Archive

for June, 2007

ALMENNT

Blindhorn á Kópaskeri og sveitabrúðkaup

Á föstudaginn fórum við Auður norður, lengst norður, í brúðkaup. Brúðkaupið var haldið á Kópaskeri þar sem búa svona tveir manns. Sá tvo íbúa þarna alla helgina. Einn var uppi í stiga með hjólahjálm að mála og hinn var að afgreiða í búðinni. Reyndar sá ég annan mann sem var að sjá um kirkjuna. En það var sami maður og var í búðinni. Sami gaur sá einmitt um útleigu á húsinu sem við vorum í. Það var líka merkilegt skilti sem ég sá í fyrsta skipti þarna á Kópaskeri. Það var upphrópunarmerki og svo stóð “Blindhorn”. Þetta var nú ekkert gífurlegt blindhorn. Það var bara barnhár runni sem skyggði smá á útsýni til hægri. En það var samt líka biðskylda á fólkið sem var að koma þaðan þannig að þetta blindhornarskilti hefði alveg mátt missa sig. En helgin var góð. Fínt að komast aðeins frá áreitinu í borginni. Brúðurinn gerði sér lítið og henti sér út í fjöru í öllu heila dressinu og fór á bólakaf í sand. Allt gert fyrir góðar brúðarmyndir. Komum í bæinn á sunnudaginn með flugi.

Svo fór allt aftur á fullt í gær og þetta verður nokkuð annasöm vika. Ætla samt að skella mér í golf í kvöld. Meira af því síðast.

Veit einhver um sniðugt RAID diskamix sem vert er að skoða? Sem sagt box utan um kannski 4-5 diska og boxið með RAID.

Posted on 26. June 2007 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Fyrsti golfhringur sumarsins

Jæja þá er fyrsti golfhringur sumarsins yfirstaðinn. Við Kristinn skelltum okkur á Urriðavöll í gærmorgun. Fengum rástíma 8:10 þannig að við vorum búnir með 18.holur fyrir hádegi sem var ansi gott mál. Það var auðvitað alveg fáránlega gott veður og ég var svo innilega ekki klæddur í samræmi við það. Allllt of vel klæddur en þar sem ég hef þann einstaka hæfileika að kunna að klæða mig úr þá var það nú ekkert stórmál. Miðað við að þetta var fyrsti hringurinn í sumar þá var ég nokkuð sáttur með árangurinn. Lék völlinn á 108 höggum sem er langt frá því að vera gott en samt var ég sáttur. Lék eina holu á pari, 10 holur 1 yfir pari, svo voru nokkrar sprengjur sem fóru samt aldrei yfir tveggja stafa tölu og var þar með markmiði dagsins náð. Ég stefni á meira golf í sumar og það sem fyrst. Jafnvel að maður nái einum hring til viðbótar fyrir vikulok.

Posted on 20. June 2007 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

BHphoto.com eru góðir gyðingar

Það er nokkuð ljóst að bhphoto.com eru góðir gaurar. Setti inn pöntun hjá þeim um daginn sem hljóðaði upp á um 2.500$. Í pöntunarferlinu fékk ég upplýsingar um það að ef ég væri með VISA eða MASTERCARD þá mætti ég bara versla fyrir 1.500$. Það hefur verið lítið mál hingað til að panta fyrir meira en þessa upphæð þannig að ég lét á þetta reyna. Pöntunin flaug í gegn en aldrei kom neitt progress á pöntunina. Sendi þeim póst og þeir svöruðu mér um hæl og tilkynntu mér að Ameríska póstþjónustan vildi ekki taka á móti pakkanum mínum því hann væri of stór. Valdi sem sagt að flytja með almenna póstkerfinu til þess að losna við að borga himinháa upphæð með því að flytja með t.d. UPS hraðþjónustu. Bhphoto.com samdi við UPS að senda dótið mitt fyrir sama verð og ég ætlaði að greiða. Mig grunar að bhphoto.com hafi tjékkað á fyrri pöntunum og séð að ég hef pantað 1-2 áður fyrir dágóða summu og bara reddað þessu.

Þannig að ég er sáttur með fólkið á bhphoto.com verð ég að segja og á leiðinni til mín er eitt stykki Nikon Super Coolscan 9000 ED

Afhverju ætti þér ekki að vera sama hvað ég er að panta? Nú er ég með skanna sem ég kem ekki til með að nota meira. Skanninn heitir Nikon Coolscan V ED og er alveg þrælhress. Ástæðan fyrir að ég er að skipta yfir í hinn er sú að hann tekur medium format filmur en ekki þessi. Þannig að ef þið hafið áhuga á að eignast skanna þá getið þið haft samband.

Posted on 14. June 2007 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Nýjasta tækni og vísindi

Það er margt spennandi að gerast í tækninýjungum þessa dagana. Eða kannski ekki nýjungum heldur bara að nýta tækni sem er búin að vera til staðar í ár og öld.

Witricity
Þetta er eitthvað sem allir hafa beðið eftir í svona milljón ár. Þráðlaust rafmagn og engar snúrur. Það hefur verið vitað í mörg ár að þetta hefur verið hægt en einhvern veginn enginn gert neitt í þessu. En núna á næstu árum verður þetta staðreynd. Það er sem sagt búið að hanna frumgerð að þráðlausu rafmagni. WiTricity eins og þetta fyrirbæri hefur verið nefnt notar rafsegulbylgjur með mjög lága tíðni til að flytja rafmagnið. Ég ætla samt að gefa þessu svona 3-5 ár þangað til þetta verður komið í gang í heimilistækjum.

Microsoft Surface
Microsoft Surface er ný tegund af tölvuviðmóti. Þetta er multitouch tölva sem er með ansi sniðuga fídusa. Getur t.d. lagt wifi myndavél á skjáinn og hún tengist henni strax og tekur myndirnar af vélinni. Síðan geturðu sett wifi símann (eða bluetooth) á græjuna og getur dregið hluti yfir á símann. Þetta er mjög smooth tækni en ég sé samt ekki notkunarmöguleika fyrir almenning. Það er talað um að það eigi að nota þetta mest í búðum, kaffihúsum, veitingastöðum og spilavítum til að byrja með. Gæti vel verið að í framtíðinni sjái maður einhver not fyrir þetta en ekki núna, og ekki fyrir 10-15þús dollara. Svona multitouch tækni er búin að vera í vinnslu lengi og svo poppa núna upp þetta surface dæmi og auðvitað iphone frá apple.
- Myndband á Youtube.com sem útskýrir þetta betur

C Dragon
C Dragon (held það sé skrifað bara svona) er tækni frá Microsoft sem sérhæfir sig í að skoða myndir af allri stærð. Getur zúmað inn bara endalaust ef gæðin eru nógu mikil. Þetta virkar þannig, ef ég skil þetta rétt, að hún getur unnið þetta svona hratt því að hún er að birta bara pixlana sem eru á skjánum hverju sinni. Þetta er alveg massa kvikindi t.d. til að skoða tímarit og dagblöð í tölvunni. Eiginlega best að tjékka á videoinu hérna fyrir neðan sem útskýrir þetta vel. Þetta er alveg skuggalega fínt.
- Myndband á Youtube.com sem útskýrir þetta betur

Microsoft Photosynth
Microsoft Photosynth er ansi hress tækni frá Microsoft. Forrit sem tekur myndir með svipa metadata og getur fundið myndir sem eru svipaðar. T.d. ef þú værir með eina mynd af hallgrímsskirkju þá væri hægt að finna og tengja saman allar myndir teknar af hallgrímskirkju á Flickr. Erfitt að útskýra þetta en myndbandið fyrir neðan útskýrir þetta hressilega. Maður getur t.d. notað þetta til að fá medadata í myndirnar þínar.
- Myndband á Youtube.com sem útskýrir þetta betur

Það er margt skemmtilegt í gangi í tæknimálum sem er gott fyrir tækniplebba eins og mig.

Posted on 7. June 2007 by Árni Torfason Read More