Archive

for September, 2008

ALMENNT YOUTUBE

Strætó fer sínar eigin leiðir

Var á leiðinni í myndatöku í dag. Var staddur á ljósunum hjá Aktu Taktu. Er að fara að beygja til vinstri eins og margir aðrir ökumenn. Fremstur var traktor sem keyrði ekkert rosalega hægt, fyrir aftan hann var einhver bíll og fyrir aftan hann var ég. Svo sé ég að fyrir aftan okkur kemur strætóbifreið. Strætóbílstjórinn var greinilega eitthvað svekktur að það væri hægfara traktor að vesenast þarna þannig að hann tók sig bara til og fór á “fara beint” akreinina eins og ég kalla hana, beygði svo bara hressilega í veg fyrir traktorinn og tók vinstri beygju. Eru einhver lög um að strætóbílstjórar þurfi ekki að fara eftir reglunum eins og annað fólk. Ég veit að það eru til hinir ágætustu strætóbílstjórar en oftar en ekki eru þetta einhverjir mannskemmandi ökufantar sem skemmta sér konunglega að svína á traktor og annann á stóru gulu bananavögnunum sínum.

Posted on 4. September 2008 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Klipping hjá nýjum klippara

Klippikonan mín fyrrverandi, Gríma, flúði til Kaupmannahafnar og verður þar næstu árin hugsa ég. Þegar ég frétti þetta fór ég strax að svitna. Ég er mjög erfiður þegar það kemur að því að skerða hár mitt. Ég hef verið meira og minna hjá henni Grímu frá því að ég fæddist. Hún er oft að segja sögur þegar ég kom til hennar 2 ára gamall, þurfti þá að sitja á svona megapúða í stólnum ég var svo lítill, að ég hafði fáránlega sterkar skoðanir á því hvernig ég vildi vera klipptur. Leiðbeindi henni nákvæmlega hvernig allt átti að vera gert og yfirleitt var það ekkert tengt því hvernig tískan var. Ég var sem sagt ekki einn af þeim sem fór með mynd af John Stockton og sagðist vilja vera þannig. Man einu sinni að hún Gríma fór í barneignarfrí og þá þurfti ég að finna mér annan klippara og fór á einhverja stofu í Árbænum. Þegar konan var hálfnuð að klippa mig treysti ég henni ekki lengur í þetta því hún var gjörsamlega að klúðra hlutunum og ég stöðvaði hana og labbaði út. Man ekki hvað ég var gamann. Held að það hafi verið eftir það í fyrsta skipti sem ég snoðaði mig.

Fór allavega til nýs klippara í dag. Fyrir valinu varð hann Alli hjá Kompaníinu hársnyrtistofu og hann fær A+ og hann á von á mér aftur.

Posted on 2. September 2008 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4