Archive

for July, 2008

ALMENNT

Herra Misheppnaður!

Ég held að það sé kominn nýr arftaki misheppnaðasta manns Íslands sem hérna áður fyrr var Kristinn Björnsson skíðakappi sem yfirleitt datt í hverju einasta móti sem hann tók þátt í. Hinn nýji “herra misheppnaður” er enginn annar en Benedikt LaFleur sem er gjörsamlega með kúkinn upp á bak varðandi sjósundið sitt. Eins og flestir vita þá synti maður að nafni Benedikt yfir Ermasundið nú fyrir skemmstu. Það var samt ekki sami Benedikt og hefur reynt áður. Sem sagt sitt hvor Benediktinn. Benedikt LaFleur reyndi að synda í kringum Reykjavík 2006 sem undirbúning fyrir Ermasundið en tókst ekki. Síðan reyndi hann við Ermasundið 2006, 2007 og 2008 og alltaf mistókst honum. Hann hefur einnig tvisvar sinnum reynt við Drangey en viti menn, mistókst. Tók saman nokkrar fyrirsagnir á þeim ágæta vef visir.is sem lýsir þessu nokkuð vel.

 • Hætti sjósundi í myrkri og lélegu skyggni (13.ágúst 2006)
 • Lagði árar í bát (13.ágúst 2006)
 • Þurfti að hætta við sund yfir Ermasundið (7.september 2006)
 • Gæti þurft að hætta við sundið (8.júlí 2007)
 • Náði ekki að synda yfir Ermasundið (9.júlí 2007)
 • Benedikt hálfnaður með Drangeyjarsundið (5.september 2007)
 • Benedikt hættur Drangeyjarsundi vegna erfiðra aðstæðna (5.september 2007)
 • Hættir við Ermasundið – aftur (25.júní 2008)
 • Benedikt LaFleur reynir við Ermasund í þriðja sinn (25.júní 2008)
 • Lafleur gafst upp (30.júní 2008)
 • Ellilífeyrisþegi yfir Ermarsund en Benedikt ekki (1.júlí 2008)
 • Benedikt hætti við Drangeyjarsund vegna kulda (31.júlí 2008)

Þetta verður seint talinn frábær árangur hjá kappanum. Spurning að byrja á því að reyna að taka kannski 5 ferðir fram og til baka í Árbæjarlauginni áður en hann tapar meira?

Posted on 31. July 2008 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

18 holur og 2 fuglar

Skellti mér 18.holur hérna á Grafarholtsvelli í morgun. Áttum pantaðan tíma, ég og Óðinn, klukkan 9:30. Það var frekar mikill lúxus á okkur þar sem Óðinn var búinn að panta golfbíl þegar ég mætti á svæðið. Þannig að við brunuðum um svæðið eins og óð kind upp og niður hæðir. Spiluðum með þeim Erling og Heiðdísi sem voru afar hress. Mismunandi hvað maður lendir með góðu fólki. Það sem helst stóð upp úr voru tveir fuglar sem ég náði á 4.holu og 16.holu. Setti niður svona 7-10m pútt þar ofaní. Svo var líka ansi eftirminnilegt þegar ég skaut í stein og boltinn flaug svona 10cm frá því heilagasta. Það hefði líklegast eitthvað dottið af mér ef boltinn hefði lent þar sem hann átti ekki að lenda. Fékk 33 punkta á þessum hring fyrir þá sem skilja punkta.

Þetta var í fyrsta skiptið sem ég spilaði Grafarholtið og líkaði afar vel við. Nú er bara að sækja um og bíða í 3 ár eftir inngöngu sem virðist vera málið. Nema að maður nái að redda sér með einhverju megamixi. Þannig að ef það er einhver að lesa þetta sem á Grafarholtsvöllinn þá má hinn sami hringja í mig og við finnum út úr þessu.

Posted on 31. July 2008 by Árni Torfason Read More
SJÓNVARP

MyndavélaEXTRAS

Nú kemur það fyrir að í sjónvarpsþáttum er eitthvað um að vera sem þarfnast að sé ljósmyndað. Þá eru fengnir greinilega einhverjir aukaleikarar til að leika ljósmyndara. Hefur alltaf pirrað mig rosalega mikið hvernig þessir aukaleikarar kunna ekki að leika. Eru svo langt frá því að líta út fyrir að vera alvöru ljósmyndarar að það er alveg skelfilegt. Er að horfa á The Wire og þar átti einn aukaleikarinn ansi gott múv. Hún hélt um linsuna með hægri hönd og þóttist vera að taka myndir með vinstri. En eins og flestir vita þá snúa myndavélar akkúrat öfugt. Takkinn til að taka mynd er hægra megin á vélinni. Held að þetta sé það fyndnasta sem ég hef séð í aukaljósmyndaraleik. Hún ætti auðvitað skilið að fá Emmy fyrir þetta.

Posted on 29. July 2008 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Laugardagsbrúllaup og hlöðubruni

Á laugardaginn var Auður í vaktafríi. Var sem sagt að vinna föstudag og laugardag. Vöknuðum svona um 13 og tókum okkur til. Keyptum okkur að borða, bættum smurolíu á bílinn og lögðum svo í hann. Komum við á Eyrarbakka hjá Sigurgrjóni og versluðum eina mynd af honum. Svo lá leiðin yfir á Selfoss í átt að Flúðum og enduðum í Syðra Langholti. Þar var brúðkaupsveisla hjá Jóa frænda mínum og Beggu konunni hans. Þau voru búin að gifta sig formlega í Danmörku þannig að þetta var í rauninni bara brúðkaupsgleði. Þegar við mættum var nýbúið að forða hlöðunni frá bruna. Kom smá glóð frá grillinu sem var að elda svína- og lambaskrokk og það kom víst temmilegt bál. Bóndinn sem var að leigja pleisið var ekkert of sáttur með þennan bruna en algjörlega honum að kenna að bjóða upp á grillaðstöðu og vera með gommu af þurru heyi við hliðina á pappahlöðunni. Þetta var fínasta veisla og maturinn afar hress. Fórum ekkert mjög seint í bæinn þar sem Auður þurfti að mæta á vakt daginn eftir. Búin að vera á vakt annan hvern dag í næstum heilan mánuð. Það er temmileg geðveiki.

Hérna er smá video þegar þau mættu formlega í brúðkaupið sitt. Komu hjólandi með dósir í eftirdragi. Svo er bara að horfa á videoið. Var ansi hresst hjá þeim. Gaman að fara í brúðkaup sem ekki allir eru uppstrílaðir í einhver fansípansíföt. Þarna var fólk bara í gúmmítúttum og lopapeysum. Svo er ég að vinna í því að setja fleiri video frá brúðkaupinu á youtube. Meðal annars video frá “Perrabandinu” sem gerði góða hluti eins og þeir eru vanir.

Posted on 28. July 2008 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

0kr á netið með 3G síma eða netlykli…

Þessar “0kr á netið með 3G” auglýsingar hafa verið nú í þó nokkurn tíma hjá Símanum. Auglýst í útvarpi og sjónvarpi og ég veit ekki hvar og hvar. Eins og þetta hljómar fyrir almúgann eins og mig þá ætti maður að geta farið á netið með 3G án þess að borga krónu. 0kr þýðir einmitt engar krónur eða ókeypis. En nei svo er ekki… þetta er nefnilega bara ókeypis innanlandsnotkun og að því kemst maður þegar farið er á vefsíðu símans. Þar á undirsíðu stendur “Á kvöldin og um helgar kemstu á netið innanlands fyrir 0 krónur í 3G símanum þínum eða með netlykli í tölvuna.” Finnst að þessi klausa “innanlands” ætti að koma fram í sjónvarpsauglýsingunum og útvarpsauglýsingunum. Algjört hneyksli að það sé alltaf verið að plata fólk svona. Það er líka tvöföld merkingu í þessu innanlands dæmi. Gæti verið að fólk skilji þetta að maður geti farið á erlendar vefsíður bara ef þú ert “innanlands” á Íslandi.

Það er líka auglýst að maður geti fengið facebook í símann sinn sem er erlendur vefur og í sömu auglýsingu er auglýst 0kr á netið. Meikar ekkert sens. Ég vil annars nota tækifærið og óska honum Páli frænda mínum til hamingju með daginn. Orðinn 25 ára sem þýðir að hann þarf að fara að raka sig.

Posted on 25. July 2008 by Árni Torfason Read More
1 2