Archive

for May, 2007

ALMENNT

Drifið hefur á mína daga

Sniðgögnum McDonalds
Fórum á McDonalds á föstudagskvöldið og svikulu starfsmennirnir neytuðu að selja okkur McFlurry 2 mínútur í 23 þrátt fyrir að það stendur að opið sé til 23. Þetta mislíkaði mér og mótmælti ég með að dreyfa rusli á lóðina hjá þeim. En jafnframt mun ég mótmæla með að sniðganga McDonalds í einn mánuð. Ég er mikill MD aðdáandi og er þetta því stór biti fyrir þá að missa tekjurnar sem þeir hafa af mér. Ég legg til að þið gerið slíkt hið sama og styðjið mig í baráttunni gegn stórveldinu.

Medium Format skanni
Það er ekki gott stöff að geta ekki skannað inn Holgu myndirnar mínar. Er búinn að taka gommu af filmum en ekkert getað skannað. Er að velta fyrir mér að kaupa mér Nikon Coolscan 9000 ED og reyna að selja Nikon Coolscan V ED skannann sem ég á fyrir.

Hillur og snúrur
Er búinn að vera duglegur undanfarið að hengja upp alls konar drasl heima hjá mér. Hengdi upp snúrur í þvottahúsið, hillu frammi í anddyri, snúrufelara fyrir sjónvarpið í stofunni, millistykki undir og hin og þessi skrifborð, mynd á vegginn. Ég á skilið klapp á bakið myndi ég segja.

Koma skipulagi á divx dótaríið
Ég hef verið duglegur að taka upp mínar eigin dvd myndir og mína eigin þætti. Downlóda aldrei neinu ólöglegu. Er bara með löglegt. Annað er ólöglegt. Annars er ég að vinna í því að koma sjónvarpsglápinu mínu í réttar skorður. Er með xbox inni í svefnherbergi sem er tengt með 85Mbps heimatengi. Í þvottahúsinu er serverinn með myndunum og þáttunum sem ég hef tekið upp og er hann með þráðlausu 108Mbps korti. Í stofunni er síðan McMini sem er þráðlaus. Eftir að ég keypti 108Mps þráðlausa sendinn þá er þetta að virka betur. Væri samt hressast að vera með hann tengdann með kapli. Svo var ég að ná í Amy Wong í dag og þarf að tengja hana.

Lomo og Fisheye Lomo
Ég hef hins vegar verið duglegur að skanna inn 35mm kvikindi úr bæði Lomonum og Fisheye Lomonum. Henti inn eitthvað af myndum inn á Flickrið. Eitthvað af myndum frá London og svo af Hnetu.

Posted on
28. May 2007 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Fótógrafí

Besta framtak á Íslandi síðan að ég var getinn er ljósmyndagallerí sem Ari Sigvaldason er að opna á morgun, laugardag. Galleríið nefnist því ágæta nafni Fótógrafí og er að finna á Skólavörðustíg 4a. Alveg neðst á honum fyrir þá sem kunna ekki á númerin. Það verður opnuð sérstök einkasýning í hverjum mánuði og það verður enginn annar en jeppaflugvélagoðið hann Ragnar Axelsson sem grætur í baðið og er með fyrstu sýninguna. Sýningin nefnist KULDI og á vel við á þessum köldu sumardögum sem eru hér á Íslandi. Það verða ljósmyndir í takmörkuðu upplagi til sölu þarna og meðal ljósmyndara eru Sigurgeir Sigurjónsson, Börkur Sigþórsson, Vigfús Birgisson, Þorvaldur Örn Kristmundsson, Árni Torfason, Kjartan Þorbjörnsson, Kristinn Ingvarsson, Gunnar V. Andrésson, Friðþjófur Helgason, Kristín Bogadóttir, Stefán Karlsson, Thorsten Henn og fleiri.

Mæli með að þið tékkið á þessu og hjálpið til við að upphefja ljósmyndun á Íslandi.


© Ragnar Axelsson
Posted on 18. May 2007 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Snæfellsnes, Hneta og húsfundur

Alltaf þegar maður heldur að það sé farið að róast hjá manni þá kemur bara eitthvað meira. Stefni á að slappa af kannski eftir svona viku. Ætla samt ekki að stóla á það. Fer í fyrramálið, miðvikudag, upp á Snæfellsnes. Kem í bæinn og mynda til rúmlega 19:00, þá þarf að ganga frá öllu draslinu. Líklegast aftur upp á Snæfellsnes á fimmtudag, fer samt eftir veðri. Svo er föstudagurinn orðinn nokkuð uppbókaður. Við Auður gerðum heiðarlega tilraun til að mynda Hnetu í dag. Hún var alveg hressilega æst og ekkert mikið á því að vilja vera á bakgrunninum. Getið séð hérna fyrir neðan hvernig þetta gekk.

Ein spurning. Veit einhver hvar maður fær svona sandpoka til að halda ljósum í skefjum?

Fór á minn fyrsta húsfund áðan. Það mættu auðvitað bara þeir sem haga sér vel í blokkinni. Slussarnir eins og ég vil kalla þá mættu ekki frekar en fyrri daginn. Slussarnir eru þeir sem láta hundana skíta úti og þrífa ekki. Slussarnir eru þeir sem henda sígarettustubbum í massavís niður á svalir og palla hjá hinum í blokkinni. Slussarnir eru þeir sem fylla ruslageymsluna af drasli sem á ekki að vera þar. Slussarnir eru þeir sem skilja nærbuxur eftir undir vaskinum í geymslunum.

Annars ætla ég að kveðja í bili og taka saman draslið fyrir morgundaginn. Veit einhver hvort að ríkistjórnin hafi fallið eða ekki. Það hefur ekkert verið um þetta í fréttunum nýlega. Skrítið af því það voru kosningar bara fyrir stuttu. Furðulegt.

Posted on 16. May 2007 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Landsbankadeildin hafin

Ég hef gaman af því að mynda fótbolta þannig að ég gleðst yfir því að Landsbankadeildin sé hafin. Fór í gær upp á skaga og myndaði ÍA-FH sem endaði 2-3 fyrir FH. Ekki sannfærandi hjá meisturunum verð ég að segja. Í dag er það Valur-Fram, Breiðablik-Fylkir og Víkingur-HK. Er að horfa á Manchester United spila á móti West Ham í SopCastinu góða. Svínvirkar alveg hreint. Fínt að geta haft þetta í horninu á meðan maður er að vinna. Páll E. á hrós skilið fyrir að hafa bent mér á þetta. Hann er tæknivæddur. Kallaður líka “tækniPáll” stundum eða bara TíPí. West Ham er yfir 0-1 sem er gott því ég vil að West Ham haldi sér uppi. Smellti inn nokkrum á Flickr-ið frá leiknum í gær.

Posted on 13. May 2007 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Hnetan er svört og JOOST er gott kaffi

Ég hef eignast mína fyrstu kisu, hún er svört, hún heitir Hneta. Fengum hana í gær og er hún 9 vikna tæplega. Það er tvennt sem hún gerir. Hleypur um allt, skoðar allt, reynir að borða og klóra allt. Og síðan sefur hún. Í nótt reyndi hún að veiða og síðan borða sængina mína.

Annars var Gunnar Steinn svo almennilegur að senda mér boð í JOOST sem er sjónvarp á netinu. Þetta er ennþá BETA útgáfa en lítur ansi vel út. Er búinn að horfa á alla þættina á World Poker Tour stöðinni. Vonast til að það bætist við alls konar gott efni þarna. Er með þetta bæði hérna á pc vinnutölvunni minni sem og Mac Mini-inum frammi í stofu. Það er alveg hresst að vera með svona netsjónvarp þar. Mæli eindregið með að fólk kanni þetta ef það eru jafn miklir sjónvarpsfíklar og sumir. Nefni engin nöfn.

Smellti hérna inn tveimur myndum sem ég var að skanna inn. Þær eru líka á Flickr-inu.

Posted on 8. May 2007 by Árni Torfason Read More