Archive

for January, 2007

ALMENNT

Handboltamaður í andlitið

Yfirleitt er fólk að vinna á virkum dögum og á svo frí um helgar. Það er eiginlega ekki svoleiðis hjá mér. Ég vinn á daginn og kvöldin og á daginn um helgar og oft um kvöldin á helgum. Svo fæ ég stundum frí inn á milli en það hefur lítið verið um það á þessu ári allavega. Það hefur allt verið á fullu hjá mér að mynda og svo allt stússið í kringum Blaðaljósmyndarasýninguna. Bókin fer að fara í uppsetningu þannig að það er nóg að stússast í kringum hana. Um helgina var ég svo á fullu í tökum. T.d. á sunnudaginn var ég að mynda frá 13:30 og að ganga frá myndum og drasli langt fram á kvöld. Fór á báða Ísland-Tékkland leikina. Fékk Snorra Stein í andlitið á seinni leiknum. Eins gott að hann meiddist ekki og hefði verið frá á HM. Þá hefði það verið mér að kenna og DV birt heimilisfangið mitt og síma og ég hefði verið limlestur eða eitthvað verra. En ég held að hann hafi lifað þetta af og reyndar gerði ég það líka og vélin mín. Þannig að ég er góður á því. Reyndar mjög ánægður að þetta var Snorri en ekki t.d. Róbert eða Sigfús. Hugsa að ég hefði ekki einu sinni verið nálægt því að lifa það af.

Annars stefnir í fótbolta hjá mér bráðum. Tíminn hefst 22:30 og mikil spenna í gangi. Eiginlega eini tími vikunnar sem ég get hugsað um akkúrat ekkert nema að spila bara fótbolta. Ekkert vesen og ekkert stress.

To do listinn minn fer minnkandi sem er gott. En ég efast ekki um annað en að hann fer aftur vaxandi þegar líður á vikuna.

Posted on 15. January 2007 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

iPhone

Apple kynnti á MacWorld fyrr í dag síma sem þeir kalla iPhone. Þetta er alveg svona frekar myndarlegur sími ef ég á að segja alveg eins og er. Þetta er líka ekki bara sími heldur myndavél, videospilari, ipod, vafri, e-mail skoðari og fleira. Hann kemur í Evrópu á fyrsta fjórðungi þessa árs var talað um. 8GB síminn mun kosta 599$ og 4GB 499$. Smellið hér til að sjá fyrstu myndirnar sem voru teknar af þessum nýja síma. Smellið hér til að lesa um MacWorld kynninguna.

Þetta er græja sem ég sé fyrir mér að ég vilji eignast.

Posted on 9. January 2007 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Friday Night Lights

Ég hef reynt að vera duglegur að benda fólki á þætti sem mér finnst áhugaverðir. Var að finna nýjan þátt sem ég er nokkuð hrifinn af. Hann heitir “Friday Night Lights”. Þættirnir eru byggðir á myndinni Friday Night Lights sem kom út árið 2004. Ég var mjög hrifinn af þeirri mynd. Myndatakan frábær og bara góð mynd í alla staði. Ég var hálf skelkaður þegar ég byrjaði að horfa á þættina. Grunaði að það væri verið að herma eftir þessu en þetta væri meira í svona Smallville stíl. Sem sagt lélegur leikur og allt mjög ótrúlegt og bara í ruglinu. Mér finnst Smallville ágætis afþreying en ekkert meira en það. Friday Night Lights þættirnir komu mér hins vegar á óvart. Þeir eru í mjög svipuðum stíl og myndin. Fínn leikur og ekkert of óraunverulegt sem gerist. Það er líka ekkert of mikið sýnt úr fótboltanum (ameríska) sjálfum. Bara einstaka sinnum. Fjallar meira um leikmennina, þjálfarann og lífið þeirra. Þannig að ég ætla eindregið að mæla með þessum þáttum ef ykkur vantar eitthvað til að horfa á. Það er búið að sýna einhverja 11-13 þætti.

Posted on 9. January 2007 by Árni Torfason Read More
ALMENNT

Forvalið búið

Jæja… síðasta vika/helgi var ansi löng og strembin. Forvalið fyrir sýningu Blaðaljósmyndara fór fram um helgina. Skilafrestur var á miðnætti á föstudaginn síðasta.

Föstudagur:
Á föstudaginn fór ég og Billi (sýningarstjóri) að sækja Terje Bringedal, sem var einn dómarinn, út á flugvöll. Hann er að vinna hjá VG í Noregi. Er myndstjóri þar. Skutluðum honum á hótelið og fórum í það að ganga frá myndunum sem voru komnar inn. Raða þeim í rétta flokka og fleira. Fórum síðan með hann út að borða um kvöldið og strax eftir það hófst mesta vinnan. Taka allar myndirnar og setja í flokka og athuga hvort allt sé rétt merkt og fleira. Vorum búnir að þessu c.a. 3:30 um nóttina. Skutlaði Billa heim og lagðist á kodda.

Laugardagur:
Vaknaði örfáum tímum síðar eða klukkan 8:00. Fór upp í Morgunblaðshús og kláraði að ganga frá síðustu myndunum og gera allt klárt fyrir dómnefndina. Dómnefndin var mætt klukkan 9:30 og dæmning hófst. Hún stóð yfir til c.a. 17:30. Það var farið yfir mikið af myndum og gekk vel. Um kvöldið var aftur farið út að borða með Terje. Var kominn heim um kannski 2:00 um nóttina.

Sunnudagur:
Dómnefndin var mætt klukkan 10:00 og dæmt var til 15:00 c.a. Þá var allt klárt. Búið að velja myndir í alla flokkana og verðlaunamyndirnar komnar á hreint. Svo kemur það í ljós 17.febrúar á opnuninni hverjir hluti verðlaun fyrir myndir ársins. Skutluðum Terje út á flugvöll en hann átti flug klukkan 17:00 aftur til Osló. Um kvöldið sendi ég síðan tölvupóst á alla sem fengu inn myndir á sýninguna.

Mánudagur:
Fór á fund með Eddu útgáfu sem ætlar að sjá um útgáfu af bókinni. Bókin fer vonandi í vinnslu bara strax um næstu helgi. Þessa vikuna verð ég að safna saman alls konar upplýsingum svo hægt sé að koma bókinni í gang.

Meira um forvalið á www.pressphoto.is.

Posted on 9. January 2007 by Árni Torfason Read More
1 2 3