Archive

for March, 2007

ALMENNT

Íbúð til leigu í New York

Jæja lesendur góðir. Ákvað að henda inn smá færslu hérna til styrktar honum Sigurjóni. Hann er með íbúð í New York þar sem hann er í skóla. Hann er á leiðinni heim í sumar að vinna og ætlar að leigja kvikindið út. Nánari upplýsingar er að finna hér:

http://sigurjon.com/newyork/


Þar sem að Sigurjón er að koma til Íslands þá fylgir hann ekki íbúðinni.

Eini kakkalakkinn sem hefur fundist í íbúðinni er Sigurjón sjálfur. Það er sem sagt spegill í íbúðinni. Íbúðin er í East Village þannig að það er góður möguleiki að hitta einhvern úr The Village People sem er kostur.

Posted on 29. March 2007 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Sveittur Borgari – Grillhúsið

Þetta eiginlega gengur ekki. Það verður alltaf lengra og lengra á milli hamborgaradóma hjá mér og Pálusi. Hvað sem því líður þá er komið að dóm. Við frændurnir skelltum okkur fyrir dálitlu síðan á Grillhúsið í Tryggvagötu. Dómurinn kemur hér.


Grillhúsið

Maturinn:
Við pöntuðum okkur ostborgara, franskar og kóladrykk eins og venjulega. Við pöntuðum matinn á borðinu okkar. Fengum matseðil og alles. Veit ekki alveg hversu hrifinn ég er af því. Finnst alltaf slæmt að þurfa að borga eftir að ég borða. Fínt að ganga frá þessu strax. En þjónustan var rosalega góð þannig að það yfirgnæfði þennan ókost sem er að panta fyrst, borða svo og borga að lokum. Þegar við vorum búnir að panta var okkur boðið upp á súpu í forrétt. Fátt betra en að fá sér smá súpu til að undirbúa magann fyrir borgara.


Doldið grand að panta af matseðli en það hefur sína ókosti. Maður þarf að borga eftir matinn. Við vorum sáttir með súpuna. Gott magafylli fyrir komandi átök.

Það var ýmislegt að finna á borðinu sem við vorum ánægðir með. Það var í boði salt, pipar og kartöflukrydd. Einnig voru tannstönglar og hver átti heima í sínu eigin plasti. Annað er vibbi. Einnig var boðið upp á Dijon sinnep og það var lítil plastskeið til að veiða sér góða slummu upp úr. Það var einnig tómatsósa frá Heinz. Sem þýðir það að staðurinn er á móti George Bush og hvalveiðum. Kryddstaukurinn var vel hreinsaður. Kom vel úr honum.


Tannstönglar, salt, pipar, kartöflukrydd og Dijon sinnep.

En snúum okkur að borgaranum sjálfum og gosdrykk. Gosið kom í lítillri 33cl flösku. Það er í það minnsta fyrir kóksvolgra eins og mig og Pálus. Franskarnar voru stórar og þykkar og gómsætar. Kokteilsósan, sem fylgdi ekki með, kom í sér lokaðri dollu sem er plús. Borgarinn var góður. Brauðið var gott. Borgarinn var reyndar frekar sleipur. Rann hluti af honum ofan í kokteilsósuna. Borgarinn var lúmskt sveittur miðað við á hvaða stað við vorum á.


Franskarnar þykkar, borgarinn sleipur, lítil kók.

Staðurinn:
Grillhúsið er góður staður. Þjónustan er til fyrirmyndar og flæðið á matnum var ansi gott. Fengum strax súpu og um leið og súpan var búin þá var borgarinn mættur á borðið. Gátum líka hengt upp úlpurnar okkar á snaga við borðið. Mjög gott það. Við verðum samt held ég að fara aftur þarna í dulargervi til að kanna hvort að þessi þjónusta eigi bara við celeb eða alla sem koma þarna. Það er frekar strembið að fá stæði sem er ókeypis nærri staðnum. Þurftum að leggja dálítið frá til að fá frítt stæði. Þurftum að vaða skólp á leiðinni. Það er náttúrulega ekki gott mál.

Annað:
Þegar við vorum að fara söng einn þjónninn fyrir okkur. Veit ekki alveg hvað mér finnst um það. Fá góðan plús fyrir að hafa verið með blað og penna tilbúinn fyrir okkur til að punkta kosti og galla staðarins.

Samantekt:
- Franskarnar þykkar og góðar
- Fylgdi ekki með kokteilsósa
- En kokteilsósan var í lokuðu boxi
- 33cl kóksmábarn er ekki nóg fyrir stóra menn
- Súpan í forrétt var góður undirbúningur fyrir átið
- Staðurinn er á móti Bush og hvalveiðum… sem er að sjálfsögðu slæmt
- Þjónustan til fyrirmyndar
- Þurftum að leggja langt í burtu og vaða skólp
- Vel hreinsaður kryddstaukur

Stjörnugjöf:
Við gefum í hamborgurum og frönskum. Einn hamborgari jafngildir einni stjörnu og franskar jafngildir hálfri stjörnu. Við gefum mest fimm hamborgara.

Grillhúsið fær

Fyrri dómar:
- Vitaborgarinn
- American Style
- Red Chili
- Hamborgarabúlla Tómasar – Hafnarfjörður
- Brautarstöðin
- Anna Frænka
- Eikaborgarar

Posted on 27. March 2007 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Íslandsmótið í áhaldafimleikum og Bill… hann var víst kærður

Það var afmælisgleði hjá honum Billa á laugardagskvöldið sem við Auður mættum galvösk í. Það var ansi kátt á hjalla og gleðin í fyrirrúmi.

Ég og Auður skelltum okkur einnig á Íslandsmótið í áhaldafimleikum að mynda. Ansi gott að hafa Auði á hægri kanntinum þar sem hún var í fimleikum á fyrri árum og þekkir því flest alla sem eru að keppa og veit hverjir eru góðir, hverjir geta gert hvaða stökk og hopp og snúninga, í hvaða átt þau gera brellurnar og fleira. Munar dálítið um það. Það var hún sem dró mig t.d. í fyrra á Norðurlandamótið þar sem ég tók myndina af henni Sif Pálsdóttur. Þannig að hún á alveg stóran þátt í þessari mynd.

Hendi inn nokkrum af mótinu inn á Flickr.

Posted on 18. March 2007 by Árni Torfason Read More
1 2 3