Archive

for September, 2008

ALMENNT

Hrekkjavökubúningar fyrir hundinn þinn

Pantaði einu sinni af síðu á netinu sem kallast Entirelypets.com og síðan þá hef ég verið að fá reglulega e-mail með alls konar tilboðum sem eru lítið spennandi. Nema í dag þá komu tilboð á Hrekkjavökubúningum fyrir dýrin. Fór í gegnum þetta og margir ansi góðir þó svo að ég efist um að Hneta myndi taka því þerrandi og hjólalaust að fara í svona græju. Hérna eru nokkur dæmi og textinn sem fylgir hverjum búning til að reyna að selja fólki þá eru oft ansi hressir.

Football Fever Dog Costume
is perfect for those attention go-getters. Let your pet be the only tailgater with a tail! Includes a soft football helmet and plush football. Machine washable.

Football Fever Dog Costume

Pirate Pug Dog Costume
is a fun and entertaining look for any dog! Includes a swashbuckling four-legged landlubber, a coordinating hat with feather and striped belt with sword. Machine washable for easy care.

Pirate Pug Dog Costume

Casual Canine Piggy Pooch
are a great way to include your pet in the Halloween festivities! These pet costumes are specially designed specifically for your pet’s body. All pet costumes are made to be comfortable and adorable. Be sure to select the right size of pet costume.

Casual Canine Piggy Pooch

Hot Diggity Dog Costume Mustard
Það er hægt að velja í þessum búning hvort þú kaupir hann með tómatsósu eða sinnepi. Eins og það skipti einhverju máli fyrir aðra en Bill Clinton og frú.

Hot Diggity Dog Costume Mustard

Spirit Paws Dog Costume
is perfect for every dog that can’t stop cheering. The colorful cheerleader dog costume will surely cheer on any party. Includes arms, pom-poms and sassy outfit that will turn heads and get laughs.

Spirit Paws Dog Costume

Doggone Cat Dog Costume
Have your own Black Cat this Halloween with the Doggone Cat Dog Costume with the fun kitty face on the hood. Doggone Cat Dog Costume is great for any party. Features elasticize hood including pointing cat ears. Machine washable for easy care.

Doggone Cat Dog Costume

Zack & Zoey Prince of Frogs Costume
The perfect disguise for pet Prince Charmings, our Zack & Zoey™ Prince of Frogs costumes are made of soft plush with a regal crown accent on the hood.

Zack & Zoey Prince of Frogs Costume

Akkúruat. Þetta er “hið fullkomna dulargervi!”

Posted on 30. September 2008 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Fólk í bankaröðum

Fékk símtal í dag frá finnsku dagblaði sem vantaði myndir frá Glitnismálinu. Maðurinn talaði um að fá myndir af löngum biðröðum fyrir utan Glitnisbankana af fólki sem væri að taka út allan peninginn sinn í panikki. Ég útskýrði fyrir honum að svo væri bara hreinlega ekki þar sem Íslendingar eru ekki alveg jafn stressaðir og manískir eins og fólkið í útlandinu. Enda svo sem ekkert að panikka yfir. Fór samt í nokkur útibú og tók myndir. Fór í kirkjusandinn og spurði hvort ég mætti taka myndir af fáum í röð og engu panikki. Náðist svo ekkert í upplýsingafulltrúa til að gefa leyfi þannig að ég gat ekki gert það. Hefði verið gott fyrir bankann að fá myndir í erlend blöð af engu panikki.

Annars var ég að horfa á fyrstu 4 þættina í Entourage í fimmtu seríunni og þeir lofa góðu. Mikil spenna í gangi. Johnny Drama lætur næstum reka sig úr þættinum sínum því hann vill ekki láta mynda hægri hliðina sína. Algjört gull. Hverjum er ekki sama með íslenska markaðinn og gengið og krónuna á meðan Entourage heldur áfram að skemmta okkur.

Posted on 29. September 2008 by Árni Torfason Read More
YOUTUBE

Windows auglýsingarnar með Bill Seinfeld

Það er mikið rætt um nýja auglýsingaherferð frá Microsoft Windows sem skartar þeim Bill Gates og Jerry Seinfeld. Þær eiginlega meika bara ekkert sens. Í fyrri auglýsingunni er Bill Gates að kaupa sér skó og Jerry Seinfeld aðstoðar hann. Jerry Seinfeld spyr hvort það verði gerðar tölvur sem er hægt að borða um leið og maður vinnur í þeim. Bill Gates svarar játandi með því að hrista á sér rassinn.

Í seinni videoinu eru þeir Bill og Jerry að prufa að búa hjá almúganum. Eru síðan sakaðir um þjófnað sem þeir báru ekki ábyrgð á. Og svo dansar Bill Gates vélmennadans að beiðni Seinfelds.

Það verður allavega gaman að sjá hvað kemur næst frá þeim. Mér finnst þetta afskaplega sniðugt en fólk virðist vera á móti þessu.

Posted on 18. September 2008 by Árni Torfason Read More
1 2 3 4