Archive

for May, 2008

ALMENNT

Er hægt að endurvinna fljúgandi typpi?

Það hafa verið miklar efasemdir um það hvort ég sé duglegur að endurvinna eða ekki. Til að svara þeim fjölda pósta sem hafa borist til mín ákvað ég að sanna það í eitt skipti fyrir öll með þessu stutta videoi á QIK.com.

Annars efast ég um að það verði hægt að endurvinna þetta fljúgandi typpi sem birtist á blaðamannafundi hjá skákgoðinu Gary Kasparov.

Posted on 20. May 2008 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

mblogtorfason

Er búinn að gera smá breytingu á flickrinu mínu. Búinn að vera að daðla saman myndum sem ég tek á almennilega myndavél og síðan sem ég er að uploda beint úr símanum mínum. Þannig að ég ákvað að vera með sér síðu fyrir myndir sem koma úr símadjöflinum. Slóðin á það er http://flickr.com/photos/mblogtorfason/. Ætla samt að sjálfsögðu að halda gamla flickrinu sem er http://flickr.com/photos/torfason/. Hérna hægra megin verða sem sagt thumbnailar inn á báðar síðurnar.

Annars fór ég á Vestfirðina um helgina þarsíðustu þar sem hún Vera, frænka mín, var að fermast. Henti inn nokkrum á flickrið frá Vestfjörðunum.

WESTFJORDS
VERA
Posted on 18. May 2008 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

CANON EOS 1D MARK II til sölu

Sælt veri fólkið. Jæja loksins ætla ég að henda Canon EOS 1d Mark ii vélinni minni á sölu. Hún er búin að reynast mér ansi vel og er ég búinn að skjóta á hana 253.000 ramma c.a. Það fara afar margar og mismunandi sögur af því hvað shutterinn á þessari vél á að duga lengi. Lét yfirfara hana í Beco um daginn og þrífa sensorinn. Þannig að hún er í góðu ástandi.

Með vélinni fylgja 4 batterí og þar af eitt mjög nýlegt. Keypt fyrir nokkrum mánuðum. Það fylgir hleðslutæki að sjálfsögðu og meira og minna allur búnaðurinn sem kom með henni.

Verðið sem ég set á kvikindið er 175.000kr sem virðist vera c.a. það sem er sett á þessar vélar notaðar. Endilega sendið mér póst á arnitorfa(hjá)gmail.com ef þið hafið áhuga. Ástandið á henni er bara nokkuð gott. Auðvitað rispur hér og þar en hún hefur ekki lent í neinu tjóni. Þrusuvél skal ég segja ykkur.

Posted on 6. May 2008 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

KR kvikindin í appelsínugult

KR eru alltaf svo frumlegir. Var að lesa frétt um það að þeir væru komnir með nýja varabúninga. Og af öllum litum ætla þeir að vera með appelsínugula búninga eins og Fylkir spilar í. Er þetta eitthvað grín? Það hefur alltaf verið þannig að Fylkir hefur átt appelsínugula litinn. Engum hefur dottið í hug að vera með búning sem líkist Fylkisbúningnum. Þetta er svona eins og að Englendingar myndu allt í einu ákveða að spila í appelsínugulum búningum eins og Holland gerir.

Hvet alla til að búa á KR þegar þeir spila í þessum búningum. Reyndar vona ég helst að þeir falli um deild og verði þar um ókomin ár. Grindavík mun rústa fyrsta leiknum gegn KR. Ekki spurning.

Posted on 6. May 2008 by Árni Torfason Read More
1 2