Archive

for December, 2007

ALMENNT

Kaldur desember… heitur hamstur

Djöfull byrjar desember kaldlega. Ekki sáttur með þennan kulda. Það var ansi mikið að gera í nóvember og desember byrjar líka ansi hressilegur. Langar samt að ná að slaka aðeins á í desember þannig að jafnvel að ég skelli mér hreinilega í frí um miðjan mánuð og tek því rólega. Það er alltaf skrítið að vera “bara” að vinna í desember. Fólk sem er í skóla lendir í einhverju mega prófstressi og komst svo í jólafrí. Eitthvað sem við vinnandi fólkið missir gjörsamlega af. En svona er þetta. Billi kom heim frá London í eins og 10 daga í lok nóvember. Var að mynda seríu á Vestfjörðum fyrir skólann sem hann er í London. Hitti aðeins á hann og aðstoðaði hann að velja myndir í seríuna. Það var ansi hresst bara. Margt gott sem hann var að gera. Kíktum aðeins í bjór á föstudagskvöldið sem endaði í að drepa í xbox360.

Er búinn að ætla að skanna inn eitthvað af filmum í svona 2 mánuði núna. Þannig að kannski maður reyni að gera eitthvað af því bráðlega. Vonandi fer að róast þegar á líður desember.

Annars er ég þokkalega að verða geðveikur á fólki sem keyrir á engum hraða á vinstri akrein. Það ætti ekkert annað að gera við svoleiðis fólk en að hlekkja það við tré. Ef einhver flokkur verður með þetta sem aðalmál í næstu kosningarbaráttu þá veit ég hvern ég kýs.

Posted on 3. December 2007 by Árni Torfason Read More
1 2