Archive

for May, 2008

ALMENNT

Myspace.com/Latin America

Sjitturinn. Ég nota myspeisið mitt afskaplega lítið. Fór þarna inn um daginn og sá að það var allt orðið spænskt. Veit ekkert afhverju það gerðist. Greinilega verið að færa vefinn yfir á hin og þessi mál og fólk frá Íslandi hlýtur að tala spænsku eins og vindurinn. Ég gjörsamlega gat ekki fundið “English” flipann eða textann þannig að þetta er búið að vera á spænsku í góðan tíma hjá mér. Yfirleitt þegar það eru svona tungamálamix á síðum þá er þetta efst uppi eða neðst í horninu svo það sé auðvelt að finna þetta. En Myspace.com getur ekki verið eins og allir aðrir. Þetta var bara venjulegt letur einhvers staðar inni í miðju draslinu.


Svona lítur þetta út allt á spænsku. Afar hresst.

Ég fann þetta á endanum þannig að ég er ánægður að skilja eitthvað sem er að gerast þarna. Þrátt fyrir að nýja myspace-ið sé augljóslega Feisbúkk. Yfir og út í bili.

Posted on 27. May 2008 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Lögregluþjónn rekinn?

Er ekki eina í stöðunni að þessi lögregluþjónn verði rekinn úr starfi með skömm? Frétt um þetta á mbl.is þar sem stendur að lögreglan sé að fara yfir atvikið og von sé á tilkynningu frá lögreglunni. Það eru svona ufsar eins og þessi lögregluapi sem koma slæmu orði á lögreglustéttina.

Posted on 27. May 2008 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Hrækti Terry á Tevez?

Það hefur verið mikið í fréttunum að John Terry, grátbelgur með meiru, hafi hrækt á Carlos Tevez. Fannst rosalega furðulegt hvað John Terry var mikið að þrífa horinn þegar hann labbaði að Tevez eftir að það var búið að reka blökkubrauðfæturnar hann Drogba útaf. Virðist vera að Terry sé að reyna að fela hrákuna sína með því að þykjast eitthvða vera að losa hor í treyjuna sína. Ekki mjög lúmskt ef þetta reynist vera satt.


Hérna sést þetta á þessari glæsulegu .gif mynd hvernig þetta allt saman var.

Annars fannst mér afar fyndið þegar einhver blog-aði út frá frétt á mbl.is að það ætti ekki að nota myndina af Terry við þessa frétt. Hérna er slóð á færsluna þar sem einn athugasemdaði þetta: “Óþarfi að vera að birta mynd af honum í þessari geðshræringu aftur og aftur.” Ég stóðst ekki mátið að athugasemda líka þar sem það skiptir ekki nokkru máli þó þessi mynd af honum sé notið. Ekki eins og hann Terry sé virkur á mbl.is að skoða hvort þeir séu nokkuð að nota grátimyndir af sér.

Posted on 24. May 2008 by Árni Torfason Read More
1 2