Archive

for January, 2008

ALMENNT

Visir.is með kúkinn í buxunum

Las áðan eina verst skrifuðu og mest einhliða grein sem sögur fara af á visir.is. Um ræðir er grein sem ber yfirskriftina Hverjir eru þessir bráðatæknar?. Í greininni eins og hún birtist fyrst skrifaði frú Sigríður Guðlaugsdóttir algjörlega einhliða grein um að það væri miklu betra að hafa bara bráðatækna á neyðarbílnum en ekki lækna. Kom fram að það væru bara unglæknar sem væru á bílnum sem störfuðu þar í stuttan tíma og alls konar hressleiki. Ég var byrjaður að skrifa þessa grein og vistaði hana til að hugsa hana aðeins betur. Var eiginlega hættur við að skrifa hana. Svo sé ég að það er búið að uppfæra greinina. Greinilega einhver hringt brjálaður í blaðamanninn og tilkynnt henni hversu ömurleg grein þetta var hjá henni.

Núna kemur fram í fréttinni lykilatriði sem ég ætlaði að skrifa í þessa færslu en ég var ekki búinn að fá 100% staðfest. Lyfjagjöf er á ábyrgð læknis. Bráðatæknar hafa ekki leyfi til að gefa lyf eða veita barkaþræðingu nema með leyfi læknis.

Síðasta málsgreinin í færslunni eins og hún var áður en blaðamaðurinn lélegi var látinn breyta henni var kostuleg. Þar sagði að Vísir hafi fylgt sjúkraflutningamönnum og bráðatæknum slökkviliðsins eftir í heilan dag. Og það var þeirra mat að almenningi væri ekki síður vel borgið í höndum bráðatækna eins og lækna. Gott að fylgja þeim eftir í einn dag og ákveða út frá því að læknir á neyðarbíl sé óþarfur.

Blaðamenn eiga að flytja fréttir ekki ákveða hvað sé betra en annað.

Bara svo það sé alveg á hreinu þá er ég ekki að gera lítið úr starfi bráðatækna sem eru algjörlega betri en enginn. Nenni ekki að fólk fari að kommenta og væla.

Posted on 30. January 2008 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Obama Bin Laden notar Macbook Air

Það eru hin ýmsu mál búin að vera ofarlega á dagskrá síðustu daga og vikur. Svona áður en ég byrja skrif mín þá langar mig að tilkynna ykkur að ég hef voðalega lítinn áhuga á stjórnmálum og mögulega ekkert vit á þeim.

Macbook Air kemur bráðum til landsins
Held að það hafi farið fram hjá fáum að Apple fólkið kynnti á dögunum nýja vél sem ber heitið MACBOOK AIR. Þetta er 13,3″ tölva með 1,6Ghz-1,8Ghz örgjörva, 80GB Pata diskur eða 64GB SSD diskur, 1,36kg. Þessa tölva hentar augljóslega ekki öllum. Hugsa að margir eigi eftir að kaupa sér hana því hún er alveg drulluflott og fín. Þessi tölva hentar mér mjög vel. Er núna með 10,6″ Fujitsu Siemens tölvu. Er orðinn smá leiður á að vera með svona lítinn skjá. Þannig að ef ég fæ mér svona tölvu verður það bilting að fá smá stærri skjá en halda samt léttleikanum. Tölvan á að koma í lok febrúar skilst mér í Apple-búðina hérna á fróninu. Miðað við önnur tölvufyrirtæki á Íslandi þá eru þeir nú ekki að leggja neitt rosalega mikið ofan á vörurnar.

EM: Ísland í 20.sæti af 12 liðum
Það gekk hreint út sagt ekki vel hjá Íslandi á EM. Rétt stauluðumst í milliriðilinn og kúktum á okkur í honum. Þetta var alls ekki nógu gott og fannst ágætt hjá landsliðsmönnunum að viðurkenna það bara. Mætum Svíjum, Pólverjum og Argentínu í einhverjum riðli til að komast á Ólympíuleikana. Hugsa að við vinnum Svíja og Pólverja en töpum fyrir Argentínu. Það er doldið íslenska leiðin. Svo er það Makedónía í einhverju umspili fyrir HM.

Nýr Borgarstjóri
Djöfull er fólk að tapa sér yfir þessu borgarstjóramáli. Mér finnst þetta bara voða svipað og þegar Björn Ingi rottaði sig í lið með öllum hinum og sveik Sjálfstæðisflokkinn. Þá var fólk nú ekkert að tapa sér í æsingi yfir þessu. Eina sem ég sé að þetta hlýtur að vera ágætt fyrir borgarbúa. Núna reyna þeir sem eru við völdin eins og þeir geta að uppfylla kosningarloforð sem hefðu mögulega aldrei verið uppfyllt nema af því að allt þetta vesen fór í gang. Ég er allavega sáttur að það eigi aftur að gera mislæg gatnamót á Kringlumýrabraut/Miklubraut. Hvað er samt málið með Hlíðarnar. Af hverju er ekki rifið þessa hundljótu blokk þarna á horninu sem skemmir fyrir að það sé hægt að halda áfram með 3 akreinar alla leið niður í bæ. Það er svo vangefið að breikka sitt hvoru megin við en hafa ennþá sömu mjóu hlíðarnar.

Obama verður aldrei forseti Bandaríkjanna
Og afhverju segi ég þetta. Það liggur í augum uppi að fólk í Bandaríkjunum, sem veit varla hvað snýr upp né niður, borðar mold í morgunmat og reykir teppi á kvöldin, mun aldrei setja x við nafnið á einhverjum sem heitir næstum því OSAMA. Fólk sér bara laksvafinn hausinn á Osama Bin Laden og kýs frekar einhvern annan.

Posted on 27. January 2008 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Stolltur iPhone eigandi

Fór í Apple búðina í gær til að kaupa mér Airport Extreme sem er svoleiðis að svínvirka en það er kannski aukaatriði. Þegar ég var að borga þá stóð kona við hliðina á mér sem var að kaupa eitthvað góðgæti. Hún spurði afgreiðslumanninn hvort að hann vissi hvenær þeir fengu iPhone hérna á Íslandi. Hann sagði henni að það væri ekkert á dagskrá á næstunni. Hún hikaði í smástund og sagði svo “Ég er helvíti ánægð með minn!” stolltari en Grikkland árið 2004. Ég leit í burtu því ég gat ekki annað en hlegið. Aumingja afgreiðslumaðurinn reyndi eitthvað að halda uppi samræðum um símann. Konan kunni greinilega ekkert á símann sinn eða hafði hugmynd um hvernig hann virkaði. Efast um að hún geri nokkuð annað við hann heldur en að flagga honum í andlitið á vinum sínum og fólki úti á götu. Þetta gladdi allavega mitt hjarta að hlusta á þessa konu gera sig að temmilegu fífli.

Posted on 15. January 2008 by Árni Torfason Read More