Archive

for October, 2007

ALMENNT

ICELAND AIRWAVES photographs by Árni Torfason

Iceland Airwaves hátíðin hefst í kvöld og stendur fram á sunnudag. Skellti mér í smá bókaútgáfu og er að gefa út 15x15cm 48 síðna bók með myndum sem ég hef tekið á Airwaves hátíðinni frá 2002-2006. Bókina verður hægt að fá í Fótógrafí, Skólavörðustíg 4a, og mögulega á fleiri stöðum. Læt vita hvar verður hægt að nálgast hana betur síðar og nákvæmt verð á henni sem verður ekki mikið. Það verður ekki hægt að borga hana með harðfisk.

Smá update:
Bókina er hægt að kaupa í…
Fótógrafí, Skólavörðustíg 4a
Nakta Apanum, Bankastræti 14
Hressingarskálanum, Austurstræti 20

Posted on 17. October 2007 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

DaysAgo er framtíðin

Sá auglýsingu á visir.is eða mbl.is um eitthvað sem heitir DaysAgo. Ég skellti mér á linkinn þar sem stóð “Oprah Winfrey kynnti DaysAgo í þætti sínum í febrúar 2007 sem eina af bestu vörunýjungum fyrir heimilið árið 2007!” Ég varð strax spenntur því allt sem Oprah gerir er svo glymrandi skemmtilegt og sniðugt.

Læt fylgja með stutt myndband sem ég fann á síðunni hjá fyrirtækinu sem er greinilega að flytja þetta inn á Íslandi.

Þetta hlýtur að vera eitt allra mesta drasl sem ég hef á ævi minni séð. Þetta eru sem sagt einhverjir litlir kringlóttir gaurar sem telja klukkustundir og daga. Planið er að hægt sé að setja þetta t.d. á mjólkufernu og þá veistu hvað hún er búin að vera opin lengi. Þú getur sett þetta í blómapott til að sjá hversu langt liðið hefur frá því að þú vökvaðir blómin þín. Ef þið horfið á þetta myndband þá er þetta bara kjánalegt. Á maður að troða þessum gaurum út um allt. Þeir eru klunnalegir og bara ljótir. Ég var eiginlega viss um að þetta væri eitthvað grín fyrst þegar ég horfði á þetta. Hvað varð um að skrifa bara dagsetninguna á eitthvað sem þú opnar í ísskápnum ef þú hefur gífurlegar áhyggjur að dótið þitt skemmist og þú borðir græna kókómjólk. Svo endar þetta frábæra myndband á því að það er fólk liggjandi í rúminu og það eru 91 dagar síðan hoho hmm hmm var gert og þau drífa sig í stuðið og svo núllstillir gaurinn tækið.

Svo kostar 2 svona 1.699kr og 4 2.990kr. Hvað kostar penni? 100kr.

Posted on 11. October 2007 by Árni Torfason Read More
1 2 3