Archive

for January, 2007

ALMENNT

Árið 2006

Janúar
Árið byrjaði eins og síðasta ár að strax helgina 7.- 8.janúar kom dómnefnd saman og valdi inn á sýning Blaðaljósmyndara. Sem sýningarstjóri sá ég um að allt fór vel og rétt fram. Ansi góð törn í kringum dæmingu og vikurnar eftir dæmingu. Árið fór rólega en örugglega af stað.

Febrúar
Sýning Blaðaljósmyndara opnaði laugardaginn 18.febrúar í Gerðarsafni. Það mætti múgur og margmenni á opnunina eins og alltaf og allt fór vel fram. Ég var svo heppinn að fá verðlaun fyrir íþróttamynd ársins og var afar stolltur af því. Sýningin var glæsileg í alla staði og margar góðar myndir sem hengu uppi á veggjum Gerðarsafns fram í mars.

Mars

Mars var temmilega rólegur. Myndaði fimleika í fyrsta skipti á ævinni og það var nokkuð áhugavert. Keypti mér í fyrsta skipti á ævinni líkamsræktarkort og Heimsklassi varð fyrir valinu. Gerði Fuglaflensa.is.

Apríl
Breytti um útlit á myndavefnum mínum og keypti mér lénið Torfason.is. Sigurjón félagi minn varð 48 ára gamall. Hundur pissaði á ljósmyndatöskuna mína í töku. Ekki sáttur.

Maí
Dagsetningin og tímasetningin 4.maí 2006 klukkan 01:02 átti sér stað. 01.02.03.04.05.06. Illhugsi Jökulsson átti meistaramúv í meistaranum þegar hann var ekki að skilja leikinn. Barcelona vann meistaradeildina. Ég var ekki valinn Ungfrú Ísland en ég átti afmæli og varð 25 ára gamall.

Júní
Fékk vatnshúsið utan um Ixusinn minn sendan frá Bhphoto sem Auður gaf mér í afmælisgjöf. Kom sér seinna vel í interrailferðinni. Lagði af stað í interrailferðalagið góða. Ferðin byrjaði á vikudvöl í Svíþjóð.

Júlí
Í júlí fór ég til Berlín, Prag, Búdapest, Zagreb, Pula, Bled, Feneyja, Flórens, Rómar, Pisa, París, Marseille.

Ágúst
Í byrjun ágúst voru það 10 dagar á Spáni liggjandi á sólarströnd og slappa af eftir 1 mánaðar interrailferðalag um Evrópu. Kom á frónið í kringum 11.ágúst. Fór í Hans Petersen eftir að þeir klúðruðu netpöntun fyrir okkur á meðan við vorum á Spáni. Versla hugsanlega ekki meira við þá ketti. Pantaði mér 300mm F/2.8 linsu og kom hún í lok mánaðars. Brynja átti líka afmæli og varð 24 ára ung. Fataður strípalingur hljóp inn á völlinn í undanúrslitum VISA bikarsins. Hann var ekki kúl. Magni og Rockstar var í fullum gangi og þjóðin að tapa sér.

September
Stewe Irwin stunginn af skötu í hjartað. Þættir í Bandaríkjum fóru af stað á fullu og nóg að horfa á. Fór á Nick Cave. Mátti mynda í svona 1 mínútu. Reddaðist samt ótrúlega vel. Einhver fékk þá hugmynd að slökkva öll ljósin í Reykjavík til að sjá stjörnurnar. Það var skýjað og enginn slökkti ljósin sín. Frekar misheppnað.

Október
Iceland Airwaves fór fram. Það var hörkufjör og gaman. Ekki eins gaman og í fyrra samt af einhverri ástæðu. En samt ágætt. Bíóferð hækkaði sem er ekki gott mál. Kostar nú 900kr að fara í bíó. Fer ekki í bíó. Borgaradómarnir hjá mér og Pálusi lifnuðu aftur við.

Nóvember
Tók við sem formaður Blaðaljósmyndarafélagsins og opnaði nýja síðu fyrir félagið. Breytti um útlit á síðunni minni í 5.skiptið.

Desember
Vann ferðatölvu fyrir útlit sem ég gerði fyrir blog.is. Sáttur með það. Annars fór mánuðurinn í jólagjafakaup og reddingar fyrir BLÍ sýninguna. Átti gleðileg jól og gleðileg áramót.

Posted on 1. January 2007 by Árni Torfason Read More
1 2 3