Archive

for November, 2008

ALMENNT

Mind your Step!

Er að bíða eftir flugi frá Amsterdam til Barcelona á flúvellinum í Amsterdam. Þar sem ég sit og næ neti er ég ansi nærri svona færibandi sem fólk getur labbað hratt á. Sumir halda að þetta sé samt bara tjillstaður fyrir það og lætur sig renna eftir þessu á minni hraða en almennt fólk labbar. Það fólk á bara að vera heima hjá sér. Allavega þá í hvert einasta skipti sem einhver kemur nálægt færibandinu heyrist í kallkerfinu sem er aðeins nær mér heldur en færibandið “Mind your step!”. Þeir í Amsterdam ætla greinilega ekki að láta nappa sig að eitthvað gamalmennið detti og missi hendurnar og kæri svo flugvöllinn. Núna er einmitt að koma fólk úr flugvél og allir ætla að notfæra sér þetta. Þannig að þangað til að ég má boarda flugvélina mína eftir svona 20mín þá mun ég heyra nýjasta lagið með júgenhagenamsterdamus “Mind your step!”

Annars læt ég aftur í mér heyra í kvöld þegar ég er kominn á hótelið í Barcelona og veit nánar hvað planið verður.

Annars fattaði ég þegar ég var kominn út á flugvöll í Keflavík að mig rámaði eitthvað í að ég átti að koma með mynd af mér til Barcelona. Þannig að ég nýtti tímann vel hérna í Amsterdam inni í svona passaljósmyndabás. Þannig að næst þegar ég er spurður hvort ég hafi komið til Amsterdam þá get ég svarað “Kíkti þar rétt við í passamyndatöku og fór svo.” Yfir og út.

Posted on 29. November 2008 by Árni Torfason Read More
ÍÞRÓTTIR

Benítez gáfaður maður

Ég verð að hrósa Rafael Benítez, knattspyrnustjóra Liverpool, fyrir að segja í viðtali að hann mun ekki fagna fyrr en munurinn á næstu lið verði 20 stig í úrvalsdeildinni þeirri ensku. Eins og staðan er í dag þá eru Liverpool og Chelsea jöfn í efsta sæti deildarinnar með 29 stig, Arsenal í þriðja sæti með 23 stig og svo MUFC í því fjórða með 21 stig en á leik til góða. Segjum að þeir vinni hann og þá eru þeir komnir í þriðja sætið með 24 stig. Það er smá áhyggjuefni fyrir MUFC menn að Chelsea sé fyrir ofan okkur en ég hef minna en engar áhyggjur af Liverpool. Þeir eru einfaldlega ekki það góðir til að halda þetta út. Mín spá er sú að deildin endi c.a. á þennan veg.

1. MUFC (88 stig)
2. Chelsaea (86 stig)
3. Arsenal (78 stig)
4. Liverpool (75 stig)

Þannig að Liverpool áhangendur sem eru eitthvað að íhuga það að fagna Englandsmeistaratitli í ár geta gjörsamlega gleymt því. Bara svona svo þetta sé á hreinu.

Posted on 10. November 2008 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Sturla vörubíll með góða setningu

„Við erum allir gjaldþrota menn hérna, þannig að við höfum ekkert annað að gera en að reyna að krefjast einhvers,” segir Sturla Jónsson. Lýsandi setning fyrir mótmælaaðgerðir hjá vörubílstjórum um mánuðinn. Þeir voru doldið í því að grefjast bara einhvers. Ekkert svo að vita hverju þeir voru að mótmæla eða afhverju. Virðist vera sem að vörubílstjórar hafi tekið alls konar lán fyrir bílunum sínum sem þeir eru ekkert að geta borgað af. Og þar af leiðandi á leiðinni á hausinn.

Annars veit ég ekki alveg hvað er planið hjá fólki með þessum mótmælum sínum. Heldur einhver að eitthvað breytist ef Davíð verður rekinn sem Seðlabankastjóri? Heldur einhver að eitthvað breytist ef Vinstri Grænir verði við völdin? Finnst að fólk eigi að einbeita sér að sínum málum og reyna finna lausnir í staðinn fyrir að vilja endalaust kenna einhverjum um hlutina. Nenni ekki að fara nánar í þessa sálma þar sem að krepputal og væll er það allra leiðinlegasta sem ég hlusta á þessa dagana. Og það virðast allir vita best og mest og vissu alveg hvað myndi gerast og Davíð burt!

Posted on 3. November 2008 by Árni Torfason Read More