Archive

for March, 2009

ÍÞRÓTTIR

Rooney útaf fyrir að drífa sig

Skelfilegur leikur áðan. Manchester að tapa hressilega dýrmætum stigum gegn Fulham. Byrjaði ekki vel með því að Scholes var rekinn útaf snemma leiks og þeir fengu víti sem þeir skoruðu svo sannarlega úr. Skiptir samt litlu máli fyrir lið eins og Manchester að vera manni færri en voru hressilega óheppnir með nokkur færi og markmannskvikindið hjá Fulham varði rosalega á köflum. Niðurstaðan 2-0 ósigur gegn liði sem á sæmilegum degi við eigum að klára léttilega. Hneyksli þegar Rooney var rekinn útaf fyrir að kasta boltanum hressilega til baka í átt að sínum eigin leikmanni til að vera fljótari að taka aukaspyrnu aftur sem dómarinn heimtaði að MUFC gerði. Dómarinn hálf þroskaheftur hélt að Rooney væri að reyna að myrða litla stúlku uppi í áhorfendapöllunum og gaf honum gult og rak útaf. Hneyksli verð ég að segja. MUFC mun kæra þetta og fá þetta afturkallað. Ekki spurning. Annars voru Chelsea svo góðir að tapa líka í dag sem er óskiljanleg góðmennska hjá svo góðu liði.

Ánægður með skotið hjá Tottenham eftir að leiktíminn rann út. Með þessu tapi sínu í dag, hjá Chelsea þ.e.a.s., þá eigum við ennþá góðan möguleika á að vinna titilinn. En eins og ég hef sagt áður þá hef ég engar áhyggjur af Liverpool.

Posted on 21. March 2009 by Árni Torfason Read More
ÍÞRÓTTIR

Meistaradeildin

Það var verið að ljúka við að draga í átta liða úrslitum í Meistaradeildinni. Reyndar líka dregið í undanúrslitin og úrslitin þannig séð. Sem er alltaf hresst. Gaman að sjá hvernig þetta þróast áfram. En svo var niðurstaðan:

Átta liða úrslit:

  • Villarreal CF vs. Arsenal
  • Manchester United vs. FC Porto
  • Liverpool vs. Chelsea
  • Barcelona vs. Bayern München

Fjögurra liða úrslit:

  • MUFC/Porto vs. Villarreal/Arsenal
  • Barcelona/Bayern vs. Liverpool/Chelsea

Úrslitaleikurinn:

  • Barcelona/Baeyrn/Liverpool/Chelsea vs. MUFC/Porto/Villarreal/Arsenal
Posted on 20. March 2009 by Árni Torfason Read More
LJÓSMYNDUN

PING PONG, KONSO

Jæja aðeins byrjaður að fara í gegnum myndirnar frá Eþíópíuförinni í janúar/febrúar. Getið fylgst hægt og rólega með á flickr síðunni minni.

PING PONG
© Árni Torfason 2009 – Ping Pong in Konso, Ethiopia.

THE BUTCHER
© Árni Torfason 2009 – The Butcher, Ethiopia.

RUNNING DANCE
© Árni Torfason 2009 – Running Dance, Ethiopia.

Posted on 17. March 2009 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

100 KALL Á HAUS

“Hugmyndin er einföld. Allir gefa 100 kr. á haus og útkoman verður stór. Allir gefa og við söfnum 32 milljónum. Náum við að fá alla til að taka þátt?”

Sameiginleg landssöfnun Rauða kross Íslands og Hjálparstarfs kirkjunnar hófst 16. mars. Einkunnarorð eru Stöndum saman og er safnað í þágu aðstoðar innanlands.

Um er að ræða símasöfnun þar sem hringt er í eitt númer 90 15 100, og þá dragast 100 kr. frá næsta símreikningi. Lögð er áhersla á að allir geti lagt sitt að mörkum burtséð frá afkomu og aðstæðum hvers og eins með því að hafa upphæðina þetta lága. Ef allir landsmenn standa saman ættu að safnast 32 milljónir króna til verkefna Rauða krossins og Hjálparstarfs kirkjunnar vegna efnahagsþrenginganna.

Posted on 17. March 2009 by Árni Torfason Read More
LJÓSMYNDUN

Myndir Ársins 2008

Fór í gær á opnunina á Myndir Ársins 2008 sem er haldin í Gerðarsafni. Þar sem ég yfirgaf land í byrjun árs og fór að dandalast í Eþíópíu ákvað ég að segja skilið við formennsku í Blaðamannafélaginu. Þannig að núna í ár fór ég í fyrsta skipti á sýninguna í 4 ár án þess að vita úrslit eða þekkja allar myndirnar í bak og fyrir. Það var öðruvísi tilfinning og aðeins afslappaðra. Þurfti ekki að halda neina ræðu eða hafa áhyggjur. Nýja stjórnin stóð sig afskaplega vel og frágangur og allt framúrskarandi. Prentunin hjá Chris var líka alveg 100% eins og vanalega.

Það voru ansar skiptar skoðanir á verðlaunamyndunum eins og vanalega. Það er auðvitað enginn með sömu skoðun á ljósmyndun þannig að það er mjög skiljanlegt. Moggamenn voru ansi duglegir í ár og tóku 7 af 10 verðlaunum sem er ansi góður árangur.

Dómnefndin var alíslensk þetta árið og það var greinilega að Ólympíuleikarnir, stjórnmálamenn, mótmæli og kvennalandsliðið átti hug og hjörtu þeirra.

Af vinningsmyndunum fannst mér Portrettmynd ársins skara fram úr. Þá mynd átti Júlli (Júlíus Sigurjónsson) hjá Morgunblaðinu. Júlli hefur verið duglegur að vinna til verðlauna undanfarin ár og þá sérstaklega í Fréttamynd Ársins flokknum og hugsa ég að hann hafi ekki átt von á að fá verðlaun í Portrett flokki.


© Júlíus Sigurjónsson

Vinningsmyndirnar getið þið séð hérna og væri gaman að heyra hvað fólki finnst um þær.

Á neðri hæð safnsins var Jim Smart með einkasýningu með svart/hvítum portrettum. Virkilega góð sýning þar á ferð enda alveg hreint frábært ljósmyndari. Mæli með að allir kíki á sýninguna sem er opin alla virka daga nema mánudag. Sýningin er í Gerðarsafni í Kópavogi eins og áður hefur fram komið.

Posted on 15. March 2009 by Árni Torfason Read More
1 2