Archive

for October, 2008

NETIÐ

Sportid.is í algjöru rugli

Ég var spurður um daginn hvort að sportid.is hefði leyfi að nota myndi eftir mig. Ég svaraði því að sjálfsögðu neitandi. Sá að þeir voru að nota mynd eftir mig með frétt um að Leifur Garðarsson væri orðinn þjálfari Víkings. Ég sendi þeim fyrirspurn og spurði hvort þeir hefðu keypt myndina í gegnum myndasafn mbl.is. Stuttu seinna þá voru þeir búnir að skipta út myndinni en svöruðu mér ekki. Sem er mjög dónalegt verð ég að viðurkenna. Fyrst að stela mynd og svo ekki biðjast afsökunar. Ég fór í málið ásamt þeim sem benti mér á að þeir væru að stela myndum. Það var talað við mbl.is, reuters og getty. Allt myndaþjónustur sem þeir voru að stela myndum af. Svo sá ég mér til mikillar gleði þessa tilkynningu frá eigendum sportid.is um að kvörtun hafi borist frá mbl.is og þeir væru hættir öllum fréttaflutningi af mbl.is.

Það gengur ekki á litla Íslandi að stela myndum án þess að vísa rétt í þær án þess að fólk geri athugasemd. Mæli eindregið með því að fólk sniðgangi þennan vef. Allavega þeir sem eru ljósmyndarar. Og hvet fólk ekki til að gerast ljósmyndarar fyrir þá. Þar sem þeir koma svona fram við ljósmyndara.

Posted on 3. October 2008 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Ásdís Rán er ekki fréttaefni!

Er fólk almennt sammála mér um að þessi fréttaflutningur af Ásdísi Rán, fyrst á visir.is og síðan á mbl.is, sé kjánalegt fyrirbæri. Þetta byrjaði allt með að hún var að taka þátt í undankeppni fyrir einhvern raunveruleikaþátt sem hún síðan komst í. Og síðan þá hefur verið stanslaus fréttaflutningur um hana sem er óskiljanlegur. Þetta er svona Parísar Hilton dæmi eitthvað. Fræg fyrir ekki neitt. Hérna eru nokkrar fyrirsagnir af visir.is og mbl.is:
- “Síðasti dagurinn til að kjósa Ásdísi
- “Ásdís byrjuð að fagna
- “Ásdísi boðið að hanna gallabuxnalínu
- “Hefner vill Ásdísi í Playboysetrið
- “Ásdís Rán missti af Hefner
- “Ásdís Rán hitti Steve úr Beverly Hills” (Ég hitti líka Árna rafvirkja sem á heima við hliðina á mér fyrr í vikunni. Ekki kom frétt um það)
- “Ásdís Rán: Garðar negldi feitan díl
- “Ásdís Rán í blaðamennsku
- “Ásdís Rán orðin heimsfræg í Búlgaríu” (Getur maður verið heimsfrægur í einu landi?)
- “Ásdís nýtir sér vinsældir í Búlgaríu
- “Ásdís Rán blekkir búlgarska blaðamenn” (fyrir einhvern sem virðist elska athygli er það furðulegt dæmi)
- “Ásdís Rán á batavegi, ræðir við módelskrifstofur
- “Ásdís Rán í Monitor
- “Ásdís Rán tekur það rólega næstu mánuði” (ég tek því yfirleitt alltaf rólega líka)

svo til að toppa þetta algjörlega var fyrirsögn á mbl.is sem hljóðaði svona: “Ásdís Rán skrifaði á blogg sitt í gær

Nú ætla ég ekki að dæma hana Ásdísi eitt eða neitt. Getur vel verið að þetta sé ágætasta stúlka en hún virðist ekki vera það merkilega að það þurfi að flytja af henni daglega og jafnvel stundum klukkutímalega fréttir af öllu sem hún gerir. Trúi visir.is að standa í þessu með allar sínar -myndir fréttir en mbl.is… þetta er slæmt fyrir ykkur. Virkilega slæmt. Skamm!

Posted on 3. October 2008 by Árni Torfason Read More
1 2