Archive

for February, 2008

ALMENNT

Tæger og tómt gmail

Fór til Hormjons í gær þar sem ég spilaði ásamt Herði 18.holur í Tiger Woods 2008 í Nintendo Wii gegn þeim Hormjoni og Gunnari Steini. Eftir fyrstu 9.holurnar þá voru Hormjon og GSM með 6 högga forystu. Þetta leit ekki vel út en ég og Hörður tókum okkur á á seinni 9 og á síðustu 2 holunum fóru taugarnar með þá félaga og við náðum að vinna 5 högg og sigruðum þar af leiðandi með 1 höggi í heildina. Klapp fyrir mér og Herði.

Ég hef tekið gleði mína á ný eftir opnun á sýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands Myndir ársins 2007. Ekki það að það hafi verið gaman að undirbúa sýninguna og bókina sem kom út með henni. Heldur er þetta í fyrsta skipti í langan tíma sem mér hefur tekist að tæma algjörlega gmail pósthólfið mitt. Það er alltaf mikil gleði þegar allt er tómt verð ég að segja.

Annars vil ég nota tækifærið og óska pabba mínum til hamingju með daginn. Einnig er það hún Elfa, hans Hormjons, sem á líka afmæli. Til lukku bæði tvö.

Posted on 27. February 2008 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Twitter og GooSync.com

Hef verið að prufa tvennt síðustu vikuna. Annars vegar er ég að prufa að nota GooSync.com til að tengja símann minn við Google Calendar. Virkar þannig að ég samstilli símann við google calendar. Þannig að þegar ég samstilli þá færist allt sem ég hef sett nýtt í símann minn yfir á google calendar og öfugt. Það sem ég hef sett inn í google calendar færist yfir í símann. Hef hingað til notað bæði símann og google calendar í sitthvoru lagi mjög mikið þannig að geta tengt þetta saman er alveg magnað. Mæli eindregið með þessu ef þið eruð að nota Google Calendar.

Annað sem ég hef verið að prufa er Twitter.com sem Hormjoni plataði mig til þess að prufa. Er síðan búinn að tengja þetta við google desktop þannig að ég sé allt nýtt þar. Til að útskýra í fljótu bragði hvernig Twitter virkar þá virkar hann svona. Þú skrifar niður stuttar pælingar, hugleiðingar, hvað þú ert að gera-ingar eða jafnvel link á eitthvað sniðugt sem þú sást á netinu. Síðan sjá þetta þeir sem eru að “fylgja” þér. Hafði ekki mikla trú á þessu í byrjun en þetta er svona líka að svínvirka og lífgar upp á daginn. Tilvalið fyrir vini sem hittast ekki það oft að geta fylgst með hvorum öðrum.

Twittið mitt er twitter.com/arnitorfa ef einhver skyldi hafa áhuga.

Posted on 17. February 2008 by Árni Torfason Read More