Archive

for October, 2008

ALMENNT

Árið 2005 komið aftur

Lenti í hressleika í vikunni. Hélt um stundarsakir að ég væri gjörsamlega búinn að tapa 2005 myndasafninu mínu. Fór loks í það að taka nýja Drobo-inn í notkun og færa öll myndasöfn frá 2001-2007 þangað. Svo kom að því að færa 2005 og það gjörsamlega fannst hvergi. Er alltaf með 2 harða diska backup af öllum myndunum mínum. Kom í ljós að Lacie diskarnir sem ég keypti fyrir nokkrum árum síðan voru meira og minna allir farnir að klikka. Náði engan veginn sambandi við nokkra diska þannig að ég náði mér í skrúfjárn og dúkahníf og tók einn Lacie diskinn í sundur og tengdi diskinn beint við tölvuna. Virkaði fínt og náði þar af leiðandi 2005 safninu hennar Auðar. Mitt safn ennþá týnt. Fékk ráðleggingar hjá honum Pétri að ná mér í EasyRecovery Professional og það reyndist bjargvættur. Fór þar í eitthvað sem heitir “Format-Recovery” þar sem er hægt að recovera af diskum sem er búið að formata. Hafði sem sagt formatað Lacie disk sem ég hélt að væri tómur þar sem Windows sagði mér það. Tók ekki nema heilan sólarhring í það heila að ná gögnunum en það virkaði svona líka fínt.

Svona er því skipulagið núna fyrir áhugasama:
DROBO1:
- 2007, 2008 óunnar myndir (ARCHIVES)
- 2006, 2007, 2007 verkefni (JOBS)
- 2001-2008 unnar myndir (POOLS)
- Allar myndir sem ég hef skannað inn
- Sitthvað fleira smádótarí sem ég er að vinna með núna

DROBO2:
- 2001-2007 óunnar myndir (ARCHIVES)
- 2001-2007 verkefni (JOBS)

WD500GB-2006A og 2006B: (sem sagt 2x backup af 2006)
- Western Digital 500GB utanáliggjandi diskur
- Allt sem ég hef gert 2006. ARCHIVES, JOBS, POOLS

WD500GB-2007A og 2007B: (sem sagt 2x backup af 2007)
- Western Digital 500GB utanáliggjandi diskur
- Allt sem ég hef gert 2007. ARCHIVES, JOBS, POOLS

WD500GB-2008A:
- Western Digital 500GB utanáliggjandi diskur
- Allt sem ég hef gert 2008. ARCHIVES, JOBS, POOLS

Þegar 2008 er búið versla ég síðan annann WD500GB disk þar sem verður að finna afrit af 2008A.

Drobo1 er að finna hérna hjá tölvunni. Drobo2 er hins vegar í gangi niðri í geymslu. Geymi líka 2006A, 2007A og 2008A niðri í geymslu. 2006B og 2007B eru síðan geymdir annars staðar. Er svo að vinna í því að taka eitt auka afrit af 2001-2005 sem verður geymt með 2006B og 2007B.

Myndirnar mínar eru síðan flokkaðar svona:

 • ARCHIVES
  • 2008
   • 01_januar, 02_februar og svo framvegis
    • 2008-01-17_sturla-matreidslumeistari
 • JOBS
  • 2008
   • Loftleiðir
    • TF-FIA
 • POOLS
  • NIKON (skann úr nikon skannanum)
  • PHOTOPOOL (myndir sem ég er búinn að vinna)
   • 2006
   • 2007
   • 2008
  • SMALLPOOL (litlar myndir fyrir netið)

Meira var það ekki í bili.

Posted on 31. October 2008 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Vann ferð til Barcelona. Búja!

Congratulations! You have won the chance to meet Thierry Henry in Barcelona!

Fékk símtal um daginn frá Gillette á Íslandi þar sem mér var tilkynnt að ég hefði unnið í leik sem ég tók þátt í sumar. Leikurinn fólst í því að maður átti að staðsetja bolta á ljósmynd. Vinningurinn er flug til Barcelona 29.nóvember næstkomandi og aftur heim 2.desember, hótelgisting og hittingur með Thierry Henry, leikmanni Barcelona. Flýg út á laugardegi, tjill á sunnudegi, á mánudeginum er þétt dagskrá þar sem verður meðal annars skoðaður Nou Camp og hittingur með Henry. Ég man þegar ég tók þátt í þessum leik að ég var ekkert ofboðslega spenntur fyrir vinningnum. Hafði meira gaman af því að finna út hvar boltaskrattinn átti að vera á myndinni. En að sjálfsögðu neitar maður ekki frírri ferð til Barcelona. Var að vonast til að það yrði farið á leik með Barcelona en það virðist nú ekki vera á planinu. Sýnist að þeir eigi leik gegn Sevilla úti og þar sem Sevilla er hinu megin á Spáni þá er ólíklegt að maður nenni að standa í því að redda sér þangað. Þetta verður allavega hressandi ferð. Er að pæla að spyrja Henry hvort hann geti áritað Manchester treyju og láta hann skrifa á hana Eric Cantona. Jafnvel láta líta út fyrir að ég haldi að hann sé Eric Cantona og spurja hvort hann muni ekki eftir þegar ég hitti hann á æfingarsvæðinu hjá Manchester 1996. Sjá hvort hann verði ekki hress með það. Hugsa reyndar að ég verði þá formlega rekinn úr þessari ferð þannig að þetta er kannski ekki svo gáfulegt.

Posted on 24. October 2008 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

AP og bókagerð

Frá því á þriðjudaginn í síðustu viku hefur gjörsamlega verið bókuð dagskrá hjá mér frá morgni til kvölds. Byrjaði allt með því að á þriðjudagsmorgun hringdi myndstjóri frá AP í mig og spurði hvort ég gæti myndað efnahagsástandið á Íslandi. Sagði mér að það hefði komið til landsins blaðakona deginum áður og hana vantaði ljósmyndara með sér í hin og þessi verkefni. Ég játti því að sjálfsögðu. Fór á daglegu blaðamannafundina, myndaði nokkur bankaútibú, bílasölur, fólk, kráarlíf og daglegt líf. Það fór meira og minna allur dagurinn í þetta með smá pásum. Blaðakonan fór síðan seinnipartinn á föstudaginn enda allt saman að róast svona nokkurn veginn. Ég passaði mig á því að reyna að segja henni svona það helsta sem var að gerast í fjölmiðlunum hérna og reyna að pota að henni alls konar sniðugu efni eins og að ég, ásamt 5000 öðrum íslendingum, væri orðinn vinur Pútins á facebook. En ég forðaðist það eins og heitan eldinn að segja henni frá einhverju sem gæti komið sér illa fyrir Íslandið. Datt t.d. ekki til hugar að segja henni hvað Davíð Oddsson sagði um skuldir bretanna í Kastljósinu.

Það var ánægjulegt þegar myndstjórinn hringdi í mig og tilkynnti mér að ég ætti forsíðuna á The International Herald Tribune sem er temmilega stórt blað. Annars virðast myndirnar hafa farið víða enda varla til land í heiminum þar sem ástandið er í meira rugli en hérna. Fólk var greinilega mis ánægt með að myndir af því færu út um allan heim eins og þessi ljóti hálfviti tjáði Mbl.is.

Og svo á milli þess sem ég var að taka myndir var ég að setja upp mína fyrstu bók. Ekki bók eftir mig heldur rithöfund. Var í því að setja upp kápuna sem og allan texta í bókina. Fyrsta skipti sem ég geri eitthvað svona og mikið og margt sem ég lærði af þessu. Var virkilega skemmtilegt verkefni sem er að klárast á morgun ef allt fer eins og það á að fara. Verður afar gaman að sjá endanlega útgáfu. Læt ykkur vita nánar um þetta verkefni þegar bókin er komin úr prentun og farin í sölu.

Posted on 14. October 2008 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Helgi Seljan fífl og dóni?

Sá grein á visir.is áðan sem ber fyrirsögnina “Forsætisráðherra kallar Helga Seljan fífl og dóna“. Í fréttinni stendur að á fundinum hafi Helgi Seljan reynt að bera fram spurningu en að Geir hafi gripið fram í fyrir honum og lokið fundinum. Síðan hafi Geir heyrst hvísla að Urði Gunnarsdóttur upplýsingafulltrúa að Helgi væri fífl og dóni. Ég stóð akkúrat hinu megin í salnum þannig að ég heyrði ekki hvort að Geir hafi látið þessi orð falla í garðs Helga. En það er nokkuð sem er alrangt í þessari frétt og það er að Geir hafi gripið fram í fyrir honum. Þvert á móti var það dóninn hann Helgi sem var að grípa fram í fyrir Geir. Geir tilkynnti að síðustu spurninguna fengi Halla, blaðamaður Morgunblaðsins. Eftir það hrópar Helgi spurningar í átt að Geir þegar hann er að ganga í burtu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Helgi getur ekki stoppað spurningaflóðið sitt. Einnig heyrði ég Helga kalla forsætisráðherrann okkar alls konar ljótum nöfnum þegar Helgi yfirgaf Iðnó eftir fyrsta blaðamannafundinn.

Svo kom það fyrir á blaðamannafundinum í gær að síminn hans Helga hringdi tvisvar sinnum á meðan Geir og Björgvin voru að svara spurningum og það hressilega hátt. Dónaskapur verð ég að segja.

Ef Geir hefur látið þessi orð falla þá sé ég bara ekkert athugavert við það. Aldrei talist ókostur að segja sannleikann.

ECONOMIC CRISIS

Posted on 9. October 2008 by Árni Torfason Read More
1 2