Archive

for July, 2007

ALMENNT

BW einokuninni lokið

Já það eru heldur betur gleðifréttir sem ég færi ykkur kæru lesendur. Fram að þessu hefur Hans Petersen verið eini aðilinn á landinu sem framkallar svart hvítar filmur. Það var auðvitað ekki nógu gott mál útaf ýmsum ástæðum. Fyrsta var sú að maður þurfti að minnsta kosti að bíða í viku eftir að fá filmuna úr framköllun þar sem að það átti alltaf að safna í góðan bunka áður en það yrði framkallað. Aldrei hittist það á þannig að ég var að koma með síðustu filmurnar til að ná í þennan söfnunarhaug þannig að það mætti framkalla filmur. Alltaf var ég fyrstur og þurfti að bíða í viku. Það er bara grín að bjóða ljósmyndurum upp á að bíða í viku eftir myndunum sínum. Svo núna fyrir stuttu þá fylltist mælirinn. Billi fór með filmur þarna sem hann hafði tekið á xpaninn sinn í London. Hann sagði þeim marg oft að hann vildi bara frá negatífuna framkallaða og ekki klippa filmuna niður. Vildi ekki fá neinar myndir prentaðar. Þegar hann kom viku seinna að sækja filmurnar þá var búið að klippa þær niður og prenta út eitthvað af filmunum. Vélin hjá þeim klippti bara niður eins og þetta væri venjuleg 35mm filma og klippti því í góðan slatta af myndunum hans. Bara í tvennt. Það er mjög gott kaffi. Þannig að nú get ég formlega hætt að versla við Hans Petersen eftir að Jens í Pixlum er farinn að framkalla BW filmur sem og c41 filmur. Þannig að þangað fara viðskiptin mín í framtíðinni.

Posted on 30. July 2007 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Ég þrái að slá í gegn… og fá frí

Ekki frá því að ég myndi játa því að komast í smá frí ef mér yrði boðið það. Jafnvel að ég myndi játa því meira heldur en að moonwalka með Michael Jackson niður laugarveginn eða upp hverfisgötuna.

Það er allt vitlaust að gera í fasteignaljósmynduninni sem er svo sem ekkert slæmt. Gott að fá pening í vasann. Svo hefur verið vitlaust að gera ekki í fasteignaljósmynduninni. Verkefnin hrannast upp og ég slæ þau niður hvert af öðru eins og sönnum Íslendingi sæmir. Það sem stendur upp úr af þessum verkefnum er án efa að ég er að mynda U19 Evrópumót stúlkna fyrir Getty Images. Hef gaman af því að mynda fótbolta og svo er hresst að sjá hversu prófessjíónal þetta er hjá Getty. Fæ senda mynd á leikdag sem er að finna allar upplýsingar sem þurfa að fylgja myndunum sem ég síðan sendi frá mér. Ég þarf síðan að skrifa stuttan texta með nöfnum og númerum leikmanna sem eru á myndunum hverju sinni. Þetta þarf að gerast á meðan leikurinn stendur yfir þannig að maður er lítið að slappa af. Mæti c.a. klukkustund fyrir leik til að redda mér vesti og leikskýrslu og kanna hvort þráðlausa netið sé að dansa.

Svo eftir leikinn þá stel ég vestunum og geymi í dýflissunni minni og heimta lausnargjald. Ekki segja samt neinum.

Í dag er það leikur Þýskalands og Frakklands á Laugardalsvelli klukkan 16:00. Mæli með að fólk tjékki á þessu. T.d. eru þýsku stúlkurnar að sýna betri takta heldur en íslensku karlaliðin í efstu deild.

Posted on 26. July 2007 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Hundur eltir önd

Var í golfi í dag með Kristni. Er farinn að nálgast að vera að spila á réttri forgjöf. Er búinn að hækka hægt og rólega og núna er þetta allt að gerast. Spilaði á 32 punktum sem segir einhverjum af ykkur eitthvað. En flestum ekkert. Það sem var samt hressast í golfinu var þegar hundur vallarins fór að elta endur vallarins.

Posted on 11. July 2007 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Golf með GSM

Skellti mér í golf með Gunnari Steini í dag. Var næstum því búinn að sannfæra hann að fá sér Nokia N95 í staðinn fyrir Apple iPhone. Ef það væri hægt að blanda nokkrum hlutum úr þessum tveimur símum saman í eitt tæki þá væri maður með ansi gott kvikindi í höndunum.

Annars spiluðum við Kiðjabergið og eins og má sjá hér þá lúkka ég ansi vel í golfinu. Hef verið að nota forrit sem heitir mScorecard á síðustu hringjunum sem ég hef farið. Þetta er forrit sem er m.a. hægt að setja upp á flest alla farsíma (Java). Þetta heldur utan um ýmsa tölfræði og reiknar alls konar helvíti um leið og maður skráir hlutina inn. Vel hægt að fylgjast með hversu lélegur maður er :) Mæli hiklaust með þessu ef þú ert tæknivæddur golfari. Hægt að niðurhala fullt af íslenskum völlum sem og skrá inn nýja. Svo sendirðu allar upplýsingarnar á síðuna hjá þeim og þú getur skoðað tölfræðina þar. Hún sendir líka skorið þitt í e-maili á þig og fleiri ef þú vilt eftir hvern hring. Hægt að kaupa leyfi fyrir litla 20 dollara. Fólk er að tala um að þetta sé það heitasta í dag fyrir utan vöfflur í hárið.

Var að henda einhverju inn á Flickr-ið.


ein frá því í London
Posted on 2. July 2007 by Árni Torfason Read More