Archive

for September, 2007

ALMENNT

David Beckham og Eiður Smári Guðjohnsen látnir

David Beckham2 er látinn sem og Eiður Smári Guðjohnsen2. Hann lést í Kópavoginum fyrr í dag. Hér er ekki samt verið að tala um knattspyrnumanninn David Beckham heldur litla mús sem átti heima í litlu húsi í Kópavogi sem og lítinn hamstur sem átti heima í sama húsi nema í kjallaranum.

Visir.is eru svo miklir þullar þegar kemur að því að búa til fyrirsagnir á vefinn sinn. Það tekur enginn sem ég veit um þennan vef alvarlega. Alltaf einhverjar svona ömurlegar fyrirsagnir. Ef þeir eru ekki að væla að mbl.is sé að stela af þeim fréttum þá er eitthvað svona í gangi. Hann er fimm ára trítill og heitir visir.is.

Haha. Ætlaði að bæta við færsluna hér að ofan. Hvað ætli fyrirsögnin “Eiður lék á miðjunni og skoraði”. Kannski verið að tala um Eið Haraldsson sem leikur með Júgenbagen í Beirút. En svo klikkaði ég á þetta. Þá er verið að tala um æfingaleik á milli aðal- og varaliðs Barcelona. Þessi vefur er bara eitt stórt grín. Reyna að búa til fyrirsagnir sem eru eiginlega bara lygi til að fá fólk til að lesa vefinn meira. Eins og í byrjun þegar þeir vísuðu stod2.is og fullt af öðrum vefum inn á visir.is til að fá meiri aðsókn.

Posted on 29. September 2007 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

dv.is væll

Djöfull er ég orðinn þreyttur á svona væli!

Lítum aðeins á vefinn og tökum saman hvað er sniðugt og hvað ekki.

Forsíðan
DV, MANNLÍF, Gestgjafinn, VIKAN, Nýtt Líf, SAGAN ÖLL, Hús og Híbýli, GOLF blaðið, SÉÐ OG HEYRT, Ísafol. Skil engan veginn afhverju þessir linkar eru þarna uppi. Ekki beint gáfulegt að það fyrsta sem augað leitar að á síðunni eru linkar yfir á einhverjar aðrar síður. Einnig pirrar mig þessi innskráningarbox tvö, hvít og áberandi, eins og einhver hafi skafið í burtu útlitið. Þau mættu gjarnan vera einhvers staðar annars staðar eða bara ekki vera yfir höfuð. Er DV ekki rautt? Afhverju þá blátt eins og mogginn og visir.is? Nýjustu fréttirnar sem skiptast þarna í gráa dótinu finnst mér ofaukið. Mætti alveg sleppa því. Pælingin að vera með myndir vinstra megin sem breyta forsíðu fréttinni er svo sem ágæt hugmynd. Svo er það díví dótið hægra megin. Ég er ekki að meika þessi blikkandi preview úr videounum. Ég er nokkuð viss að ég sé á leiðinni að fá vott af áunni flogaveiki að vera svona lengi á forsíðunni og skrifa þessa færslu. Veit ekki hvort ég treysti mér í að skrifa um díví hlutann því þar eru milljón preview að breytast. Þegar maður smellir á einhvern link í leiðakerfinu þá breytist liturinn á síðunni. Ekkert nýtt við það. En það sem verra er að ég veit ekkert hvert ég fór nema ég muni á hvað ég smellti. Stendur hvergi að ég sé í bloggi eða skrafað og skrifað eða hverju sem er. Ekki einu sinni annar litur á stöfunum í leiðakerfinu. Furðulegt. Skil engan veginn Landsbankaauglýsinguna þarna vinstra megin. Eins og þeim hafi vantað að fylla út í þetta pláss og selt Landsbankanum þetta fyrir 2 miða á leik West Ham og Newcastle sem er á morgun. Fyrir neðan þessa ósköp þá fara hlutirnir að skána. Þessar fjórar fréttir eru nokkuð greinilegar. Með mynd og ágætlega stórri fyrirsögn og bara gott um það að segja. Leiðarinn hægra meginn sker sig úr en ég virðist ekki geta smellt á RSS feed takkann sem er þarna hægra megin við leiðarann. Furðulegt. Mest lesið og Mest sent í botninum mætti vera betur upp sett að mínu mati. Jafnvel vera í svona góðu gráu boxi eins og leiðarinn. Svo vantar bara góðar fréttir svo einhver sendi einhverjum fréttir… því engar fréttir eru í Mest Sent hlutanum. Æjæj. Svo mætti textinn “mest lesið” og “mest sent” vera flipalegri svo maður viti að maður geti farið á milli. Svona eins og þetta er á mbl.is. Eins með Innlent/Erlent. Maður gæti haldið að dagsetningin sé innlend en fréttir erlend. Maður þarf samt að vera temmilega vitlaus til að halda það. En þetta mætti samt laga. Var að taka eftir núna flipunum í Díví draslinu uppi. Það er hægt að smella á veður, gengi, könnun, dv í dag og senda frétt. Þá breytist efnið í glugganum. Mætti haldast það sem maður velur ekki alltaf fara aftur á díví ef maður fer á forsíðuna. Botninn er bærilegur. Svona helsta eða eitthvað af aðalefninu úr flokkunum. Ekki hægt að smella samt á flokkana eða myndina eða textann. Verður að hitta á einhverja smáör.

Fréttir
Finn hvergi undirflokkana í fréttunum. Ég vil kannski lesa innlent þar sem ég er með bráðaofnæmi fyrir viðskiptum og fólki. Ekki hægt. Fæ bara 11 fréttir og… jú þarna fyrir neðan er eitthvað fréttasafn. Þá kemur elsta efnið efst og það nýjasta neðst. Einhver öfugur að stjórna þessu greinilega.

Blogg
Stórar myndir með bloggunum. Það lítur vel út. Nema ef það er bara hægt að hafa akkúrat þessa stærð sem er þarna. Wow… það er kominn einhver mega auglýsingaborði fyrir ofan dv, mannlíf, gestgjafinn… óreiðuna. Hægra megin virðast vera einhverjir flokkar og nýjasta færslan fyrir hvern flokk. En ekki samt hægt að velja flokkinn sér. Innskráningarboxin 2 eru ennþá þarna að angra mig. Var ég ekki búinn að biðja þau að fara?

Séð og Heyrt
Held að það sé næst. Ekki viss nefnilega hvar ég var. Maður veit ekkert nefnilega. Þarna koma fréttirnar með myndum á hæðina. Lítur sæmilega út. Fer allavega ekki á milli mála um hvern fréttin er. Mætti samt alveg halda í sömu uppsetninguna og á hinum fréttunum. Hafa samræmi í þessu væri ekkert svo vitlaust.

Skrafað og skrifað
Hef ekki Guðmund hvað þessi flokkur er. Allavega það er búið að skella fréttunum í enn eitt útlitið. Spurning hvort að mismunandi fyrirtæki hafi séð um mismunandi flokka? Eina sem er alltaf eins… og þá eins lélegt… er fréttasafnið. Elsta efst og nýjasta neðst.

Díví
Loksins hægt að velja einhverja undirflokka. Verð að hætta að skrifa um þetta. Of mikið af blikkandi thumbnailum. Gubb. Ældi óvart á köttinn minn. Hún er ekki sátt sýnist mér. Kisugubb. Hún leit á skjáinn og ældi á mig. Jæja… svona er þetta. Afhverju að gera þessu svona hátt undir höfði. Það er til ansi sniðugur vefur sem heitir You Tube og svona milljón aðrar síður sem þú getur sett video á netið. Kannski sniðugt að geta verið með íslensk video á íslenskri síðu fyrir Íslendinga. En þarna er bara verið að setja inn video sem eru vinsæl á YouTube sýnist mér.

Kannski betra að fá enga umfjöllun heldur en svona umfjöllun?

Posted on 23. September 2007 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

José Mourinho hættur með Chelsea?

Mikið rætt um það í útvarpi og á misgóðum fréttamiðlum landsins að José Mourinho sé hættur sem knattspyrnustjóri hjá Chelsea. Það virðast allir vera að gleypa þessa frétt en ekki ég. Þeir eru svo klikkaðir þarna hjá Chelsea og þá sérstaklega José og Abbri, eins og ég kalla hann, að ég tel þetta vera lúmska brellu til að reyna að taka United á taugum fyrir laugardagsleikinn… eða sunnudags. Man ekki hvort. Sjáum hvað setur. Eitt sem er víst… að United setur eins og þrjú mörk í smettið á Chelsea á laugardaginn… sunnudaginn. BÚJA!

Posted on 20. September 2007 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Bandaríkin eru svo frábær!

John Kerry, fyrrum forsetaframbjóðandi, skeit aðeins lengra upp á bak heldur hann hefur gert hingað til. Hann var að svara spurningum í Háskólanum í Flórída. Einn nemandinn spurði hann nokkurra spurninga sem lögreglunni á staðnum mislíkaði eitthvað þannig að þeir ætluðu að stöðva hann. Hann spyr þá afhverju þeir séu að handtaka hann. Þar sem það er málfrelsi í Bandaríkjunum þá var hann ekki að gera neitt af sér. Hann var ekki að ógna Kerry á einn eða annan hátt. Leikarnir æsast heldur betur og það endar með því að lögreglan “rafstraumar” gaurinn og hann öskrar eins og það sé verið að skera í augun á honum. Margt slæmt í þessu máli. Enginn í salnum virðist hjálpa honum eða mótmæla. Það er ekki fyrr en að 4-5 lögreglumenn eru komnir ofan á hann og búið að “rafstrauma” hann að það var stelpa sem öskraði á lögregluþjónana. En þá bara sagði löggan henni að halda kjafti. Lögreglan er auðvitað vondi kallinn líka í þessu. En verstur er skítseiðið hann Kerry. Hann gerir ekki neitt í þessu. Hann bara lætur þá handtaka hann og á meðan það er verið að “rafstrauma” gaurinn þá er hann að reyna að svara spurningunum hans. Alveg fáránlegt. Endilega tjékkið á videoinu hérna fyrir ofan.

Þetta er annað video sem sýnir aðeins meira af þessu. Lögreglan fylgir honum áfram út úr byggingunni og handtekur hann. Það er doldið fyndið þegar það er verið að fara með hann niður stigann þá segðist hann vera hræddur um að þau ætli að drepa hann. Hann vill líka ekki segja þeim nafnið sitt. Og svo heldur hann því fram að þau ætli að láta “The Government” fá sig.

Posted on 19. September 2007 by Árni Torfason Read More
1 2