Archive

for October, 2007

ALMENNT

Facebook

Hef heyrt útundan mér ansi oft orðið facebook þannig að ég ákvað að tjékka á þessu. Er sem sagt búinn að henda upp notanda á Facebook.com.

Fyrir ykkur sem vitið hvað þetta er getið hætt að lesa núna. En þið hin getið haldið áfram. Þið getið líka farið fram í eldhús og hitað Ben og Jerrys ís í örbylgjunni og hellt poppi útá. Þannig að kannski lesa ansi fáir þetta. Facebook virkar voðalega svipað og myspace nema bara að facebook er með góðri hönnun og er ekki hundljótt og ömurlegt eins og myspace. Þú leitar að vinum eða vinir bæta þér við. Þú getur séð vini vini þinna og bætt þeim við. Þú getur sett inn ljósmyndir og taggað ljósmyndirnar með þínu nafni eða nafni vina þinna. Þannig að t.d. ef ég er búinn að setja inn myndir af Sigurjóni þá get ég taggað þær með hans nafni. Þá húrrast þær allar við prófílinn hans og þegar maður skoðar hans prófíl þá getur maður skoðað allar myndir sem eru af honum á Facebook. Mjög sniðugur fídus. Svo er svona “veggur” sem maður getur skilið eftir skilaboð fyrir vini sína sem vinir vina geta líka lesið. Svona svipað eins og í myspace. Það er svona hresst “marketplace” á þessu sem maður getur verið að auglýsa allan andskotann. Svo á ég eftir að skoða þetta betur. En mér líst nokkuð vel á þetta svona í fljótu bragði. Maður má ekki láta plata sig þegar fólk eins og ég segi að þetta sé eins og myspace. Því þetta er mun hressara.

Posted on 30. October 2007 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Horizon skann og mannstaska

Sigurjón skrifaði um að hann hefði keypt sér hliðartösku og það voru ekki lengi að koma tvö komment frá tveimur sem greinilega eru í einhverjum vandræðum með kynhneigð sína. Haf jafnvel verið að kyssa stráka í gær, jafnvel hvor annan, og haldið að með því að gera grín að glæsilegri tösku hans sigurjóns þá myndi enginn fatta þetta. Allavega hef ég átt svona tösku síðan ég keypti mér glæsilega Lomography Sidekick tösku í London í fyrra eða fyrr á þessu ári. Man ekki alveg.

Hugsaði þetta aðallega til að geta verið með ef maður er einhvers staðar á röltinu að taka myndir. Eru hólf fyrir lomo og filmur og svo nýtist þetta vel sem taska fyrir fartölvu. Vildi bara koma þessu á framfæri að ég er stolltur að eiga “Man’s Bag”.

Annars var ég að skanna inn nokkrar myndir sem ég tók á Airwaves á Horizon Perfekt vélina mína. Getið tjékkað á þeim á Flickrinu.

Svo er Auður búin að henda inn slatta af Airwaves inn á flickrið sitt. Getið tjékkað á þeim hérna.

Hérna er ein af þeim hressari að mínu mati:

Posted on 28. October 2007 by Árni Torfason Read More
1 2 3