Archive

for August, 2009

LJÓSMYNDUN

Saga verður til: Jinka Zonal Hospital

Er svona hægt og rólega á síðustu vikum búinn að fara í gegnum allar myndirnar sem ég tók á spítalanum í Jinka í Eþíópíu í byrjun árs. Búinn að koma mér upp ágætis ferli þegar ég er að búa til sögur. Felst í rauninni bara í því að fækka myndunum hægt og rólega. Núna eru myndirnar komnar niður í c.a. 50 myndir sem ég er búinn að prenta út. Byrja sem sagt að velja í tölvunni og þegar ég er kominn niður í c.a. 50 myndir þá prenta ég út og dreyfi fyrir framan mig. Ágætt að fá einhvern utanaðkomandi til að kíkja á söguna með sér. Fínt vegna þess að viðkomandi hefur ekkert séð af sögunni og er því þannig séð hlutlaus. Hef bæði notið góðs af Sigurjóni og Billa í þessum efnum.

Jinka Zonal Hospital

Posted on 16. August 2009 by Árni Torfason Read More
LJÓSMYNDUN

Top 10 Reykjavík and Iceland eftir dr. Gunna

Top 10 Reykjavík and Iceland sem Dr. Gunni skrifaði og ég, Auður og Billi sáum um að myndskreyta er komin í búðir. Kostar 2.490kr og er á ensku. Er hugsuð fyrir ferðamennina en ég held að Íslendingar ættu að geta haft gaman af henni líka. Það var allavega fullt þarna sem kom mér á óvart.

Top 10 Reykjavík

Næsta bók sem ég sé um uppsetningu á er bókin “Úrvalið” eða “The Selection” sem Einar Falur hefur yfirumsjón með. Við erum að tala um 13 bestu íslensku ljósmyndarana frá upphafi og þetta er ansi myndarleg bók. Eitthvað sem ljósmyndarar og annað áhugafólk um íslenska sögu ætti ekki að láta fram hjá sér fara. Bókin kemur út samhliða sýningu sem verður haldin fyrst í Listasafni Akureyrar og síðan í Hafnarborg í Hafnarfirðinum. Held að allir ungir ljósmyndarar á Íslandi ættu að skella sér á þessa sýningu og kanna bókina. Mikilvægt að þekkja sögu íslenskrar ljósmyndunar. Meira um það seinna þegar hún kemur úr prentun.

Posted on 16. August 2009 by Árni Torfason Read More
LJÓSMYNDUN

http://www.viewbookphotostory.com/

Sendi að gamni inn tvær ljósmyndaseríur á http://www.viewbookphotostory.com/

Viewbook PhotoStory 2009 challenges documentary and conceptual photographers around the world to create compelling stories with a linear series of photographs in an online gallery; photo stories that are judged by the public and an internationally renowned jury. Every professional photographer and emerging talent can enter and win publications and great prices.

Sendi annars vegar söguna um Gunnar Nelson sem ég gerði í New York. Getið séð hana hér. Hins vegar sendi ég inn Commercial Whaling seríuna mína sem þið getið skoðað hér. Ef þið viljið þá getið þið farið þarna inn og kosið hvað ykkur finnst gott og hvað ekki. Virkilega mikið af sögum þarna og margar hverjar ansi góðar.

viewbookphotostory

Posted on 10. August 2009 by Árni Torfason Read More
1 2