Archive

for September, 2008

ALMENNT

Visir.is ekki minni menn en mbl.is

Það tók ekki langan tíma fyrir visir.is að gera eins og mbl.is að bjóða upp á að hægt sé að deila fréttum með vinum sínum á facebook.com. En þeir hjá visir.is fundu leið til að láta þetta líta út fyrir að þeir hefðu fengið þessa hugmynd en ekki bara stolið henni af mbl.is. Þeir t.d. tala um að “deila með félögum” en ekki “deila með vinum. Þeir hafa líklegast líka legið lengi yfir fyrirsögninni. Hafa jafnvel leitað í reynslubanka þeirra hjá DV. Mbl.is fyrirsögnin er svona: “Fréttir mbl.is á Facebook“. En visir.is fyrirsögnin er “Vísisfréttir á Facebook“.

Ég hef tekið þá ákvörðun að það verði ekki valkostur hjá mér að deila skrifum mínum á facebook. Hins vegar mun ég senda einu sinni í mánuði einum aðila úr þjóðskránni bréfpóst með slóð á eina ákveðna frétt. Þetta mun auka lesturinn svo um munar. Áfram eltingaleikur hjá mbl.is og visir.is.

Annars finnst mér hvorugur vefurinn vera að gera nógu góða hluti. Fullt af tækni sem er hægt að notfæra sér á svona vefsetri sem er ekki að notfærast.

Posted on 9. September 2008 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Cristiano Ronaldo spilaði með Old Trafford

Ég held áfram að skemmta mér yfir “myndir” fréttunum á visir.is. Mögulega aftur Ellý Ármanns sem var við þýðingarstörf þegar hún þýddi þessa frétt sem ég læt fylgja brot úr fyrir neðan.

“Bílnúmer Ronaldo er: CR7, sem er skammstöfun á nafni hans og treyjunúmeri þegar hann spilaði með Old Trafford.”

Hefur mögulega staðið í ensku fréttinni að hann spili númer 7 á Old Trafford. En blaðamaðurinn veit ekki betur og heldur að hann hafi einu sinni spilað með fótboltaliði sem heitir Old Trafford. Það er annað sem mér finnst frekar fyndið og það er að það er búið að blura bílnúmerið á mynd sem fylgir fréttinni. Fréttin fjallar samt um að nýja bílnúmerið hans er CR7.

Nýji bíllinn hans CR

Posted on 4. September 2008 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4