Archive

for April, 2007

ALMENNT

Fluttur í 101

Jæja þá er maður loksins fluttur. Fyrsta færslan sem ég skrifa frá mína nýja heimili. Nánar tiltekið Kristnibraut 101 í Grafarholti. Síðustu vikur hafa farið í að lagfæra og mála og flytja þetta litla dót sem við áttum. Djöfull getur fylgt manni mikið af drasli. Og það er ekki enn allt komið. Ennþá slatti eftir. Eins og er þá er pappi fyrir gluggunum þar sem gardínurnar sem við fengum okkur koma ekkert fyrr en eftir svona 2 vikur að minnsta kosti. Mjög gott að vera gardínulaus. Sófinn komst inn um hurðina sem var eiginlega með ólíkindum þar sem það er ansi þröngt fyrir utan hurðina hérna. Ég stefni á að taka myndir af herlegheitunum þegar kassar og drasl er farið af gólfunum. Það er skápapláss hérna fyrir svona átján manns þannig að þetta ætti allt að geta endað þar. Ekki frá því að ég fái á morgun fyrstu myndirnar úr Holgunni úr framköllun. Það er ekkert á dagskrá á morgun fyrir utan að borga reikninga, taka til, hengja upp hillur, hengja upp sjónvarp, kaupa heimatengi, ná í filmur, hengja upp ljós, raða í skápa, fara í fótbolta, slappa af, elda, skrifa reikninga og svona átján hlutir í viðbót.

Eftir að ég hef komið mér fyrir þá ættu bloggum að fara að fjölga hjá mér.

Ákvað að henda inn nokkrum myndum úr Lomo Fisheye vélinni góður sem ég keypti mér í London.


Ég og Hlín fáránlega hress fyrir framan gosbrunninn í London.

Kom Billa á óvart í London og smellti þegar ég kom úr búðinni.

Á leiðinni heim frá London í flugvélinni.

Bína frekar hress að reyna að veiða myndavélina.

Auður á leiðinni út í vélina í London.

Peter, samt ekki Petrelli, hress í stúdíóinu.
Posted on 30. April 2007 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Til lukku jón

Sigurjón á afmæli í dag. Til lukku með það. Kofar brunnu niðri í bæ í gær. Pravda er úr sögunni. Ég ætla ekki að vera leiðinlegur en ég er ekkert svaka leiður að einhverjir skemmtistaðir hafi unnið. Þó svo að eitthvað hafi verið þarna áður þá voru þessi hús bara ljót. Afhverju sagði enginn Vilhjálmi borgarstjóra að hann væri ekki að lúkka vel með hjálm og gleraugu á hjálminum og í slökkviliðsgalla? Hann hefur held ég haldið eins og fleiri að það væri 11.september og við værum í rauninni í New York en ekki í Reykjavík.

London var hress. Skrifa meira um vii seminarið seinna. Núna er ég á fullu að mála íbúðina góðu. Þannig að á milli þess sem ég er að sofa og vinna þá er ég að mála af mér rassinn. Yfir og út.

Posted on 19. April 2007 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

London

Já það held ég. Á morgun verður vaknað klukkan 4:00 og lagt af stað út á flugvöll 4:30. Flug til London ásamt Billa og Hlín klukkan 7:15. Leiðin liggur á fyrsta VII seminarið sem haldið er í Evrópu. Meira og minna allir meðlimir vii hópsins sem taka þátt í þessu og eru með fyrirlestra og alls konar hressleika. Canon verður eitthvað á vappi að kynna hitt og þetta. Vonandi verður bingó og ég vinn eins og 2 Mark III vélar. Það væri vel þegið.

Annars fengum við Auður afhenta íbúðina í gær. Eina sem við ætlum að gera er að mála. London ferðin setur íbúðarmix aðeins á bið. Förum í þetta strax á þriðjudaginn í næstu viku.

Er aldrei þessu vant búinn að pakka niður fyrir London ferðina. Yfirleitt geymi ég þetta þangað til nóttina áður en ég fer. Tek reyndar ekki mikið með mér. Hugsa að þetta rúmist fyrir í einum Bónuspoka. Hugsa samt að maður splæsi á sig að hafa þetta í tösku. Í för verður LOMO og HOLGA og gomma af filmum. Ágætt að sleppa svona einstaka sinnum að burðast með þungan digitalhlunk í svona ferðalag. Spáin í London um helgina er 20°C og nánast enginn vindur. 7 9 13 að það gangi eftir.

Stefnum á það að flytja inn helgina eftir að við komum frá London sem er þá 21.apríl.

Ég er með svona 20 atriði sem ég þarf að klára áður en haldið verður til London þannig að ég hef þetta ekki lengra. Stefni á að muna eftir að ganga frá svona 15 af þessum 20 atriðum. Þá er ég nokkuð sáttur. Kveð í bili.

Posted on 11. April 2007 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Heimilistæki, álver og ZERO gáfuð auglýsingarherferð

Já það hefur ýmislegt legið á mínu hjarta en ég hreinlega ekki haft það í mér að koma því niður á blað… skjá. Það var kosið um daginn í margfræga álversmálinu í Hafnarfirði. Hafnfirðinginar ekkert á þeirri skoðun að vilja stækka álverið. Mér er svo sem nokk sama hvort það sé eitthvað álver í Hafnarfirði eða ekki. Hins vegar ef ég væri ALCAN þá myndi ég núna fara í fýlu og flytja starfsemina í Keflavík og blása eiturgufum yfir Hafnarfjörð af miklum krafti. Svo myndi ég mála allt álverið sem er fyrir í Hafnarfirði í rauðum og hvítum lit til að það sé enn meiri sjónmengun af því. Ég hefði reyndar viljað sjá að það yrði að vera meira afgerandi kostning í svona máli. Jafnvel að þetta yrði að vera allavega 60% í aðra hvora áttina til að niðurstaða myndi komast í málið. En eins og ég sagði þá er mér slétt sama því ég á ekki heima í Hafnarfirði.

Við Auður fjárfestum okkur í íbúð fyrir skemmstu. Fáum hana afhenta núna 10.apríl. Það verður samt lítið hægt að gera því 12.apríl förum við út ásamt Hlín og Billa til London á vii seminarið góða sem ég haf hlakkað lengi til. Það er samt algjör hausverkur að kaupa íbúð. Því maður þarf ekki bara að finna sér íbúð heldur allt draslið inni í íbúðina. Ísskáp, þvottavél, ryksugu, uppþvottavél, stofuborð, sófa, sófaborð, sjónvarpsskáp og það eru til svona 15 mismunandi merki í hverju og 15 mismunandi vörur í hverju merki. Þannig að maður verður alveg nett ringlaður á þessu öllu saman. Maður verður eiginlega bara að velja sér einn stað og versla bara allt þar. Það er nokkurn veginn planið og ef allt gengur eftir þá verður þetta keypt allt saman á morgun.

Annað sem mig langaði að koma með álit mitt á er Coke Zero auglýsingaherferðin. Það er verið að beina henni að karlmönnum sem vilja kærustu sem eru með ZERO “er ég feit í þessu?”, helgi með ZERO þynnku, föt með ZERO þvott, frambjóðandi með ZERO kjaftæði. Ef þetta á að vera svona mikill karlmannsdrykkur afhverju er þá ZERO sykur í þessum drykk? Karlmenn eru ekkert að hugsa um einhvern sykur í drykk. Tilvalin auglýsingaherferð hefði verið að auglýsa þetta sem sama bragðið en enginn sykur. Sleppa algjörlega að reyna að fá karlmenn til að kaupa þetta. Karlmenn drekka hráolíu ef þeir eiga hana til. Skiptir engu máli með einhvern sykur. Ef það er einhver kona sem kaupir Coke Zero þá er hún algjörlega snarklikkuð því þessar auglýsingar eru svo að gera lítið úr konum. Þannig að ef konur kaupa ekki drykkinn og örugglega ekki margir karlar… þá er þetta dæmi ekki að ganga upp. Mesta lagi blindir sem ruglast á þessu og venjulegri kókflösku. Kannski einhver markaður þar.

Posted on 2. April 2007 by Árni Torfason Read More