Archive

for April, 2008

ALMENNT

Scholes í plexiglerkassa þangað til 21.maí

Ég hugsa að Paul Scholes muni loka sig inni í kassa þangað til 21.maí til að hann verði pottþétt leikfær í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Eins og flestir hafa heyrt þá skaut Paul Scholes MUFC í úrslitaleikinn með glæsimarki gegn Barcelona í kvöld. 1999 var Paul Scholes ekki með í úrslitaleiknum gegn Bayern München þar sem hann var í banni. Og hann var búinn að standa sig virkilega vel á þeirri leiktíð og átti stóran þátt í því að koma United í úrslitaleikinn. Þannig að hann á svo sannarlega skilið að vera heill þegar Manchester mætir Liverpool í úrslitaleiknum 21.maí. Liverpool mun sem sagt sigra Chelsea sannfærandi 0-5 á morgun.

Dagurinn í dag var annars rólegur. Fór í 2 myndatökur, náði mér í 3G kort í símann minn, pantaði gommu af plexiglerplötum hjá Akron og skaut svo aðeins myndir fyrir sjálfan mig.

Var svo spenntur fyrir MUFC vs. Barcelona leikinn að mér tókst að fara öfugt í nærbuxurnar mínar í morgun. Var að taka eftir því þegar ég fór í sturtu eftir leikinn. Helvíti góður árangur það.

Á sunnudaginn skelltum við okkur í Þórsmörk með Tómasi, Heiðu og Möggu. Það var alveg fáránlega hresst veður og gjörsamlega logn eins og það vill vera í Þórsmörk. Hafði Nokia Sports Trackerinn í gangi meðan við gengum. Verst að google maps er ekki með nógu gott kort af Þórsmörk greinilega. En samt gaman að fá tölfræðina. Segi ykkur betur frá Nokia Sports Tracker við tækifæri og hvernig hann virkar.


Eitthvað hresst lón þarna við jökul. Tekin á Leica D-Lux 3 vélina.
Posted on 29. April 2008 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Færðu bílinn ég þarf að komast!

Sá þetta líka fína myndband á youtube.com áðan. Sýnir hvað Vörubílstjórar eru miklir andskotans grasasnar að það nær engri átt. Í fyrsta lagi eru þeir að mótmæla með því að stöðva umferð fyrir almenningi. Og svo þegar fólk kvartar segja þeir að þeir séu að gera þetta fyrir okkur líka sem er andskotans kjaftæði. Þeir eru svoleiðis að hugsa bara um sitt eigið rassgat að það nær engri átt. Þeir vilja bara að lögunum sé breytt þannig að atvinnubílstjórar þurfi að borga lægra bensín. Sturla sem þorir ekki að vera í forsvari fyrir þá því hann er líklegast bara aumingi er segir bara tvennt þegar hann kemur í viðtal. Þetta er líka fyrir ykkur og svo að stjórnvöld verði bara að gera eitthvað. Svo kemur þessi staða upp að hinn almenni borgari ákveður að hjálpa vörubílstjórum að mótmæla og leggur í veg fyrir nokkra vörubílstjóra. Og þá gjörsamlega klikkast vörubílstjórinn og tapar sér algjörlega. Ég hef enga samúð með þessum vörubílstjórum. Hvorki fyrir né eftir að ég sá þetta myndband.

Fylgist síðan með þessu á RÚV í dag og á mbl.is og fréttunum á Stöð 2 sem voru með beina útsendingu en samt bara mörgum klukkutímum eftir að allt gerðist. Furðulegt það útaf fyrir sig. En ég get ekki séð að lögreglan hafi gert neitt rangt. Þeir vöruðu fólk við að þeir ætluðu að nota táragas. Hvað er svo málið með þessi unglingsbörn sem voru mætt þarna að kasta eggjum. Þau eru ekki einu sinni með bílpróf örugglega. Hafa þurft að labba þarna uppeftir til að geta kastað eggjum því það er svo kúl. Gaurinn sem kastaði grjóti í andlitið á einum af lögreglumönnum og var síðan eltur uppi og laminn hressilega af lögreglumönnum átti þetta bara skilið. Sagan segir allavega að hann hafi verið laminn. Mögulega var það sama konan og sagði í viðtali við RÚV eða stöð 2 “Ég var bara að öskra og flauta og vera með” sem átti að hafa séð þetta. Engan veginn viss samt. Svo mættu einhverjir dimmeterandi apar í Nasistabúningum og þóttust vera voða fyndnir. Furðulegt að enginn hafi kastað eggjum í þá því þeir áttu það svo sannarlega skilið. Virkilega lélegur húmor hjá þeim. Einhver vörubílstjóri eða annar api var að væla yfir að lögreglan hafi verið að sprauta á konur haldandi á börnunum sínum. Hversu galin þarftu að vera til þess að mæta með krakkann þinn inn í miðjar mótmælaaðgerðir? Augljóslega bara henni sjálfri að kenna.

Hendi hérna öðru myndbandi þar sem er verið að handtaka nokkra vörubílstjóra sem neituðu að færa bílana sína. Þó svo að eftir þetta allt saman hafi þeir sagt að þeir hafi viljað færa bílana. En gerðu það samt ekki. Þeir greinilega vita ekki hvað orðir mótsögn merkir. Þegar þeir færa einn vörubílstjórann slá þeir aðeins í einn þarna “sem bara stóð þarna helvítis rottan þín án gríns þetta er orðið þroskaheft mótmælin að verða búin og þið æstuð fólk upp aftur” og ég sá ekki betur en þetta hafi nú ekki verið fast. Hann var með æsing þarna og þá var hann bara fjarlægður líka réttilega.

“Fokk jú!” Hvaða api var þarna líka að þenja mótorhjólið sitt? Ekki alveg nógu kúl heldur.

Ég segi lögreglan 1, vörubílstjórar og aðrir ungbarnamótmælendur 0. Með hverjum stendur fólk í þessum efnum?

Posted on 23. April 2008 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Snúrutiltekt 3 í afmælisgjöf

Sigurjón átti afmæli á laugardaginn. Óska honum innilega til hamingju með það. Hvað gefur maður fólki í afmælisgjöf sem á allt og býr hinu megin við Kyrrahafið í New York borg? Jú. Það var ekki erfið ákvörðun hvað ég ætti að gefa honum. Þar sem Sigurjón sýndi myndböndunum mínum Snúrutiltekt og Snúrutiltekt part 2 gífurlegan áhuga. Það mikinn að hann gat ekki beðið eftir að þetta kæmi á Blue-Ray og hann augljóslega beið spenntur eftir Snúrutiltekt Part 3. Ég skellti mér því í það í gærkvöldi að taka gjörsamlega allar snúrur og tæki úr sambandi sem tengdust tölvunni minni og vinnuaðstöðunni. Var að í alla nótt og langt fram á morgun í morgun. Svo þegar allt var orðið klárt þá smellti ég Snúrutiltekt part 3 á netið til heiðurs Sigurjóns og sem mín afmælisgjöf til hans. Til hamingju með afmælið kallinn minn!

Posted on 22. April 2008 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Helgin

Þetta var svona temmilega róleg helgi sem eru augljóslega bestu helgarnar. Vaknaði snemma á laugardaginn til að skutla Auði á eitthvað læknanemamix hérna rétt hjá. Skellti mér í Árbæjarþrek í eins og klukkutíma. Byrjaði í Árbæjarþreki á mánudaginn síðasta. Líst alveg merkilega vel á þessa stöð. Mjög róleg… allavega á þeim tímum sem ég hef farið þarna. Annan daginn sem ég fór þá var Beggi, gaurinn sem vinnur þarna, að læra á gítar með því að horfa á eitthvað mix á Youtube. Það eru engar hátæknileg augntæki sem lesa augun í manni til að hleypa manni inn. Maður bara stimplar inn kennitöluna sína á eitthvað usb numpad og ef það heyrist “biriribíng” þá má maður fara inn. Svo ef maður gleymir að logga sig inn þá er það ekkert vandamál sýnist mér.

1,2 og Grafarholt
Eftir “þrekið” ákvað ég að ganga alla leið í því að vera Grafarholtsbúi og mætti á fund í Ingunnarskóla sem bar yfirskriftina 1,2 og Grafarholt. Það var verið að stofna einhver íbúasamtök og fólk gat komið með tillögur hvað mætti betur fara í hverfinu. Borgarstjórinn okkar, Ólafurf, var mættur þarna að svara spurningum. Hann var spurður svona 5-6 spurninga þarna áður en hann þurfti að fara annað og ég held að hann hafi bara ómisskilið eina spurningu. Svaraði alltaf með einhverjum 5 mínútna löngum útúrdúrum. “Hvenær kemur sundlaug í hverfið?” “Það þarf að tryggja að það séu góðar og velupplýstar samgöngur.” Í staðinn fyrir að svara öllum spurningunum hreinskilningslega: “Ég hef ekki hugmynd og mér er skítsama þar sem ég bý ekki hérna!” Svo reyndi hann að smjaðra með því að segjast ekki vilja fara þegar einhver með honum sagði honum að hann þyrfti að fara eftir þessa spurningu. Þetta var mjög fyndið allt saman. En það verður gaman að sjá hvort eitthvað gerist.

Mufc og grill
Seinna um daginn var það helvítis mufc jafntefið á móti Blackburn. Þar sem Frídelhídel markmannsógeðið fór á kostum. Djöfull var ég orðinn pirraður á honum. Tevez kom okkar mönnum til bjargar á síðustu stundu. Um kvöldið var það síðan matur hjá Heiðu og Tomma.

Birkitréið kom heim
Þegar ég var í grunnskóla, örugglega bara í fyrsta bekk eða öðrum, þá fengum við verkefni að safna fræum af birkitrjám sem var síðan plantað í plastglas og sent á einhverj ræktunarstofu. Síðan fengum við þetta til baka eftir smá tíma og þetta voru litlir græðlingar. Svo í lok árs mátti taka tréið sitt heim og ég hugsa að bara mitt tré hafi verið það sem lenti ekki í ruslinu. Ég plantaði því stolltur úti í garði á milli hinna birkitrjánna. Fór sem sagt í dag og sótti birkitréið mitt og plantaði í mínum eigin garði. Það tekur sig afar vel út þó ég segi sjálfur frá. Fór síðan með fullt af drasli í sorpu og bakaði svo pönnukökur. Góður dagur.

Posted on 20. April 2008 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Hrókur B4 á H8

Fékk mér að borða áðan og hugsaði mér gott til glóðarinnar að horfa á eitthvaði í sjónvarpinu þar sem það er nú laugardagur og þá ætti að vera eitthvað skemmtilegt á boðstólnum. Svo var ekki. Rachel Ray aldrei þessu vant á Skjá Einum og á RÚV-inu var útsending frá skák. Skákin varð fyrir valinu þar sem Rachel Ray er alveg hressilega pirrandi orðin. Það eru gaurar að lýsa skákinni og þeir eru að velta fyrir sér hvað gaurarnir mögulega gætu gert í stöðunni. Og þeir eru alltaf að tala um mismunandi reiti. E4, E8, B5 og svo framvegis. En á útskýringarborðinu í sjónvarpinu stóðu ekki númerin við borðið. Þannig að það er ekki nokkur leið fyrir hinn almenna borgarbúa að ná því sem er að gerast. Því ekki þekkir maður taflborðið út í eitt. Þannig að ef almenningur á að nenna að horfa á þetta annars leiðinlega sjónvarpsefni þá verður það allavega að vera skiljanlegt. Sendi á qik.com smá skilaboð um þetta. Sem enduðu síðan í samtalið við gsm. Þannig að ef það virðist vera að ég sé að tala við sjálfan mig þá verðið þið eiginlega að hafa kommentin sem gsm skrifaði með. Getið séð videoið með kommentunum fyrir neðan hérna.

Posted on 12. April 2008 by Árni Torfason Read More
1 2