Archive

for April, 2009

LJÓSMYNDUN

Gunnar Nelson, New York hjá Blurb

Setti upp bók hjá Blurb með sögunni sem ég gerði um Gunnar Nelson í New York. Pantaði mér eitt stykki sem er á leiðinni í pósti. Verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út. Pantaði í Hard Cover. Hef prufað Soft Cover hjá Blurb og það kom þokkalega fínt út. Hafði bókina líka í aðeins betri pappír en ég hef gert áður. Verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út. Mæli með að fólk kynni sér Blurb ef það hefur ekki gert það nú þegar. Getið kíkt á preview á bókinni með því að smella á borðann hérna fyrir neðan. Einnig ef þið viljið eintak af bókinni getið þið pantað hana af Blurb.

NEW YORK, DECEMBER …
By Árni Torfason
Posted on 24. April 2009 by Árni Torfason Read More
LJÓSMYNDUN

Gunnar Nelson á miðopnu Sunnudagsmoggans

Hafði samband við Morgunblaðið í byrjun síðustu viku eftir að Gunnar Nelson gerði sér lítið fyrir og sigraði á mjög sterku Jiu-Jitsu móti í Bandaríkjunum þar sem hann lagði mjög sterka andstæðinga. Bauð þeim upp á myndasögu sem ég gerði í desember á síðasta ári þar sem ég fylgdi Gunnari eftir á æfingum og í daglegu lífi í um viku í New York. Sendi þessa sögu meðal annars inn á sýningu Blaðaljósmyndarafélagsins sem er í Gerðarsafni en dómnefndinni fannst greinilega lítið til hennar koma. Mogginn tók afskaplega vel í þessa sögu og birtist hún í Sunnudagsmogganum í dag 5.apríl. Einnig birtu þeir tilvísun í söguna með stórri mynd á baksíðu Morgunblaðsins.

Gunnar er að mínu mati einn allra fremsti íþróttamaður Íslands og er að ná virkilega góðum árangur í sinni grein og synd að hann fái ekki meiri umfjöllun en þá sem hann hefur fengið hingað til. Vonandi breytir þessi birting Morgunblaðsins því eitthvað.

GUNNAR NELSON

Örlítið stærri útgáfu af sögunni er að finna á www.torfason.is.

Posted on 5. April 2009 by Árni Torfason Read More