Archive

for August, 2008

ALMENNT

Mela Umbra Magazine Rack

Gerðist áskrifandi að tímariti sem kallast foto8 um daginn. Fékk sent í pósti nýjasta tímaritið sem og nokkur gömul sem ég pantaði með fyrir lítinn pening. Skellið ykkur bara á síðuna hjá þeim til að fræðast betur um þetta tímarit. Einhverjir ljósmyndarar vita samt ábyggilega hvað þetta er. Þar sem að bókaskápurinn undir sjónvarpinu er temmilega fullur af ljósmyndabókum og dóti þá varð ég að finna lausn á hvar ég ætti að kaupa tímaritin. Þetta eru allt saman bráðmyndarleg tímarit þannig að ágætis hugmynd að hafa þetta til sýnis. Ég og Auður fórum í að skoða á netinu… aðallega Auður samt… og hún fann fullt af dóti. Meðal annars blaðagrind frá Umbra sem heitir Mela Magazine Rack. Við ákváðum að þetta væri málið. Fórum að skoða hvað þetta kostaði á netinu og það var hægt að fá þetta fyrir um 60$. Sem er c.a. 5.000kr svo bætist við virðisauki þá er þetta 6.500kr. Svo kannski einhver sendingarkostnaður og önnur gjöld. Þannig að þetta myndi kannski enda í eitthvað um 8-10.000kr. Alltaf gott að tjékka hvað hlutirnir kosta hérna á fróninu því það er ágætt að styrkja svona einstaka sinnum íslenskt efnahagslíf þó svo að yfirleitt sé verið að klekkja á manni. Ég mundi eftir að hafa séð þessa blaðagrind í Húsganahöllinni á sínum tíma þannig að við fórum þangað. Við fundum hana og sáum að hún kostaði tæplega 17.000kr. Þegar ég var í þann mund að taka mynd af verðmiðanum kom afgreiðslukona að mér og spurði með glotti “Veistu hvað þetta er?” Ég vissi ekki hvort hún væri eitthvað skrítin því að yfirleitt er maður að skoða hluti sem maður veit eitthvað um. “Ertu að meina hvort ég viti að ég sé að skoða blaðagrind?” Hún svaraði eins og hún væri 7x betri en við “Já… þetta er svona design”. Ætli hún hafi ekki haldið að við værum einhverjir algjörir plebbar sem vissum ekki hvað hönnun væri þar sem við vorum í Carhartt buxum og hettupeysum. Þá var mælirinn orðinn temmilega fullur. Ég sagði henni að við værum að velta fyrir okkur þessu okurverði þar sem að þessi sama grind kostaði um 60$ á netinu. Hún svaraði “Og hvað þýðir það”. “Það þýðir um 5.000kr íslenskar og vaskur ofan á það sem er um 7.000kr þannig að sendingarkostnaður þarf að vera hærri en 10.000kr til að ég kaupi þetta hérna.” sagði ég. “Já… þið bara hugsið málið”. Og við fórum.

Fór svo að skoða þetta annars staðar á netinu og fann að Tekk Companyd er með þetta Umbra merki hérna á Íslandi samkvæmt umbra.com. Þar kostar þessi sama blaðagrind einungis 8.900kr sem er algjörlega sanngjarnt verð. Við fórum þangað fengum síðasta eintakið sem var smá rispa á og fengum grindina á 6.200kr í staðinn fyrir rétt tæplega 17.000kr sem grindin átti að kosta í Húsgagnahöllinni.

31.08.2008

31.08.2008

Niðurstaða úr þessu máli er að kanna alltaf hvað hlutir kosta á fleiri en einum stað.

Posted on 31. August 2008 by Árni Torfason Read More
ÍÞRÓTTIR

Ólympíuleikarnir bíta og hoppa

Ólympíuleikarnir eru búnir. Það var vel hægt að fylgjast með þeim í Svíþjóð. Bæði sænska og danska sjónvarpið var með á nokkrum stöðvum allan daginn útsendingu og svo Eurosport með líka.

Það gerðist ýmislegt á þessum leikum. Einhver heimsmet í 100m og 200m hlaupi og fleira ómerkilegt. En það gerðist líka ansi margt hresst sem maður hefur bæði séð og ekki séð áður.

BÍTA Í VERÐLAUNAPENINGINN
Það voru allavega svona helmingurinn af þeim sem fékk verðlaun sem gerðist Skakki-Turninn-í-Pisa frumlegur og ákvað að bíta í verðlaunapeninginn. Er það bara ég eða er þetta ekki skelfilega ófrumlegt. Gaurinn eða gíran sem gerði þetta fyrst var fáránlega góður á því. Bíta bara í peninginn. Flipp! Þú varst að vinna ólympíugull. Þú ert einn sá allra besti í þinni íþróttagrein en eina sem þér dettur í hug er að bíta í helvítis glingrið? Hérna eru nokkrar af fólki að bíta í gullið.

Ástralinn tungulokkaði beit í gullið

Kannski ekkert skrítið að Koby gerði þetta

Meira að segja Íslandið gerði þetta

HELJARSTÖKKIÐ
Það fer alltaf í taugarnar á mér þegar íþróttamenn eru búnir að vinna eitthvað afrek og taka heljarstökk. Yfirleitt er þetta þegar fólk er búið að klára sig í hástökki eða stangarstökki. Yfirleitt líka þeir sem vinna ekki heldur eru að detta út. Eins og þeim finnist nauðsynlegt að skella sér í eitt heljarstökk svona til rétt að sýna að þau séu ekki algjörir aular. Við vitum alveg að þetta fólk, sem getur stokkið vel yfir 2m í hástökki, eru frábærir íþróttamenn. Alveg óþarfi að sanna það með heljarstökki. Þetta er svona eins og að ólympíumeistarinn í fimleikum tæki einn “konnís” eftir að hafa tekið heljarstökk og flikkflakk dútsíhænujúkk á slá. Það væri bara aulalegt. Jafn aulalegt og það er að taka þetta heljarstökk á dýnunni eftir hástökkið.

STÖKKVA Í MARK
Ég hef lengi verið að velta fyrir mér alls konar leiðum til að svindla í frjálsum íþróttum. Er með á planinu að klifra upp stangastökksstöngina og standa uppi á henni og hoppa svo yfir. Fer í það seinna á árinu. En annað sem ég velti líka fyrir mér afhverju enginn henti sér í mark í hlaupunum. Það gerðist svo einmitt á leikunum í ár þegar USA maðurinn David Neville henti sér í mark í síðasta skrefinu og nældi sér þar af leiðandi í verðlaunapening, sem hann svo líklegast beit í.

David Neville minn maður hoppaði í mark

Meira var það ekki. Fínasta skemmtun sem þessir Ólympíuleikar voru.

Posted on 25. August 2008 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Íslenskur lýsandi á TV2

Það var fréttaþáttur áðan um Ólympíuleikana og í lokinn var verið að sýna alls konar skemmtilegt frá deginum í dag. Það voru japanskar sundkonur að gráta því þær unnu ekki, fótalaus sundkona og sitthvað fleira. Svo var endað á að sýna síðustu sekúndurnar í Ísland gegn Póllandi í handboltanum með íslenska lýsandanum. Hann var eins og vindurinn öskrandi og galandi og meira en ánægður að við vorum að komast í að spila um verðlaunasæti á Ólympíuleikunum.

Annars er nú gott að DV eru farnir að stela fréttum af blogi:
- Frétt DV.is frá því í dag
- Bloggið mitt um Lafleur frá 31.júlí

Annars er von á mér til landsins á sunnudaginn næstkomandi. Gjafir afþakkaðar.

Posted on 20. August 2008 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Hacky Sack í sólinni í Svíþjóð

Þetta var helvíti hress dagur í dag. Vöknuðum snemma og vorum komin yfir til Danmerkur klukkan svona 10. Vorum hress þar og versluðum og fengum okkur KFC að sjálfsögðu. Með okkar einkaþjóna eins og venjan er þegar KFC er heimsótt. Langar endilega að heyra frá fólki hvort það finni ekki rosalegan mun á gæðum á matnum á KFC á Íslandi og í Danmörku. Fyrir mér er þetta eins og svart og hvítt. Rosalega þurrt kjötið og brauðið á fróninu en allt massa djúsí í Danlandi. Ef það væri listi yfir hversu vel staðirnir eru að standa sig í gæðum og þjónustu og öllu þess háttar þá efast ég ekki um að Ísland reki lestina eins og vindurinn. Vorum svo komin aftur til Svíþjóðar til að fylgjast með jafnteflinu hjá Íslandi. Assgoti ágætt að vera komin í 8-liða úrslit og vonandi skiljum við Danmörkina eftir í reyk. Búja bingó eins og maðurinn sagði. Eftir leikinn tókum við Auður smá hacky sack úti í garði og sendum það að sjálfsögðu út á á qik.com eins og þið getið séð hérna fyrir neðan.

Svo tókum við smá tennis eftir og svo matur. Á morgun er síðan ferðinni heitið upp eftir Svíþjóð í dýragarð, gist í Stockhólmi í eina nótt og aftur niður til Staffanstorp á mánudaginn. Erum með bíl sem er með dvd og tengi fyrir leikjatölvu. Þannig að mögulega verður maður að spila RockBand alla leiðina uppeftir. Spurning hvort að trommur og læti komist í bílinn. Með í ferðinni verða Auður, Gylfi og Heiða. Á heimleiðinni verður síðan Tómas með þar sem við sækjum hann til Stockhólms.

Posted on 16. August 2008 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Angry Video Game Nerd

Lífið er gott í Svíþjóðinni. Búinn að fara í búðir, spila tennis, spila körfubolta, spila hacky sack, horfa á ólympíuleikana, borða, drekka, horfa á duvda, spila RockBand, borða KFC, sækja teppi og hressilegt meira. Í gær sýndi Gylfi, sem er fáránlega góður í RockBand, þætti sem heita Angry Video Game Nerd. Þetta er með því fyndnara sem ég hef séð. Tjékkið endilega á honum á youtube og hérna fyrir neðan fylgir með eitt video frá honum.

Posted on 15. August 2008 by Árni Torfason Read More
1 2