Archive

for February, 2009

ALMENNT

“Hin Opinbera Vændishendi mbl.is”

Nú hef ég verið duglegur í gegnum tíðina að notfæra mér félaga mína og félugur í alls konar myndatökur. Vinir hafa dottið á forsíðuna á Fólkinu, sem var blað fyrir ungt fólk sem fylgdi mogganum. Fólk hefur bent út í loftið fyrir mig á 17.júní. Ofninn í brekkubænum varð heimsfrægur í lagnafréttum í fasteignablaðinu. Ýmsir hafa verið litlir kallar á landslagsmyndum. Tölvupósthólfið mitt var eitt sinn frægt þegar ég myndaði spam-ið sem safnaðist þar saman eins og enginn væri morgundagurinn á tímabili. Einhverjir hafa dottið inn á skemmtanalífsmyndir sem voru líka notaðar í Fólkinu… eitt það leiðinlegasta sem ég hef gert á ferlinum voru þær myndir. Fólk hefur klæðst takkaskóm að sparka í pilluglas til að tákna stera. Fólk hefur leikið fyrir mig alls konar tengt valentínusardeginum.

Það sem er samt skemmtilegast er að einn vinur minn er eins og hann orðaði það “Hin Opinbera Vændishendi mbl.is”. Var einhvern tímann sendur í það að mynda vændi á Íslandi. Eða sem sagt sviðsetja vændiskaup án þess að fólk myndi þekkjast að sjálfsögðu. Og var útkoman þessi mynd hérna fyrir neðan og er hún óspart notuð á mbl.is við fréttir tengdum vændi.

Viðbót. Ákvað að bæta við heimilisofbeldismyndinni sem palli talaði um í kommenti. Hann fór með stórleik í þeirri mynd.

Posted on 25. February 2009 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Addis til London, London til Reykjavíkur

Komum frá Addis á Laugardagsmorguninn. Ágætt að komast í smá siðmenningu. Eftir að hafa náð í töskurnar okkar fórum við á strætóstöðina og að sjálfsögðu rétt misstum af x26 strætónum okkar. Næsti kom eftir hálftíma þannig að við settumst aftur inn í 0°C sem er náttúrulega allt of kalt miðað við 30-40°C. Keyptum okkur heitt súkkulaði sem bjargaði okkur alveg. Hlín og Billi sóttu okkur á strætóstöðina sem við fórum út á. Gott að fá hjálp með farangurinn. Tærnar þokkalega að detta af þegar við komum heim til Billa enda bara í Converse skóm sem er góður kostur í frostinu. Fengum massa hádegismat hjá þeim og te. Já maður er dottinn í teið eftir afríkuferðina. Fórum svo á matarmarkað og keyptum parmaskinku, mozzarella og fetaost. Fórum svo aðeins heim og Billi bakaði brauð. Keyptum svo lambalæri og góðgæti í búð hérna rétt hjá og svo var massa góður kvöldmatur. Svo var ágætt að komast í háttinn eftir lítinn svefn nóttina áður í fluginu frá Addis. Í dag var það mozarella, parmaskinka, pítubrauð, egg og mæjónes í hádegismat. Erum að leggja í hann að skoða okkur aðeins um í Londoninni.

Við að borða hjá Hlín og Billa. Hlín takaði myndina.
© Hlín Finnspoppi.Við að borða hjá Hlín og Billa.

Mætum á frónið á þriðjudagskvöldið næsta, 17.febrúar. Spennó.

Posted on 15. February 2009 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Jinka Hospital

Er sem sagt kominn til Jinka sem er í suðurhluta Eþíópíu. Fór til Addis svo til Arba Minch og þaðan til Woito sem er c.a. 2 tíma akstur frá Jinka. Þar gisti ég hjá íslenskum kristniboðum sem tóku virkilega vel á móti mér. Myndaði þar í 2-3 daga og fékk svo fra með norskum kristniboðum sem voru á leiðinni til Jinka. Assgoti gott að vera kominn til Jinka á einhvern stað sem ég verð í smá tíma. Hægt að pakka úr töskunum sem er betra. Talaði við yfirmennina á spítalanum sem Auður og Björg eru að vinna á og fékk leyfi til að mynda alla vikuna sem ég verð hérna. Mjög hjálpsamir. Það er virkilega áhugavert starfið sem er unnið hérna. Við erum að tala um að það er bara einn Eþíópískur læknir hérna og svo er reyndar einn norsk/íslenskur læknir hérna sem er að vinna hérna á skurðdeildinni.

Í dag voru 3 bráðakeisaraskurðir, 1 lappauppskurður, kippa einhverjum í lið og alls konar fleira. Þannig að það er nóg að gerast. Fáið að vita meira af lífinu hérna á spítalanum í Jinka þegar ég kem heim. Alveg merkilegt hvernig hlutirnir hérna eru öðruvísi en heima. Það er t.d. vatnsskortur hérna í Jinka sem flestir ættu að gera sér grein fyrir er slæmt fyrir spítala.

Posted on 2. February 2009 by Árni Torfason Read More