Archive

for June, 2009

SJÓNVARP

The Big Bang Theory

Mér var bent á The Big Bang Theory af henni Bjarnheiði. Þakka ég henni kærlega fyrir það þar sem þessir þættir eru gjörsamlega að hitta í mark á heimilinu. Þetta fjallar um 2 lúða sem búa saman og 2 lúðavini þeirra og svo sætu stelpuna á móti sem vinnur á The Cheescake Factory. Ég sé ýmislegt sem svipar til mín í þeim félögum. T.d. voru þeir að horfa á Battlestar Galactica. Ég var að byrja að horfa á season 3 og á 4 tilbúið. Sturtuhengið þeirra er Lotukerfið sem er sama hengi og hangir hérna á Kristnibrautinni. Svo er svona ýmislegt að týnast til eftir því sem líður á fyrstu seríuna. Mæli eindregið með að fólk tjékki á þessu ef það hefur ekki gert það nú þegar. Sérstaklega ef þú ert stærðfræðingur, ert hrifinn af Star Trek, átt lotukerfissturtuhengi eða bara almennt lúði inn við beinið.

The Big Bang Theory

Posted on 17. June 2009 by Árni Torfason Read More