Archive

for September, 2008

ALMENNT

Sjónvarpsþættir komnir á skrið

Það er nóg að gera í sjónvarpsþáttum fyrir þá sem eru með gervihnött. Hérna er listi yfir nokkra hressa og mögulega óhressa. Allir ættu að geta fundið sér eitthvað hresst til að fylgjast með.

Prison Break
Prissó eins og margir vilja kalla þættina eru byrjaðir aftur. Búnir fjórir þættir af fjórða sísoni. Skófíld mættur aftur temmilega hress. Þessi þáttaröð er aðeins frábrugðim þeim fyrri. Hann er ekki fastur í fangelsi og ekki að flýja heldur að hjálpa löggunni að ná einhverjum lista frá vondu köllunum. Og til að hjálpa sér er hann með nokkrar persónur sem hann samtvinnaðist í hinum þremur seríunum. Ég er guðs feginn að hann er sloppinn úr fangelsinu og er farinn að gera eitthvað annað. Temmilega spenna. Temmileg gadget sem hann er að nota. Fín tilbreyting. Mæli með að fólk haldi áfram að horfa ef það hefur þraukað hinar þrjár seríurnar.

Gossip Girl
Stelpuþátturinn Gossip Girl er kominn á annað Síson. Ef þú ert stelpa og hefur ekki horft á þetta þá er um að gera að byrja núna. Sæmilegasta skemmtun líka fyrir strákana. En rosalegt fyrir stelpurnar.

Terminator The Sarah Connor Chronicles
Einnig komið í síson tvö af þessari seríu eins og gossó, eins og sumir vilja kalla Gossip Girl. Þetta fjallar um John Connor og mömmu hans. Sama plottið og í Terminator nema bara þáttaröð. Hef gaman af þessu. Þetta er ekki það allra besta sem maður hefur séð en fín afþreying. Eru yfirleitt að leysa eitthvað sérstakt verkefni í hverju þætti sem hefur áhrif á framtíðina þegar John Connor er að berjast við vélmenni.

One Tree Hill
Hef ekkert fylgst með þessu síðan ég sá einhverja þætti einhvern tímann. Rámar í að þetta hafi nú ekki verið alslæmt þó svo þetta hafi ekki verið gott. En ef þú hafðir gaman af þessu þá er síson sex byrjað af fullum krafti.

Weeds
Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki séð þessa þætti. Hef heyrt gott um þá. Fjalla um konu í fansí hverfi sem er að selja dóp eins og vindurinn. Þessi þáttaröð er komin í 4 síson og 12 þætti. Ég er greinilega aðeins eftir á í þessum efnum.

House
Dóphundurinn í House er mættur aftur. Fyrsti þátturinn var í dag. Á eftir að tjékka á honum. Þessir þættir voru miklu skemmtilegri í upphafi. Svo fóru læknatilfellin að verða furðulegri og yfirleitt það sama sem var að fólkinu. Og hann áttar sig á því hvað er að með því að finna lykt af hnetum inni í ísskáp hjá sér. Fattar þá að viðkomandi hefur kannski átt kisu sem hét Hneta og væri þá með orma í augunum. Alltaf afar langsótt og eiginlega bara heimskulegt. Hugh Laurie er bara það fínn leikari að það er hægt að horfa á þetta.

90210
Það er komið framhald á Beverly Hills 90210 sem gerðu allt vitlaust hérna áður fyrr. Það eru einhverjar sömu persónur sem leika í þessu eins og Kelly og litla systir hennar er orðin unglingur. Þetta er ekki jafn hresst og gamla Bebbó, eins og fólk vill kalla þetta, en þetta er eitthvað sem sannir Beverly Hills aðdáendur ættu að tjékka á.

Eureka
Eureka hafði það yfir á þriðja síson. Fjalla um bæ í Bandaríkjunum sem er að massa alls konar hressar uppfinningar sem eiga að hjálpa bandaríkjunum. Búið að safna öllu gáfaða fólkinu í Bandaríkjunum saman þarna. Aðal persónan er lögreglumaður sem er ekki svo gáfaður. Mæli með þessu ef fólk hefur gaman af alls konar tæknidóti.

Fringe
Þáttaröð sem er að hefja göngu sína. Veit ekki alveg hvort þetta sé svona mini þáttaröð eða lengri. Fyrstu tveir þættirnir komnir í loftið. Horfði á fyrsta fyrir löngu síðan en er búinn að gleyma hvað gerðist. Fjallaði um eitthvað samsæri og voða spennó. Þarf að tjékka á þeim aftur.

The Shield
Sjöunda Season af The Shield er loksins byrjað á ný. Þetta eru með allra bestu þáttaröðum sem ég hef horft á þannig að ef þið hafið ekki tjékkað á neinu sísoni þá öfunda ég ykkur all svakalega.

Monk
Frekar nýbyrjaður að horfa á Monk. Reyndar kláraði ég fyrstu 6 seasonin á mettíma einn tveir og bingó. Hef gaman af þessum þáttu. Tony Shalhoub með stórleik í hverjum þætti. Mæli með þessu. Sjöunda seasonið sem sagt byrjað og komið reyndar í áttunda þátt.

Entourage
Nýbyrjaður að horfa á þessa þáttaröð. Var að klára þriðja sísonið og þetta er algjör eðall. Virkilega góðir “feel good” þættir. Kominn með temmilega leið á því að allir þættir endi á því að eitthvað slæmt gerist. Entourage enda yfirleitt alltaf vel. Johnny Drama er án efa einn af bestu karekturum í sjónvarpi í dag. Fimmta season af Entourage nýhafið.

Þættir sem eru að byrja mjög bráðlega eru C.S.I Miami, Heroes, C.S.I NY, My name is Earl, Ugly Betty, Greys Anatomy, Survivor, The Office U.S., Chuck, Desperate Housewives, Family Guy, The Unit, Californication og fleira til. Þannig að það er nóg að gera hjá þeim sem hafa gaman af sjónvarpi.

Eru einhverjir þættir sem þið mælið með að ég ætti að tjékka á sem ég hef ekki nefnt hérna að ofan?

Posted on 17. September 2008 by Árni Torfason Read More
LJÓSMYNDUN

Blackbird Fly

Síðustu daga er ég búinn að vera að prufa myndavélina sem ég fékk senda frá Japan um daginn. Myndavélin er frá fyrirtæki sem heitir Superheadz og er frá Japan. Það er líka tengt fyrirtæki sem heitir PowerShovel Ltd. sem er líka Japanskt. Mæli með seinni síðunni. Hana er hægt að hafa á ensku. Nema þú sért sleyptur í pönskunni þá ættirðu að geta skemmt þér á superheadz síðunni. Blackbird Fly er hönnuð af Superheadz og er “135 TWIN LENS REFLEX CAMERA”. Hún er létt og meðfærileg. Það er horft ofan í hana og þar er allt öfugt. Þannig að ef maður hefur litla reynslu af þannig vél þá tekur smá tíma að finna út hvað snýr upp og hvað niður. En það kemur fljótt. Það er smá maus að hlaða filmuna í fyrsta skiptið en verður einfaldara eftir því sem maður gerir það oftar. Það er hægt að velja um þrjár stillingar. Hafa maska sem lætur rammann vera 24x36mm. Hafa maska sem lætur rammann vera 24x24mm. Hafa engann maska og þá tekur hún á allan hlutann af filmunni sem getur verið fyrir ljósi þegar shutterinn opnast. Sem þýðir að myndin flæðir yfir allt og alla. Dæmi fyrir neðan. Svona lítur vélin út.

Blackbird Fly

Blackbird Fly

Hérna er síðan linkur á kynningu á vélinni. Svo hérna fyrir neðan eru nokkur skot af handahófi. Er ennþá að skanna inn eins og vindurinn.

Gulur bíll

Beljufætur

Gaurar með stillansa

Posted on 16. September 2008 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Tollarafundurinn að veruleika!

Ég hef farið oftar en fæðingarblettirnir mínir niður í Póstmiðstöðina að Stórhöfða í Tollafgreiðsluna að leysa út einhver góðgæti. Myndavélar, linsur, tölvur, sjampó, lyklaborð, föt, trjáfræ og ég veit ekki hvað og hvað. Í afgreiðslunni er 5 um að velja. Fá sér vatn í vatnskælinum, fara í tölvuna og prenta út reikning því það var enginn reikningur í sendingunni, láta afgreiðslukonurnar fá miðann og þær fara með hann bakvið, taka við pakkanum á færibandinu góða eða þá fara inn í herbergið þar sem TOLLVÖRÐURINN á heima. Ég hef gert allt af hinu. Reyndar prentaði ég ekki reikning í tölvunni heldur gerði einhvern annan óskunda. Frá því að ég mætti þarna fyrst hefur mig dreymt um að fá að fara inn í tollvarðarherbergið og ræða við tollvörðinn. Þannig að í hvert einasta skipti sem ég sæki pakka vona ég að það finnist eitthvað grunsamlegt í pakkanum sem ég þarf að útskýra. Jafnvel að það sé afskorið höfuð eða eitthvað annað hresst sem krefst útskýringar.

Sá dagurin sem ég fékk að fara inn til tollarans að útskýra rann upp á miðvikudaginn var. Fyrir stuttu hafði eitthvað Japanskt fyrirtæki samband við mig í gegnum Flickr. Þeir eru að selja/fara að selja myndavél og þá vantaði prufuskot úr henni. Sendu því myndavélar hingað og þangað út í heim. Þar sem þetta var ekki kaup hjá mér þá fylgdi enginn reikningurinn með myndavélinni. Þannig að þetta var í rauninni gjöf. Þegar ég sagði afgreiðsludömunni frá að þetta var í rauninni gjöf sagði hún mér að fá mér sæti og að tollvörðurinn myndi kalla á mig innan skammst. Ég hálfpartinn flissaði af spenningi. Held að stúlkan hafi haldið að ég væri með einhvern furðulegan tollvarðarfettisma og ég ætlaði að afklæðast um leið og ég kæmi inn til hans. En mér var nokk sama. Ég var spenntari en þegar ég fékk fyrst Stöð2 og gat horft á barnaefni á laugardagsmorgnum. Held ég hafi grátið þann dag úr spenningi í bland við að pissa í buxurnar og ekki sofa vikuna fyrir laugardaginn. En það er önnur saga.

Tollvörðurinn kallaði á mig og ég valhoppaði inn eins og ég hefði unnið milljónir í Lottóinu. Hann bað mig að fá mér sæti og spurði mig svo hvað ég héldi að væri í pakkanum á meðan hann skar upp pakkann eins og enginn væri morgundagurinn. Ég útskýrði fyrir honum alla söguna og sagði að það væri líklegast enginn reikningurinn eða verð þar sem þetta væri ekki komið í sölu. Hann spurði mig hvað ég héldi að gripurinn væri mikils virði. Ég hlammaði á svona 5-15þús krónur í allra allra mesta lagi. Hann tók upp plastmyndavélina, skoðaði smá í bækling sem var á japönsku, límdi aftur pakkann og sagði “Gangi þér vel að taka myndir.” Ég labbaði síðan út með bros á vör eftir að hafa loks hitt tollarann.

Posted on 12. September 2008 by Árni Torfason Read More
ÍÞRÓTTIR LJÓSMYNDUN

Ísland vs. Skotland í hljóði og mynd

Fór á Ísland – Skotland í gærkvöldi á Laugardalsvelli. Fínasti leikur. Ísland hefði þurft að skora aðeins fyrr þá hefðu þeir pottþétt náð að jafna. Erfitt samt þegar tröll eins og Darren Fletcher er annars vegar að vinna leik. Setti saman smá myndasýningu í Soundslides og lét fylgja með hljóðupptöku frá leiknum í gær. Smellið á myndina hérna fyrir neðan til að komast í sýninguna.

Iceland vs. Scotland

Posted on 11. September 2008 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4