Archive

for January, 2009

SJÓNVARP

Þættir sem hafa farið framhjá mér

Ef það vill svo skemmtilega til að það sé einhver þarna úti sem getur bent mér á þætti sem ég höf gjörsamlega farið á mis við þá yrði ég afar þakklátur. Það síðasta sem ég hef verið að átta mig á allt of seint er annars vegar Stargate Atlantis og hins vegar It’s Always Sunny in Philadelphia. Þannig ef þú lumar á einhverju rosalega hressu sem þú telur að ég hafi ekki séð þá máttu endilega kommenta.

Posted on 8. January 2009 by Árni Torfason Read More
KVIKMYNDIR

B-mynda maraþon!

Er búinn að taka þriggja mynda b-mynda maraþon. Byrjaði í gær á því að skella mér í Bangkok Dangerous með Nicholas Cage í aðalhlutverki. Fjallar um launmorðingja sem er að mixa síðasta verkefni sitt í Bangkok og er að þjálfa einhvern gaur og alveg svakalega hresst. Man ekki einu sinni hvort ég horfði á hana eða sofnaði yfir henni á endanum. Skiptir eiginlega engu máli því hún var það slæm að mér er algjörlega sama hvort heldur sem er.

Tók svo í dag tvær myndir. Er að horfa á þá seinni núna. Fyrri myndin var Death Race með Jason Statham í aðalhlutverki. Töluvert betri en Bangkok vitleysan en samt algjör b-mynd. En munurinn á henni og Bangkok að ég hafði alveg lúmskt gaman af henni. Fangelsi og kappakstur og lemja og sprengja. Ágætis skemmtun. Ég allavega sofnaði ekki yfir henni. Seinni myndin sem ég er að byrja á núna skartar engum öðrum en Vin Diesel í aðalhlutverki og heitir Babylon A.D. Plottið er svo slæmt að ég er við það að hætta við að horfa á hana. Greinilegt að það er erfiðara en að segja það að taka svona þrjár á tveimur dögum.

Spurning dagsins er þessi: Munið þið eftir einhverjum annað hvort virkilega slæmum b-myndum eða þá sem hafa komið á óvart og hreinlega verið góðar. B-mynd þarf ekki endilega að vera léleg mynd. Það er mikill misskilningur.

Posted on 6. January 2009 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Einn í liði til 22.janúar

Ég verð einn í liði næstu þrjár vikurnar tæpar þar sem Auður datt til Afríku 3.janúar. Nánar tiltekið er hún í Eþíópíu að vinna á spítala næstu 6 vikurnar. Ég fer síðan út 22.janúar og verð í þrjár vikur að taka myndir. Fer á sama stað og hún verður til að byrja með en fer svo áfram á fleiri stað að mynda. Segi ykkur nánar frá því síðar. Er búinn að redda aðila til að vera hérna og passa húsið og Hnetu.

Annars er ég að reyna að klára að ganga frá myndasögunni sem ég gerði í New York. Ætti að vera klár í vikulok í síðasta lagi.

Um helgina fór ég til Páls E. og ásamt Bjartmari spiluðum við borðspilið Zombies!!! sem er algjör snilld. Fyrir fólk sem hefur gaman af því að spila borðspil ætti alveg að tjékka á því. Borðið breytist í hverju spili þannig að þetta er mjög fjölbreytt.

Posted on 5. January 2009 by Árni Torfason Read More
1 2