykkur Myntu einu sinni úti í búð. Takið laufin af og notið hana í það sem þið ætlið að gera.
2. Klippið aðeins neðan af stilknum og setjið í vatnsglas. Vökvið reglulega. Allt í lagi að hafa svona 2-4 stilka í sama glasinu
3. Þegar það eru komnar rætur á stilkana þá er óhætt að setja út í garð í beð eða pott.
4. Nokkrum dögum eða vikum seinna ertu kominn með meira af myntu. Svo bara taka laufin af og það koma fleiri.

Ágætt að planta þessu fjarri grasi því ég hef heyrt um fólk sem er með allt morandi af myntu í grasinu og þar af leiðandi gossar upp góð myntulykt þegar það slær.

Veit ekki nákvæmlega hvernig mynta hefur það á veturna. En mögulegt skjól eða lítið gróðurhús þá ætti hún að lifa eitthvað áfram.

29.07.2009

07.09.2009

Posted on 7. September 2009 by Árni Torfason Read More
ALMENNT TÆKNI

2gb RAM í Mac Mini

Lenti í góðu veseni áðan að setja 2gb minni í Mac Mini-inn inni í stofu. Í honum voru 2 256mb kubbar en núna er kominn 2gb kubbur. Þvílíkur munur á hraðanum. Svo kemur Snow Leopard í hana um helginga sem eykur hraðan ennþá meira. Spennandi tímar framundan. Nota Mac Mini-inn til að horfa á video og svo til að horfa á boltann auðvitað. Kemur fyrir að maður browsi netið eða skoði myndir. Fínt að vera t.d. að velja myndir í svona stórum skjá. Hvað sem því skiptir þá lenti ég í töluverðum vandræðum að setja kubbinn í. Gekk nokkuð auðveldlega að opna tölvuna en svo kom að því að skrúfa. Skrúfjárnið sem sagt passaði ekki þannig að ég fór í Húsasmiðjuna að kaupa mér nýtt skrúfjárn. Gekk ágætlega að losa dótið og setja minnið í. Svo húrraði ég þessu öllu saman með hjálp Auðar og kveikti… ekkert gerðist. Það hafði losnað eitthvað drasl inni í tölvunni sem mér naumlega tókst að festa aftur. Áður en það gerðist eyðilagðist samt skrúfgangurinn í einni skrúfunni þannig að ég rétt svo náði að opna tölvuna. Núna er samt allt komið í lag og hún er á blússandi siglingu.

31.08.2008

Er að velta fyrir mér að kaupa ljós bakvið sjónvarpið inni í stofu. Veit einhver hvort það sé hægt að kaupa ljós sem tengist sjónvarpstækinu þannig að það kvikni á því þegar það er kveikt á sjónvarpinu? Annars er ég að pæla í einhverju svona sem fæst í IKEA.

Posted on 2. September 2009 by Árni Torfason Read More