Archive

for August, 2007

ALMENNT

DROBO og puttamissir

Í gærkvöldi komu Páll E. og Brynja í mat til okkar Auðar hérna á Kristnibrautinni. Ég nennti eiginlega ekki að elda þannig að ég byrjaði matseldina á því að skera af mér eins og einn putta, eða svona allt að því. Mig rámar í að hafa heyrt þegar hnífurinn stoppaði í beininu mínu. En þar sem ég er engin veimiltíta, þrátt fyrir að hafa öskrað eins og öskubuska þegar hún komst að því að fósturmamma hennar vann í lottóinu, þá var ég ekkert að láta sauma mig. Auður hlammaði bara á mig sjö tonnum af umbúðum. En þetta var nóg til þess að Auður sá um matinn að mestu leiti. Var ekki búinn að huga þetta nógu langt þar sem ég gat steikt hakk þrátt fyrir að vera með bilaðan putta. Þannig að þetta “bakeldaðist” aðeins hjá mér. En kvöldið var fínt fyrir utan þessa slæmu byrjun.

Eftir nokkrar ferðir á póstinn fékk ég í dag eins og fjóra pakka frá bhphoto.com sem eru ávalt gleðitíðindi. Það sem ég beið einna helst eftir var…

DROBO-inn minn sem virðist vera algjör eðal græja. Þetta er sem sagt “storage robot” eins og þeir kalla þetta á síðunni. Virkar svipað eins og raid en samt ekki eins. Hægt að vera með mismunandi stóra diska í þessu. Hægt að skipta út auðveldlega diskum ef diskur bilar. Hægt að taka úr lítinn disk og setja stærri í. Byrjaði á að kaupa mér 2 SATAII WD 500GB diska þar sem þeir voru hagstæðastir hvað verð varðar. Svo bæti ég við þegar ég þarf á því að halda. Mæli með að þið tjékkið á demóinu frá þeim. Útskýrir þetta nokkuð vel.

Keypti mér líka stykki í skannann minn til að geta skannað inn panorama myndir. Henti einhverjum inn á Flickr

Posted on 22. August 2007 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Rauðisandur

Svona inn á milli þess sem ég er að mynda, mála skjólvegginn, helluleggja, slá garðinn, skrifa reikninga, senda reikninga, færa hillur, færa þurrkara þá hef ég verið að reyna að finna tíma til að skanna eitthvað inn af þeim aragrúa af filmum sem ég á óskannaðar. Það gengur hægt en gengur samt. Er búinn að henda einhverju inn á Flickr-ið.

Læt fylgja með eina sem ég tók á ferð minni á Vestfirði um Verslunarmannahelgina.


Rauðisandur © Árni Torfason
Posted on 13. August 2007 by Árni Torfason Read More
1 2