Archive

for October, 2007

ALMENNT

Dagurinn í dag

Dagurinn byrjaði rétt fyrir 10 þegar ég vaknaði. Skaust í Brekkubæinn að prenta út smá upplýsingar um sýninguna. Greið með mér 2 myndir frá því á blaðaljósmyndarasýningunni sem eru á foami. Var mættur niður í Fótógrafí rétt um 11. Kláraði það síðasta sem þurfti að gera fyrir opnun og svo opnaði sýningin formlega klukkan 12. Dagurinn gekk bara vel. Nokkuð stöðugur straumur af fólki og bara mjög þægilegt. Ræddi við marga um mikið og var það hið besta mál. Ég vil þakka öllum fyrir komuna. Kann virkilega að meta það að þið komuð. Annars stendur sýningin yfir til 3.nóvember. Og er opið alla daga vikunnar nema á sunnudögum. Það seldust tvær myndir í dag. Ef þið þekkið einhvern sem hefur brennandi áhuga á tónleikamyndum þá sendið þið viðkomandi augljóslega að skoða og versla. Og ekki verra ef þið þekkið einhvern sem er á myndunum. Alltaf traust að eiga mynd af sjálfum sér að rokka af sér buxurnar á mynd.

Þau íslensku bönd sem eru að finna á myndunum á sýningunni eru m.a. Hölt Hóra, Jan Mayen, Björk, Ragga Gísla, Biggi í Maus, Þröstur í Mínus, Krummi í Mínus, Ampop, Haukur í Dikta, SigurRós, Daníel Ágúst og Jakobínarína.

Erlendu kvikindin sem hafa áhuga á þeim þá eru að finna Coldplay, 50 Cent, Honeyboy, Snoop Dogg, Duran Duran, The Kills, Foo Fighters, Juliette Lewis, R.A.M.B.O., Swan Lee, Franz Ferdinand, Kraftwerk, Muse, Incubus, Tilly and the Wall, Dilana, Ratatat og Nick Cave.

Hvet líka sem flesta að kíkja í galleríið sem hafa ekki komið þarna áður. Fullt af alveg eðal fínum myndum þarna eftir um 20 ljósmyndara. Hress póskort, plaköt og stuttermabolir. Alls konar gott stöff til sölu þarna. Virkilega gott framtak hjá Ara.

Posted on 6. October 2007 by Árni Torfason Read More
1 2 3