Archive

for June, 2008

ALMENNT

Tvöfalt EM

Vitleysa að það séu tveir leikir í einu í síðasta leiknum í hverjum riðli. Báðir leikirnir klukkan 18:45 í staðinn fyrir 16:00 og svo 18:45. En það er hægt að leysa öll vandmál og það var einmitt sem við gerðum þegar við heimsóttum Heiðu og Tomma í gær. Ég náði bara í annað sjónvarp með hjálp Heiðu og við vorum með báða leikina í gangi.

15.06.2008

Planið er að gera slíkt hið sama hérna á Kristnibrautinni í kvöld. Þarf að ná bara í fót undir eitt sjónvarp og þá er ég góður. Fer í það eftir þessi skrif.

Annars var smá gleði hérna á laugardaginn. Sigurjón, Jóhanna, Hlín, Billi, Palli og Brynja mættu og horfðu á EM leikina frá 16:00 og svo mixuðum við pizzu í ofni og á grilli. Síðan var gleði fram á nótt og meðal annars tekið wii á þetta sem er alltaf hresst.

Video og efni tengt kvöldinu er hægt að finna hér fyrir neðan:
- mblog Sigurjóns – Fólk einbeitt í wii
- mblog Sigurjóns – Fólk einbeitt í umræðum og sötra


Palli og Jóhanna einbeittari en Sindri úr markaðinum

Sigurjón og Palli að gera góða hluti í trommunum.
Posted on 16. June 2008 by Árni Torfason Read More