Archive

for February, 2007

ALMENNT

Canon EOS 1D Mark III


Canon EOS 1D Mark III

Canon hefur opinberlega tilkynnt nýjasta undrið sitt sem ber nafnið Canon EOS 1D Mark III. Hún er 10 megapixla 1.3 kropp og með CMOS sensor. Skýtur 10 ramma á sekúndu og er með nýtt 19 punkta fókuskerfi. Hún getur farið upp í 6400 í ISO og er með 3″ LCD skjá sem býður upp á live view fyrir þá sem vilja. Vélin ætti að koma í apríl og mun kosta um 3999$.

Meira um vélina á www.pressphoto.is.

Posted on 22. February 2007 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Myndir ársins 2006 og Joop Swart Masterclass

Jæja eftir margra mánaða undirbúning opnaði loksins sýning blaðaljósmyndara í Gerðarsafni. Síðasta vika var ansi hressileg og talsvert meira en mikið að gera hjá mér. Opnunin gekk vel og mættu svona milljón manns ef ég hef talið rétt. Geir H. Haarde opnaði sýninguna með ansi skemmtilegri ræðu. Kom með marga góða punkta um fréttaljósmyndara.


Mynd ársins 2006

Landslagsmynd ársins 2006

Ég var svo heppinn að fá tvenn verðlaun á sýningunni. Annars vegar fyrir mynd ársins og síðan landslagsmynd ársins. Það eru margar góðar myndir á sýningunni og allir með sýna skoðun. Einhverjir sammála vali dómnefndar en flestir örugglega ekki. Ef allir væru sammála þá væri bara leiðinlegt. Ekki hægt annað en að svona verðlaun séu umdeild.

Hægt er að sjá allar vinningsmyndirnar á vefsíðunni www.pressphoto.is. Ég vil óska öllum þeim sem fengu myndir inn á sýninguna til hamingju og þá sérstaklega þeim sem hrepptu verðlaun.

Það kom líka út bók samhliða sýningunni sem inniheldur allar myndirnar sem eru á sýningunni. Hún fer í dreifingu strax á morgun, mánudag.

Svo fékk ég ansi góðar fréttir í vikunni. Fékk e-mail um það að ég væri einn af 120 ljósmyndurum sem mega sækja um Joop Swart Masterclass í ár sem verður haldið seinna á þessu ári. 12 sæti í boði þannig að það verður erfitt að komast að en ég ætla allavega að reyna.

Er að reyna að redda þessu kommentaspami sem ég hef verið að lenda í þannig að það verður ekki hægt að kommenta á næstunni. Læt ykkur vita þegar það er komið í gang aftur.

Posted on 18. February 2007 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Myndir ársins 2006

Ég bókstaflega ét, sef og anda sýningu blaðaljósmyndara sem opnar í Gerðarsafni á laugardaginn. Búinn að vera á fullu alla þessa viku og lítið annað gert en að bardúsa fyrir sýninguna. Alltaf eitthvað sem kemur upp á sem þarf að redda en svona er þetta bara. En þetta er búið að ganga vel. Ég og Billi (sýningarstjóri) héldum rúmlega klukkustundar fyrirlestur í MH um ljósmyndun á einhverjum lagsdögum eða hvað sem þetta hét nú. Vorum beðnir með 25 mínútna fyrirvara að halda þetta og við slóum til í geðveikinni og redduðum þessu bærilega og gott betur en það að mínu mati.

Ætla að sofa núna og svo vera mættur í Gerðarsafn 8:09 á morgun og halda áfram.

Nánari upplýsingar um sýninguna á http://www.pressphoto.is/

Annars er það skuggalegt hvað Sigurjóni er að fara fram sem ljósmyndara. Læt fylgja með eina sem er ein af skemmtilegri sem ég hef séð eftir hann.


© Sigurjón Guðjónsson
Posted on 15. February 2007 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

World Press Photo of the Year 2006


Spencer Platt, USA, Getty Images

Young Lebanese drive through devestated neighborhood of South Beirut, 15 August.

Já þá er búið að velja myndir ársins á hinni árlegu World Press Photo keppni. Sigurvegarinn að þessu sinni var Spencer Platt frá Bandaríkjunum og vinningsmyndina hans sjáið þið hér að ofan.

Margar virkilega flottar myndir þarna og ef þið hafið áhuga á að skoða þær þá eru þær allar til sýnir hér.

Posted on 9. February 2007 by Árni Torfason Read More
1 2