Archive

for December, 2008

ALMENNT

29.nóv til 7.des

Það hefur ansi mikið gerst síðustu vikuna. Fór til Barcelona í þessa Gillette ferð sem ég vann. Hitti þar Thierry Henry. Á meðan ég var að bíða eftir að fá að hitta hann þá labbaði Lionel Messi framhjá mér og nokkrum þjóðverjum sem höfðu líka unnið ferðina. Ég pikkaði í þá til að láta þá vita að hann væri að labba framhjá á töflum og stuttbuxum. Þeir gjörsamlega misstu andlitið eins og þeir hefðu séð ókeypis mat labba framhjá. Þar sem allir vita að margir þjóðverjar eru hressir ef þeir fá eitthvað frítt. Eins og í morgunmatnum þá voru þeir doldið að taka með sér til að eiga seinna um daginn.

Ferðin heim til Íslands var helvíti á jörðu. Ég mætti á flugvöllinn um 8. Átti flug 10:10 til Amsterdam og svo til Íslands 13:00. Átti að vera mættur á frónið 15:30. Flugvélin bilaði í Amsterdam og komst því aldrei til Barcelona. Ég beið í röðum í svona klukkustund áður en ég komst að því að ég þurfti að fara í aðra röð. Beið þar í sovna 30mín. Mér var tilkynnt að ég ætti flug til London 18:25 og svo lenda í Keflavík 23:55. Þegar ég var búinn að dunda mér allan daginn á flugvellinum annaðhvort að horfa á eitthvað í tölvunni eða hlaða hana inni á klósetti því það eru engar innstungur annars staðar þá komst ég um borð í vélina. Vel þreyttur og ég sofnaði eins og skot. Vaknaði síðan við tilkynningu þar sem sagt var að vélin væri biluð. Fór til baka náði í töskurnar á aftur í röð. Beið í röð í svona 45mín og þá sagt að fara í aðra röð. Ekki svo gott skipulag á fólkinu þarna á vellinum. Fékk að vita að ég þyrfti að gista aðra nótt í Barcelona. Var keyrt á hótel sem ég gat borðað og sofið. Vaknaði 6:15 og var mættur út á flugvöll um 7:00. Náði flugi til London 2 tímum seinna og svo flugi til Íslands um 13:00. Mættur til Íslandsins sólarhring seinna en ég átti að gera 16:45. Viðbjóður aldarinnar.

Var heima í nokkra daga. Jólaskreytti og borðaði. Svo var ferðinni heitið aftur út á flugvöll í gær, laugardag.

Eldingu sló niður í vélina sem kom frá New York þannig að kalla þurfti til nýja vél. Klukkutíma seinkun þess vegna. Var mættur til New York 6 tímum síðar. Tók lestar til Sigurjón. Var kominn til hans 1,5 tímum eftir að ég lenti. Er skuggalega veikur. Veiknaðist heldur betur heima á fróninu og er ekki enn búinn að ná þessu úr mér. Snýtti mér svona 100 sinnum í vélinni og 100 sinnum eftir að ég kom til Sigurjóns.

Stefnan næstu daga er að taka myndir. Heimkoma áætluð morguninn 16.des. Yfir og út.

Posted on 7. December 2008 by Árni Torfason Read More